Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 14
14 FRETTABLAÐIÐ 9. júli 2001 MÁNUDflCUR Þjóðverjar Evrópumeistarar kvenna: Fyrsta gullmarkið Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum: FH Islandsmeistarar knattspyrna Úrslitaleikur Evrópu- móts kvenna í knattspyrnu fór fram í Ulm í Þýskalandi á laugardaginn. Þar mættust Þjóðverjar og Svíar, sem höfðu sigrað Noreg og Danmörk í undanúrslitunum. Enn var markalaust eftir venju- legan leiktíma og var því spilað upp á gullmark í framlengingu en aldrei áður hefur verið skorið úr um Evr- óputitill kvenna með gullmarki. Það kom eftir átta mínútur af framleng- ingunni þegar Þjóðverjinn Claudia Mueller tryggði landi sínu fimmta tit- ilinn í Evrópukeppni kvenna. Mueller sóaði tveimur dauðafærum stuttu áður þannig að þeir 16 þúsund áhorf- endur sem horfðu á leikinn í Þýska- MOLAR landi voru fegnir. Þetta er næst mesti áhorfenda- fjöldi sem hefur mætt á kvennaleik í Þýskalandi. Aðstandendur keppninn- ar eru himinlifandi yfir þeim 90 þús- und manns sem eru búnir að mæta á leiki og segja fjöldann fara langt fram úr björtustu vonum. „Spilamennskan í keppninni var frábær og styður undir þá jákvæðu þróun sem er í gangi,“ sagði Norð- maðurinn Karen Espelund, sem er yfir nefnd um evrópskan kvenna- bolta. Knattspyrnusamband Þýskaland tilkynnti að það ætlar að leggja áher- slu á að gera atvinnumannadeild úr kvennadeildinni þar í landi. ■ BÚIÐ SPIL Claudia Mueller fagnar eftir að skora gull- markið í úrslitaleiknum. FRJÁLSflR ÍÞRÓTTIR Heimamenn í FH sigruðu stigakeppni Meistara- móts íslands í frjálsum íþróttum á Kaplakrika nú um helgina og hlutu titilinn ís- landsmeistari fé- lagsliða. FH sigr- aði með 287 stig, UMSS varð í öðru sæti með 162,5 stig og Breiðablik í því þriðja með 94 stig. FH fékk 18 ís- landsmeist- aratitla, UMSS fékk fimm, Breiðablik fjóra, HSK þrjá, ÍR tvo og UMSE einn. Hlauparinn Silja Úlfarsdóttir var í stuði um helgina, sigraði í þremur einstaklingsgreinum, 100, 200 og 400 metra hlaupi og tveimur boðhlaupum, 4x100 og 4x400 metra. Þá sigruðu Sveinn Margeirsson UMSS og Jón Arnar Magnússon Breiðabliki í þremur greinum. Þórey Edda Elísdóttir stuðlaði einnig að sigri FH með því að vinna í stangarstökki. Elún stökk yfir 4,30 metra og setti þar með mótsmet. Þórey átti einnig heið- arlega tilraun við nýtt fslands- met, 4,51, rétt felldi rána í þriðju tilraun. Vala Flosadóttir ÍR varð í öðru sæti. Hún stökk yfir 4,20 og felldi 4,30 þrisvar. ■ SILJA ÚLFARSD. Fimmfaldur (slandsmeistari Kristín Rós Hákonardóttir setti í gærmorgun heimsmet fatlaðra í 200 metra baksundi á Sundmeistara- móti íslands sem var haldið í Sund- lauginni í Laugar- dal um helgina og lauk í gær. Hún synti á 3.19,41 mín. Koibrún Ýr Krist- jánsdóttir hlaut Pálsbikarinn, sem veittur er fyrir besta afrek mótsins. Hann fékk hún fyrir sigur sinn i 50 metra baksundi, þar sem hún fékk 780 stig. Hún fékk einnig Kolbrúnar- bikarinn, sem gefin er fyrir besta af- rek konu. Örn Arnarson fékk Guð- mundarbikarinn, fyrir besta afrek karla á mótinu. Hann fékk 760 stig fyrir 50 metra skriðsund. 9. iiil ■li. lul i mán FH - Fytklr SímadBildin kl. 19.40 ! Þri íslensku mðrkln Kl. 23.10 fös Hestar 847 kl. 20.00 laa Tlm Austin - Steve Dotse Hnelaleikar kl. 22.30 ! sun íþróttastjömur kl. 19.45 sun islensku möridn kl. 23.10 í mán Keflavík - Grindavík Símadeildin kl.19.40 Hörkuleikur í Kaplakrika Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari Neista spáir fyrir um leiki kvöldsins í Símadeild karla. Hún segir það skila sér í bættum anda og betri aðsókn að hafa uppalda leikmenn í liðunum. knattspyrna I kvöld fara fram tveir leikir í níundu umferð Símadeildar karla. Keflavík tek- ur á móti Fram á Keflavíkurvelli „Það er kannski dálítið erfitt að spá um Fram liðið,“ sagði Vanda Sigurgeirsdótti fyrrum landsliðs- þjálfari kvenna- landsliðsins þeg- ar Fréttablaðið bað hana að spá fyrir um leikina. „Maður er alltaf að bíða eftir að eitthvað gerist hjá þeim. Það er bara spurning hvenær það ger- ist en þeir hafa ekki sýnt neitt hingað til svo ég spái Keflavík sigri. Ætli leikurinn endi ekki 2- l.