Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍslr.ÍS Fyrstur með fréttirnar Officelsuperstore OPfÐ VÍRKA DAGA KL 8-19 • LAUGARDAGA KL 10-16 SkmSfunni 17, 108 Rmykjavík I Furuvöllum 5, 600 Akurmyri Sími 550 4100 T&knival NY FARSIMAÞJONUSTA • LÆGRA MINUTUVERÐ Bakþanka ÞRÁINS BERTELSSONAR Evrur eða álnir vaðmáls Nú er mikið verið að spekúlera í því hvort við eigum að taka upp evru sem gjaldmiðil og segja skilið við krónuna hafandi sogið úr henni allan kraft. Fyrir mína parta væri ég alveg til í tuskið því að tilfinninga- samband mitt við krónuna hefur verið vægast sagt stormasamt gegn- um tíðina. Ef mönnum finnst evran ekki nógu íslensk mætti líka lækna þjóðina af ákveðinni krónuþreytu með tilbreytingu sem fælist í því að taka upp eitthvað þjóðlegt og gott sem gjaldmiðil eins og álnir vað- máls, smérfjórðunga, merkur silf- urs, kúgildi, fiskivættir eða vikur sjávar. GALLINN Á EVRUNNI er sá að við megum ekki taka hana upp sem gjaldmiðil nema með leyfi Evrópu- sambandsins og leyfi Evrópusam- bandsins til þess fáum við ekki nema við sækjum um og fáum fyrst aðild að téðu sambandi. Ástæðan fyrir því að við erum ekki í þessu Evrópufélagi er mestan part sú að við íslendingar höfum hingað til talið það fyrir neðan virðingu okkar að vera í selskap með þjóðum eins og Þjóðverjum, Frökkum og Eng- lendingum, Dönum og Svíum og kjósum heldur að vera í kompaníi með forfeðrum okkar í Noregi og Lígtensteinungum. ..~ ANNAR GALLI á evrunni er sá að ef við tökum hana upp sem gjald- miðil getum við ekki lengur sagt þegar við erum alveg hlessa: „Nú á ég ekki krónu!“ - „Nú á ég ekki evru!“ hljómar ekki eins nærri því eins vel. Og í nafni allrar sanngirni verður að geta þess að ýmsar aðrar þjóðir, einkum eyþjóðir, eru hikandi við að taka upp evruna og ber þar fyrst að nefna Englendinga. í sjón- varpsfréttum sá ég enskan vörubíl- stjóra hafna evrunni með þeim ágætu rökum að hann fengi minna fyrir eina evru heldur en eitt pund og það váeru vond skipti. —— MEÐ SÖMU RÖKUM ætti það að vera mikill búhnykkur fyrir okk- ur íslendinga að taka upp verðmæta evru í staðinn fyrir verðlausa krónu, en þó er mér það ljóst að verulega góður hagfræðingur gæti flækt þetta mál býsna lengi. Hin endan- lega spurning er því einfaldlega sú, hvort við teljum okkur betur borgið í félagi með 480 milljón Evrópubú- um og evrunotendum ellegar hvort við ætlum bara að halda áfram að spila þetta eftir eyranu. ■ Nú kostar aóeins 9 &ó hrin^ja til rtokkurra helstu vidskiptalanda okkar meó sparnaðarleióum Simans. Sijninn heiur laekkad verd á símtölum tii 12 ianda, í adra sxma en farsima. Nu kostar mínútan aðeins 17,91 kr, til Danmerkur, Sviþjóöar, Noregs, Kanada og Færeyja með sparnaðaxleiðirmi Vinunt & vandatnonnniu í útiönduin. Vegna bxeytinga á þjónustugj öidum erlendxa farsimafyrirtæk] a munu sinttöl i farsima í útlöndun hiVkka. Nánaxi upplýsmgar u:m verðbreytingar á simtölum til útlanda er að firma á simiim.is wwwMl!ialfev*atcjiiinig5ÍK HVALASKOÐUN frá Reykfavíkurhdfn, alla daga kl. 10:30 HfoMMCÉœtfflíI a'tnii ‘UW-'MM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.