Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 9. júll 2001 MÁNUPACUR HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA Hellalist í Frakklandi: Stórmerkur fornleifafundur HESTUR FRÁ FORSÖGULEGUIVI TÍMA Myndirnar ná yfir mörg hundruð metra og á þeim má sjá menn og dýr, vísunda, hesta og nashyrninga . Kolbrún Bergþórsdóttir biaðamaður Ég er alltaf að lesa. Auk bóka sem ég les eftir því sem andinn býður hef ég þann sið að númera alla höfunda sem ég á bækur eftir, 1. hvers mánaðar dreg ég tvö númer og les þrjár bækur eftir hvorn. Að þessu sinni dró ég John Steinbeck og Irish Murdock og er núna að lesa Austan Eden sem er ótrúlega dramatísk bók, reyfarakennd og stór- skemmtileg. Það er ekki furða að af Nóbelshöfundum nýtur Steinbeck hvað mestrar alþýðuhilli. ■ perigeux. ap. Hellir með allt að 30.000 ára gömlum myndum hef- ur verið uppgötvaður í vestur- hluta Frakklands. Fornleifafræð- ingar segja fundinn stórmerkileg- an en auk myndanna fundust nokkrar grafir í hellinum. Það var áhugamaður um hellaskoðanir sem fann hellinn í september síð- astliðnum en það var ekki fyrr en í þessari viku sem fundurinn var kynntur. Talið er að myndirnar, sem eru ristar í hellisveggina, séu eldri en þær sem hingað til hafa verið tald- ar elstu málverk heims í Lascaux hellinum. Embættismenn segja myndirnar í einstaklega góðu ástandi. Báða hella er að finna í Dor- dogne-héraði, sem frægt er fyrir hellalist sína. Myndristurnar eru þó að öllum líkindum ekki þær elstu í heimi því árið 1994 fundust hellar með teikn- ingum og myndum ristum í veggi sem taldar eru 32.000 ára gamlar. Ekki er vitað hversu gamlar grafirnar eru en verið er að rann- saka þær. ■ METSÖLULISTI Mest seldu bækurnar í harðspjaldaútgáfum á amazon.com O Anner Tyler: BACK WHEN WE WERE GROWNUPS Richard Russo: EMPIRE FALLS Robert B. Parker: GUNMAN' S RHAPSODY Q Amy Tan: THE BONESETTER'S DAUGHTER P.D. James: PEATH IN HOIY ORDERS Anita Shreve: THE LAST UME THEY MET ffþ John Grisham: A PAINTED HOUSE John Sandford: CHOSEN PREY Michael Chabon: THE AMAZING ADVENTURE OF._ fpl Chuck Palahniuk CHOKE Frá Bakkaúrum til Borgundarhólmsklukku: Tikk takk sýningar í borðstofu Hússins á Eyr- arbakka hefur verið sett upp sýn- ingin Tikk tikk takk takk - frá Bakkaúrum til Borgundarhólms- klukku. Þar gefur að líta gamlar klukkur og gömul úr í eigu safn- anna á Eyrarbakka. Meðal sýning- argripa eru vasaúr, armbandsúr, úrfestar, gömul skipsklukka, tíma- mælir úr símstöð, stofuklukkur, verkstæði úrsmiðs og gólfklukkur. Margar klukknanna eru gangfær- ar eins og heiti sýningarinnar ber vott um. Á síðasta aldarfjórðungi 19. ald- ar urðu vasaúr og stofuklukkur al- menningseign á Islandi. Frá þeim tíma eru þekkt Bakkaúrin - vasaúr sem seld voru í miklu magni í Lefolii-verslun á Eyrarbakka. Merkasti gripur sýningarinnar og sennilega sá elsti er Borgundar- hólmsklukka úr búi Bjarna Thorarensens skálds og amt- manns. Sýningin er opin kl. 10-18 alla daga vikunnar og stendur fram á haust. ■ MÁNUDAGURINN 9. JÚLÍ FYRIRLESTRAR________________________ 13.30 Borgþór Kjærnested skjalaþýð- andi og túlkur heldur fyrirlesturinn íslenskt samfélag í Norræna hús- inu. Fjallað verður um ýmsa þætti sem tengjast íslensku samfélagi svo sem launakerfi, félagslegt kerfi, skólakerfi, stjórnmál og fleira. Að loknum fyrirlestrinum gefst viðstöddum kostur á að bera fram spurningar. Fyrirlestur- inn verður fluttur á sænsku. TÓNLEIKAR___________________________ Hljómsveitin Gang bang ætlar að skemmta gestum Gauksins í kvöld. SÝNINGAR____________________________ Á efri hæð Hafnarborgar stendur Þjóð- minjasafn íslands fyrír sýningu á Ijós- myndum eftir Hans Malmberg frá því um 1950. Sýningin nefnist ísland 1951, en það ár kom út Ijósmyndabók með myndum Malmbergs sem talinn var einn fremsti heimildarljósmyndari Svía á sinni t(ð. Á sýningunni verða sýndar nýj- ar stækkanir af Islandsmyndum Hans Malmberg og frumkópíur af nokkrum ís- landsmynda hans. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 6. ágúst. í Sverrissal Hafnarborgar er sýning á skotskífum úr fórum Det Kongelige Kjobenhavnske Skydeselskab og Danske Broderskab. Það er eitt elsta starfandi félag I Danmörku og margir Is- lendingar og Islandskaupmenn hafa ver- ið meðlimir þess. Sýndar eru um 15 skotskífur með islensku myndefni eða frá íslenskum félögum skotfélagsins. Skífurnar eru frá árunum 1787-1928. Þjóðminjasafn fslands stendur fyrir þessari sýningu. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og henni lýkur 6. ágúst. Kanadíski Ijósmyndarinn Arní Haraids- son sýnir Ijósmyndir frá sex löndum I Gallerí Klaustri að Skriðuklaustri. Sýn- ingin stendurtil 15. júlí. I Árbæjarsafni standa yfir nokkrar sýn- ingar. I Lækargötu 4 er sýningin Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. I Kjöt- húsi er sýningin Saga byggingatækn- innar. I Líkn er sýningín Minningar úr húsi. Þar er sýnt innbú frá fjölskyldu Vigfúsar Guðmundssonar búfræðings sem bjó á Laufásvegi 43. Sýningin í Suðurgötu 7 ber yfirskriftina: Til fegurð- arauka. Sýning á útsaumi og hannyrð- um. lEfstabæ má sjá hvernig tvær fjöl- skyldur bjuggu i húsinu um 1930, þar af önnur barnmörg. I Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur Ijósmyndasýning Henri Cartier-Bresson í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Sýnd eru verk þessa franska Ijósmynd- ara sem nú er á tíræðisaldri og hefur oftast verið kenndur víð stílinn „hið af- gerandi augnablik". Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-17 og um helgar kl. 13-17 og stendur til 29. júlí. Ari Magg sýnir Ijósmyndir á Atlantic í Austurstræti og er þetta er fyrsta einka- sýning Ara. Þema sýningarinnar á Atlant- ic er íslenski fáninn. Gengið er inn frá Austurvelli. I Byggðasafni Hafnarfjarðar standa yfir sýningarnar Blóðug vígaferli og Götulif Bónstöðin TEFLON jfl GSM 821 4848 Sími 567 8730 ■ Lakkvörn 2. ára ending Teflonhúðun Djúphreinsun Blettanir Mössun Alþrif Opiö alla virka daga 8.30-18.00 www.teflon.is • Krókhálsi 5 • Toughseal umboðið z 0 _1 IL U I- Orðið er framtíðin - ekki skrúfumar Guðrún Magnúsdóttir segir mikla framtíð búa í tungutækni í upplýsingasamfélagi sem byggir á orðum. ÚR MÁLVfSINDUM I TÆKNI Guðrún Magnúsdóttir er málamanneskja. Hún hóf nám í málvisindum í háskólanum í Gautaborg en sneri sér svo að námi þar sem málvísindi og tölvutækni eru fléttuð sam- an. Ný stýrir hún fyrirtæki Esteam I Aþenu sem hefur sérhæft í sjálfvirkum þýðingum milli tungumála Evrópusambandsins. tungutækni í tölvu- og upplýsinga- samfélaginu dafnai' ný fræði- og tæknigrein sem kallast tungu- tækni. í þeirri tækni er fengist við meðferð málsins í tölvum og hugbúnaði og eru vélrænar þýð- ingar líklega þekktasta dæmið um þessa tækni. Guðrún Magnúsdóttir er stödd á íslandi og hélt fyrirlest- ur þar sem hún kynnti störf sín á sviði tungutækni. „Upplýsinga- samfélagið byggist á orðum og þessar upplýsingar séu verð- mætar,“ segir Guðrún og á meðal annars við upplýsingar á Netinu, í söfnum og stórum tölvubönk- um. „Nú getum við farið að tala um upplýsingasamfélag vegna þess að á síðustu 10 árum hefur allur heimurinn tölvuvæðst." Fyrirtæki Guðrúnar hefur þróað hugbúnað sem þýðir sjálf- virkt milli tungumálana sem töl- uð eru í Evrópusambandinu. „Við erum með sjálfvirkan hugbúnað sem þýðir sjálfvirkt milli allra 11 tungumálanna í allar áttir. Þetta er stærsti hugbúnaður sem til er á þessu sviði.