Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 9. júli 2001 FRETTABLAÐIÐ 15 Evrópumótið í golfi: Island í fjórða sæti 8-liða úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar: Stefnir í hörkuleiki knattspyrna Á föstudaginn var dregið í átta liða úrslitum í Coca- Cola bikarkeppninni. í karla- flokki er KA eina liðið sem ekki kemur úr úrvalsdeildinni. Norð- anmenn, sem sitja á toppi l.deild- ar, taka á móti Keflavík á KA velli. FH og ÍBV eigast við í Hafnarfirði og á Valbjarnarvelli eigast við Skagamenn og Fram. Þessir leikir verða spilaðir sunnudaginn 22. júlí. Fjórði og síðasti leikurinn verður spilaður mánudaginn 23. júlí er Grindavík og Fylkir mætast á Grindavíkur- velli. Allir leikirnir hefjast klukkan 20.00. í bikarkeppni kvenna tekur 1. deildarlið Hauka úr Hafnarfirði á móti Valsstúlkum, á Stjörnuvelli mætast Stjarnan og KR, á Kópa- vogsvelli mætast efstu lið Síma- deildar Breiðablik og ÍBV og HÖRKURIMMA Fylkir mætir Grindavík og ÍA mætir Fram í 8- liða úrslitum bikarkeppninnar. Þróttur Reykjavík, sem einnig spilar í 1. deild, tekur á móti FH. Leikirnir verða spilaður þriðju- daginn 17. júlí og hefjast klukkan 20.00. ■ golf íslenska karlalandsliðið í golfi hafnaði í fjórða sæti á Evrópumót- inu, sem fram fór á Ljunghusen vell- inum í Svíþjóð, eftir 4-1 tap gegn Englendingum í leik um bronsverð- launin. Eftir glæstan sigur gegn Sví- um í átta liða úrslitum mættu ís- lenska liðið því írska í undanúrslit- um. írar voru ekki taldir jafn sterkir og þeir sænsku en mættu ákveðnir til leiks og sigruðu 5-2. Ottó Sigurðsson og Helgi B. Þórisson sigruðu í fjór- menningsleik sínum og náðu í einn vinning en það var síðan Suðurnesja- maðurinn Örn Ævar Hjartarson sem sigraði í sínum leik og náði í annan vinning. íslendingar mættu því feyki- sterku liði Englendinga í sæti um bronsverðlaunin og var spilað með breyttu keppnisfyrirkomulagi, að- eins einn fjórmenningsleikur og fjór- ir tvímenningsleikir.Orn Ævar Hjart- arson var sá eini sem náði í stig fyrir fslendinga en hann lagði Luke Don- ald sem talinn er einn efnilegasti golfleikari heims. Aðrir leikir töpuð- ust og lenti ísland því í fjórða sæti keppninnar. Þetta er stórkostlegur árangur hjá íslensku strákunum sem leika golf við allt aðrar aðstæður en mótherjar þeirra og er óhætt að segja að þessi árangur gefi golfinu byr undir báða vængi. ■ Venus varði titilinn Sigraði Belgann unga, Justine Henin, í gær. Urslit karla í dag. tennis Venus Williams tryggði sér í gær sigur á Wimbledon, annað árið í röð. Hún sigraði Belgann Justine Henin 6-1, 3-6, 6-0. Viðureignin átti að fara fram á laugardag en var frestað vegna mikillar rigningar. Úrslitaviður- eign karla, milli Pat Rafter og Goran Ivanisevic, átti að fara fram í gær en var frestað um einn dag. Ivanisevic sló Tim Henman út í gær og Rafter sló Andre Agassi út á föstudag. „Ég er ekki búin að tapa í 14 viðureignum auk sigra í tvíliða- leik. Ég held að Wimbledon eigi eftir að vera mér góður staður áfram,“ sagði Williams kokhraust eftir sigurinn. Hún vildi ekki segja til um hvort hún muni ná jafn góðum árangri og Pete Sampras, sem hafði unnið sjö sinnum í röð áður en hann var sleginn út á þessu móti. „Minn fyrsti sigur var þegar ég var