“ VANDA SIG. Hún segir Fram- liðið ekki enn hafa náð að sanna sig og eiga mikið inni. Á Kaplakrika taka FH-ingar á móti Fylkismönnum en þessi lið eru á toppi Símadeildarinnar. Vanda spáir hörkuleik en segir Fylki fara með sigur af hólmi. „Ég spái mínum mönnum úr Árbænum sigri. Ég veit samt að Logi vinur minn Ólafsson verður ekki kátur með þessa spá- mennsku en Fylkir er á góðri siglingu. Mér finnst vera meist- arabragur á þeim, þeir fengu smjörþefinn af þessu í fyrra og ætla sér að gera betur en þá. Þetta verður ábyggilega hörku- leikur en eins og ég segi finnst mér vera góð sigling á þeim þannig að ég held að þeir vinni þennan leik.“ Vanda er nú bú- sett á Sauðár- k r ó k i þ a r s e m h ú n þjálfar Neista frá Hofs ósi í deildinni. Hefur hún eitthvað séð til liðanna í sumar? „Ég hef nú bara séð leikina í sjón- varpinu. En í FH lið- inu eru ungir og sprækir leikmenn auk gamalla jaxla inná milli. Það sem mér finnst hinsvegar sér- staklega gaman við Fylkisliðið er að þetta eru strákar að stórum hluta úr Árbænum. Þannig að þetta eru Fylkismenn innað beini," segir Vanda, en hún vann í félags- miðstöðinni Árseli og þekkir því svolítið til liðsins. „Mér finnst það skipta mjög miklu máli í öllum þessu peningadóti sem ríkir í knatt- spyrnunni. Ég held að andinn verði betri í liðinu og fólk úr Árbænum kemur til að sjá stráka sem hafa alist upp þarna,“ sagði Vanda að lokum. ■ GLAÐIR Sverrir Sverrisson fagnar hér marki Péturs B. Jónssonar gegn Skagamönnum I áttun- du umferð Símadeildarinnar. Inter-toto keppnin í knattspymu: MOLAR afnfirðingarnir Hilmar Þór Guðmundsson og Daði Eyj- ólfsson töpuðu báðir fyrstu leikj- um sínum á HM U-21 í snóker. Mótið fer fram í Stirling í Skotlandi. Hilmar tapaði 4-0 fyrir Skotanum Mark Boyle og Daði tapaði fyrir sam- landa hans, Scott McKenzie, 4-1. Hilmar leikur við Neil Roberts- son frá Ástralíu og Daði við N-ír- ann Mark Allen í dag. Knattspyrnuráð Ameríku tók þá ákvörðun í síðustu viku að Suður-Ameríkubikarnum yrði ekki frestað vegna óöryggis í Kólumbíu. Búið var að ákveða að keppnin færi fram í janúar eft- ir að Hernan Meija, varafor- seta knattspyrnu- sambands Kól- umbíu, var rænt á dögunum. Keppnin mun því fara fram dag- ana 11. til 29. júlí eins og upp- runalega var ákveðið. Landslið Chile og Ekvador mættu til Kól- umbíu í gær. Kanada sagði sig úr keppninni og Argentína ætlar að svara á morgun. Landslið Brasil- íu mætir í dag. Með því verða al- ríkislögreglumenn sem munu fyl- gja því og vernda hvert sem það fer. Grindavík úr leik í Evrópukeppni knattspyrna Grindvíkingar eru úr leik í Inter-toto keppninni í knattspyrnu eftir 2-0 tap gegn svissneska liðinu FC Basel á Grindavíkurvelli í gær. Basel vann fyrri leikinn með þremur mörkum gegn engu og því sam- tals 5-0. Grindvíkingar spiluðu vel í fyrri hálfleik og áttu þrjú góð færi en nýttu þau ekki sem skyldi. Andre Muff skoraði bæði mörk gestanna, það fyrra á 14. mínútu en það síðara tíu mínút- um fyrir leiks lok. „Þetta var ágætur leikur hjá okkur og þá sérstaklega fyrri hálfleikur. Þetta er með betri fyrri hálfleikjum sem liðið hefur spilað,“ sagði Milan Stefán Jankovic þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. „Við fengum nokkur færi í fyrri hálfleik og hefðu geta skorað eitt til tvö mörk en þeir skoruðu eftir varnarmistök hjá okkur.“ Milan var ekki ánægður með leikinn í dag enda var takmarkið að vinna leikinn. „Það hefði verið skemmtilegra að ná jafntefli en því miður tókst það ekki. Þetta er samt mjög góð reynsla fyrir leikmenn, þjálfara og aðstandendur liðsins." Það vakti furðu hve fáir lögðu leið sína í nýja og glæsilega stúku þeirra Grindvíkinga en Milan sagði að einungis fjögurhundruð manns hefðu lagt leið sína á völl- inn. En hann hafði skýringar á ÓHEPPNIR Grindvlkingar fengu þrjú til fjögur góð færi I leiknum en náðu ekki að nýta sér það sem skyldi. „Góð reynsla fyrir leikmenn, þjálfara og aðstandendur liðsins," sagði Milan Stefán Jankovic. reiðum höndum. „Það voru svo margir í útilegu eða á pollamót- inu á Akureyri." Grindavík er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar með níu stig og segir Milan Stefán að nú taki baráttan við. „Það er leik- ur við Keflavík og einnig í bik- arnum og við ætlum að standa okkur þar.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.