Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 9. júlí 2001 FRETTABLAÐIÐ Söluandvirði Landsbankans: Glórulaust að eyrna- merkja féð byggðamálum einkavæðing „Að eyrnamerkja þessa peninga einhverjum byggðaaðgerðum held ég að sé glórulaust. Vandamálið í byggða- málum er ekki peningarnir heldur hvað eigi að gera,“ segir IVyggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, um ráðstöfun söluandvirðis Landsbankans. TVyggvi segir hagnaðinn af söl- unni vandmeðfarinn. „Það er mjög gott ef erlendir fjárfestar koma með pening inni landið; það styrkir íslenskt efnahagslíf og krónuna enn frekar. Ég hefði haldið að í þessari stöðu sé eðli- legt að grynnka sem mest á skuld- um og borga niður lífeyrisskuld- bindingar en fara ekki út í ein- hverja eyðslu." Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, hefur sagt að eyða eigi hluta af söluand- virði Landsbankans í sértækar að- gerðir til að styrkja landbyggðina og hefur Davíð Oddsson forsætis- ráðherra tekið undir það. Ti’yggvi segir að það sé alltaf verið að tala urn að það vanti peninga en svo hafi menn engar hugmyndir. ■ Hverfandi áhrif sjómannaverkfalls Álver í Reyðaríirði: Sprengir Kyoto-mörkin SVAGA jj 10-16 jáli 20-70% afsláttur Útiflísar 30x30 cm ákr. 1.390,-pr.m2 Veggflísar 15x20 cm frákr. 1.190,-pr.m2 Gólfflísar 30x30 cm frákr. 1,290,-pr.m Lágmarks afsláttur 20% Afgangsflísar 70% Heildarverðmæti útflutnings jókst milli ára. Tvö stærstu fyrirtækin vörðust áhrif verkfalls með því að ganga á birgðir og kaupa meira erlendis frá. Vöruskipti hagstæðari það sem af er árinu. lanpvernd Landvernd telur að framkvæmd vegna álvers í Reyð- arfirði muni valda umtalsvert meiri umferð og hávaða og gróður og dýralíf muni verða fyrir nei- kvæðum áhrifum á þynningarsvæði mengunar. Þá munu háspennu- línur og stórar byggingar raska landslaginu um- talsvert og árlega munu tæplega 90 tonn af köfnunar- efnisoxíðum verða losuð út í andrúmsloftið. í framhaldi af því vekur Landvernd athygli á því hvort þessir þættir ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARS- DÓTTIR FOR- MAÐURLAND- VERNDAR Félagið vill að öll- um tiltækum ráð- um verði beitt til að halda mengun frá álveri í Reyðar- firði I lágmarki. muni ekki hafa neikvæð áhrif á ímynd svæðisins vegna ferða- þjónustu og matvælaframleiðslu. í athugasemdun Landverndar til Skipulagsstofunar kemur ein- nig fram að framsetning efnis og uppskipting Norals-verkefnisins gerir það að verkum að erfitt sé að meta umhverfisáhrif fram- kvæmda á Reyðarfjörð. Þá telur félagið að framkvæmdaaðili hafi ekki fjallað á fullnægjandi hátt um val á staðsetningu verksmiðj- unnar. Jafnframt virðist skorta greiningu á þeirri samfélagslegu áhættu sem álver kann að hafa fyrir svæðið. Einnig sé viðbúið að þessi eina framkvæmd muni valda því að losun íslands á gróðushúsalofttegundum fari talsvert fram úr þeim viðmiðun- armörkum sem sett eru í Kyoto- bókuninni. ■ fiskútflutningur „Það er óhætt að segja að við höfum sloppið nokkuð vel, smábátar réru og menn gátu gengið á birgðir. Einnig hjálpar það til að við kaupum líka fisk frá Noregi, Færeyjum og Rússlandi," segir Gunnar Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna, um áhrif sjómannaverkfalls- ins á fiskútflutning. Nýjar tölur frá Hagstofunni sem sýna tveggja prósenta aukningu á heildarveð- mæti útflutnings sjávarafurða í maí á þessu ári miðað við sama mánuð á síðasta ári koma Gunnari því ekki á óvart. Hann segir að helst hafi hið sex vikna sjómanna- verkfall í vor haft áhrif á út- hafskarfaveiði, en að heildaráhrif þess á starfsemi SH séu hverfandi. Guðmundur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs SÍF tekur í sama streng og Gunnar. „Sjómannaverkfallið snerti okkur ekki mikið. Reikna má með að mörg útflutnings- fyrirtækin hafi átt hjá sér birgðir og einfaldlega hreins- að til. Það var hægt að afgreiða meira og minna það sem lá fyrir, þó kannski sé of mikið að segja að við höfum verið búnir undir verk- fall,“ segir Guð- mundur og bendir á að SÍF starfi í al- þjóðlegu umhverfi þar sem útflutn- ingur frá íslandi sé ekki eini kost- urinn. Hann segir að áhrifa verk- fallsins muni ef til vill gæta í ver- tíðarbundnum afurðum, svo sem saltfiski. GUNNAR SVAV- ARSSON Kemur ekki á óvart, segir for- stjóri SH. NÓG TIL AF FISKI Sjómannaverkfallið kom lítið við tvö stærstu fiskútflutningsfyrirtækin á fslandi. Bæði SH og SÍF áttu uppsafnaðar afurðir í geymslu, auk þess sem þau keyptu meira frá erlendum aðilum. Heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða í maí sl. var 8.512 milljónir króna samanborið við 8.489 milljónir í sama mánuði árið áður. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir rúm- lega 75.500 milljónir og voru sjáv- arafurðir þar af 61%, eða um 46.000 milljónir. Lesa má úr tölum Hagstofunnar að ástand útflutn- ings er almennt gott. Orsök þess er ekki síst gengisfall krónunnar, en samkeppnisstöðu íslenskra sjávar- afurða batnað verulega. Batnandi vöruskiptajöfnuður endurspeglar þetta, en vöruskiptahallinn var fyrstu fimm mánuði ársins 8,6 milljarðar króna samanborið við 18 milljarða á sama tímabili í fyrra, miðað við fast gengi. matti@frettabladid.is KONUR ATH! UTSALAN HEFST Á MORGUN KL. 10:00 Allt að 50% afsláttur Fallegur fatnaður Góðar stæri 34-46 Part Two Kringlunni Sími 568 6845 Ertu að byggja?-Viltu breyta?-Þarftu að bæta? Grensásvegi 18 s: 581 2444 d grcidilukjor! Raðgrclðslur l.tACKMAN ouglýsit

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.