tví- tug. Ef ég hefði verið fjórum árum fyrr á ferð væri það mögu- leiki,“ sagði Williams. Belganum Henin er búið að ganga vel í ár. Hún komst í undan- úrslit á Opna franska meistara- mótinu og nú í úrslit Wimbledon eftir að hafa sigrað Jennifer Capriati í undanúrslitum. „Á morgun verð ég í fimmta sæti á styrkleikalistanum. Ég var í 100. sæti í fyrra og í 45. í byrjun árs,“ sagði Henin. Hún tileinkar gott gengi móður sinni, sem lést úr krabbameini þegar hún var tólf ára. Williams og Henin höfðu einu sinni áður mæst, á leirvelli í Berlín í maí. Þá sigraði Henin 6-1, 6-4. Hún sagði uppgjafir Williams í gær vera erfiðar viðureignar. „Það er nær ómögulegt að taka á móti þeim á grasvelli. Þvílíkur hraði og nákvæmni. Hún á eftir að sigra á Wimbledon aftur,“ sagði Henin. Bandaríkjamennirnir Lisa Raymond og Rennae Stubbs sigr- uðu í gær Belgann Kim Clijsters og Japanann Ai Sugiyama í úr- slitaviðureign í tvíliðaleik kven- na. Raymond og Stubbs hafa áður sigrað á Opna ástralska meistara- mótinu í fyrra og í Tokyo, Scotts- dale, Charleston og Eastbourne í ár. Þá sigruðu Bandaríkjamenn- irnir Don Johnson og Jared Pal- SIGURINN I HÖFN Venus Williams sendir fingurkoss eftir verðlaunafhendinguna á Wimbledon i gær. Justine Henin stendur álengdar. mer Tékklendingana Jiri Novak saman fyrr á árinu og hafa sigrað og David Rikl í úrslitum tvíliða- í fimm af átta keppnum sem þeir leiks karla. Þeir byrjuðu að spila hafa tekið þátt í. ■ k mm Njóttu þess að búa í Klapparhlíð í Mosfellsbæ í grennd við náttúru, borg og bæ Til sölu glæsilega hannaöar 2ja til 5 herbergja íbúðir í Klapparhlíð 18 og 20. Allar íbúðir eru með sérinngangi. íbúðirnar verða afhendar undir lok ársins. ibúðir áannariog þriðju hæð ent með lúmgöðat svaMt og ibúðtt fyrstu hatdat etu nwð sér afnotarétt afhluta lóðar. Allar ibúðir eru imð sérinoqemgi. Hafðu samband við söludeild (AV í síma 530 4200 Stutt i þjónustu og útivist Bæöi ieikskóli og grunnskóli eru i göngufæri án þess aö fara þurfi yfir umférðargötur. Stutt er f miðbæ Mosfeltsbæjar og meö tengingu Baugshlíðar við Vesturtandsveg næsta vor mun leiðin til Reykjavfkur styttast verulega. Þá veröa einungis um 10 km i Kringluna. f friösælli nátturunni munu ibúar geta notið útMstar. Stutt er á golfvöllinn, á slóöi f Skálafelt og f hesthúsin þaöan sem góðar reiöleiöir eru. Góður frigangur Ibuöimar afhendast fúllbúnar meö vönduðum innréttingum án gólfefna en þóeru baöherbergis- og þvottahúsgólf flísalögð. Settur verður upp tengikassi fyrir síma loftnet og Ijósleidara og verða sjónvarps-.sima- og nettengingar mðgulegar úröllum herbergjum. Húsin eru einangruð og klædd að utan aö hluta til með harðviði og að hluta með litaðri bárumálmklaeðningu,gluggar verða áiklæddir og þarfriast húsin þvf iágmarksviðhalds. Lóð verður fullfrágengin með limgerði á ióðamörkum. Útsýni 09 gott rými Við skipulag hverfisins var lögð áhersta á gott rými um húsin og góða stððu gagnvart sól og útsýni. Stórt opið rými verður f miðju hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að mynda skjólgott útivistarsvaeði. www.iav.is Islenskir aðitverktakar hf. Suðurlandsbraut S4. 108 Reykjavtk, stmi 530 4200, fa* S3Q 420$, www.iav.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.