“ Þessi hug- búnaður byggir á svokölluðu reglukerfi þannig að mun auð- veldara er að bæta inn nýju tungumáli en í eldri hugbúnað á sviði þýðinga sem byggir á orða- söfnum. Af öðrum möguleikum á sviði tungutækni nefnir Guðrún þann að gera Netið þýðingarhlaðnara og þannig skipulagðara. „Til dæmis má nefna það sem kallað er „infomation filtering" sem gengur út á að fólk fái eingöngu þann tölvupóst sem það vill fá og sömuleiðis að maður fái bara þá leit sem maður vill á netinu." Með þessari tækni er líka hægt að koma upp hugbúnaði á innra neti fyrir tækja sem stýrir því til hvaða starfsmanns tölvupóstur berst, eftir því hvað stendur í honum. Að mati Guðrúnar er þetta mjög gagnlegt í stórum fyrirtækjum. Hún nefnir einnig aðra upplýsingastjórnun, svo sem að láta tölvu gera útdrátt úr texta og að nýta hugbúnað til að leita eftir ákveðnum orða- strengjum eftir merkingu orð- anna en ekki beint eftir orðunum sjálfum. Þýðingar milli mála er áreið- anlega umfangsmesta svið tungutækninnar og á því sviði mun tæknin að mati Guðrúnar koma að miklum notum hér heima. „Þýðingariðnaðurinn er að byrja að blómstra hér og það er mikilvægt fyrir þýðendur að eiga kost á hjálpartækjum sem gefa þeim til dæmis möguleika á að sjá hvernig tiltekið orð er þýtt í öðru samhengi og gefur þeim hráþýðingar sem þeir geta end- urskipulagt.“ steinunn@frettabladid.is víkinganna í York . Um er að ræða tvær sýningar, annars vegar endurgerð á götu I víkingaþorpi þar sem hægt er að sjá fólk við vinnu sína og hins vegar sýn- ingu þar sem má sjá beinagrind og hauskúpur víkinga sem féllu í bardög- um. Á sýningunni eru raunverulegar lík- amsleifar sem geta valdið óhug. Sýning- arnar eru opnar alla daga frá 13 til 17 og standa til 1. október. í Sjóminjasafninu í Hafnarfirði stendur handverkssýning Ásgeirs Guðbjartsson- ar. Sjóminjasafnið er opið alla daga frá kl. 13 til 17. Sýningin stendur til 22. júlí. Ljósmyndasýning grunnskólanema sem í vetur hafa unnið undir hand- leiðslu Marteins Sigurgeirssonar stendur yfir í Gerðubergi. Sumar myndanna eru Ijóðskreyttar en aðrar segja sjálfar allt sem segja þarf. Opnun- Fjölskyldugarðurinn: Uppgötvun- armiðstöð BARNASTARF í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum er kominn vísir að uppgötvunarmiðastöð fyrir börnin. Vísir að henni varð upphaflega til í Kiébergsskóla á Kjalarnesi. í ráði er að miðstöðin verði til frambúðar í Fjölskvldu- og húsdýragarðinum. ■ artími sýningarinnar er virka daga frá 12 til 17 og stendur sýningin til 17. ágúst MYNPLIST____________________________ Sýning sem nefnist Eden var opnuð um helgina í Gula húsinu á horni Frakka- stígs og Lindargötu. Sýnd eru mynd- bandsverk, málverk, skúlptúrar og inn- setningar. Sýnendur eru Björg Melsted, Þorgerður Jörundsdóttir, Anna Sóley Þorsteinsdóttir, Marta María Jónsdóttir, Kristín Elva Rögnvaldsdóttir og Elina Sör- enson. Sýningin er opin kl. 15.00 til 18.00 og henni lýkur föstudaginn 13. júlí. Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir í Gullsmiðju Hansínu Jens að Lauga- vegi 20b (gengið inn frá Klapparstíg). Þóra hefur skipað sér í fremstu röð ís- lenskra leirlistarmanna á undanförnum árum og haldið fjölmargar sýningar. Meðal annars nýtir hún sér hrosshár og horn í verkum sinum. LEIKHÚS Aleitin skemmtun Söngleikurinn Hedwig er sett- ur upp eins og rokktónleikar. Þarna er þó á ferðinni leikhús með mörgum glæsilegum út- færslum. Öll umgjörð sýningar- innar flott, tónlistin sem tekur á móti manni þegar í leikhúsiö kemur, veggjakrotið hér og þar sem minnir á Berlínarmúrinn, áhrifamikil lýsing sýningarinnar og áfram mætti telja. Björgvin Franz Gíslason leikur burðarhlutverk sýningar- innar af krafti. Það er vanda- verk að koma Hedwig til skila sem raunverulegri manneskju því það er svo auðvelt að falla í klisjupyttina. Björgvin Franz var bæði sannfærandi og ein- HEDWIG:_____________________________ Höfundar: John Camcron og Stephen Trask Þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson Aðalleikari: Björgvin Franz Gíslason Leikfélagi íslands sýnir í Loftkastalanum lægur á frumsýningunni. Ragn- hildur Gísladóttir var óborgan- leg. Loks er að nefna hljóm- sveitina sem bæði stóð sig frá- bærlega bæði í flutningi og framgöngu og myndaði sann- færandi umgjöi'ð um Hedwig. Steinunn Stefánsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.