Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 22
fí'KiAi. FRÉTTABLAÐIÐ H RAÐSOÐIÐ 22 IiOOÍ |lí» % 9. júlí 20C1 MÁNUDACUR HERMANN CUNNARSSON sjónvarps- og útvarpsmaður Hefur það gott íTælandi HVERNIG hefurþú það? Ég hef það mjög gott, bý á glæsileg- um stað, hitinn reyndar aðeins of mikill, tæpar 40 gráður flesta daga, en ég hef tvær sundlaugar við hönd- ina, svo ég þarf ekki að kvarta. HVAÐ hefur þú verið að gera í Tælandi? Ég hef talsvert verið að þvælast, meðal annars til Malasíu og Laos og auk þess er ég að skrifa eitthvað, svona mér tii skemmtunar, ég veit ekki hvað verður úr því. Ég hef fengið mörg tilboð hvað varðar at- vinnu, meðal annars í veitinga- rekstri á fínum stöðum og aukin- heldur í ferðageiranum og er að skoða þau mál. HVENÆR ætlarþúað snúa aftur til fslands? Ég veit ekki hvenær ég kem heim. Auðvitað saknar maður allra góðu vinanna heima, en kannski freista ég gæfunnar hér úti eða í nágranna- löndum, því ég hef reynt svo margt á íslandi. En ég vil biðja fyrir kveðju til allra sem ég þekki heima. Hermann Cunnarsson er meðal annars lands- þekktur sjónvarps- og útvarpsmaður ásamt að hafa starfað mikið við skemmtanaiðnaðinn. Auk þess er hann fyrrum knattspyrnumaður með Val og landsliðinu og var atvinnumaður í Austurríki. Hann er nú búsettur á Tælandi og ráðgerir að skrifa þar ævisögu sína. Franskur öryggisvörður handtekmn: „Gervilögga" kemst í hann krappan sakamál. Franski öryggisvörður- inn Anis Ben Blal brá sér í hlut- verk lögreglunnar nýlega þegar hann sá bíl fara yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ákvað hann að taka málin í sínar hendur og eftir að hafa sett blikkljós á þak bíls síns ók hann á fullri ferð á eftir söku- dólgnum og fékk hann til að aka út í kant. Eftir að hafa tilkynnt aðil- unum tveimur sem í bílnum voru að hann væri lögreglumaður brá honum heldur betur í brún þegar að má segja að sérstaða ís- lensks samfélags birtist í hnotskurn í hjónaþríleik sem tengist málaferl- um Péturs Þórs Sigurðssonar, lög- manns gegn ís- lenska ríkinu fyr- ir Mannréttinda- dómstól Evrópu. Pétur Þór heldur því fram að réttur hans til sann- gjarnrar málsmeðferðar fyrir dómi hafi verið brotinn og þar með 6. grein mannréttindasátt- málans. Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari hafi verið vanhæf til að dæma um mál Pét- urs gegn Landsbankanum af því að Örn Clausen, hrl, eiginmaður hennar, hafi verið háður bankan- um um fyrirgreiðslu vegna fjár- hagserfiðleika og ábyrgða í van- skilum. En það er á fleiri vígstöðvum í þessu máli, sem hjónabönd þeirra sem að málinu koma setja það í sérkennilegt ljós. Þannig vill svo til að eigin- kona kærandans sjálfs, Péturs Þórs, er engin önnur en Jónína Bjartmarz alþing- ismaður í lykil- hlutverki innan raða stjórnarliðsins. Staða hennar er einkennileg þegar eiginmaður hennar rekur mál, gegn ríkis- stjórninni sem Jónína styður ein- arðlega í orði og verki. 75 ára gamall maður frá Kamerún: Utskrifaðist úr grunn- skóla eftir langa bið þeir sögðust sjálfir vera lögreglu- menn og handtóku hann á staðn- um. í réttarsalnum sagðist Ben Blal ekki vita til þess að það væri ólöglegt að eiga blikkandi ljós. Að því er segir á fréttavef Reuters var dómaranum hins vegar ekki skemmt og tók af honum ökuleyf- ið næstu fjóra mánuðina. ■ skólaganca. 75 ára gamall maður frá Kamerún, náði nýverið lang- þráðum áfanga í lífi sínu þegar hann útskrifaðist loks úr grunn- skóla. „Ég var ákveðinn í að ná að útskrifast svo að ég myndi öðlast meiri virðingu á meðal annarra bæjarbúa," sagði mað- urinn, Atangana að nafni, eftir að hafa fengið útskriftarskírteinið sitt við hátíðlega athöfn í bænum Bertoua í austurhluta landsins. Að sögn Atangana vonast hann til að þrákelkni hans við að út- skrifast hjálpi honum til að öðl- ast frið hjá Guði. „Þegar maður er 75 ára er farið að síga á seinni hlutann í lífi manns. Þess vegna ákvað ég að læra að lesa og skri- fa svo ég gæti lesið orð Guðs í Biblíunni. Á þessum síðustu árum langar mig til að ná sáttum við Guð,“ sagði Atangana í við- tali við fréttavef Reuters. Venju- lega hefja börn í Kamerún nám á milli fjögurra og sex ára aldurs og útskrifast eftir um það bil sjö ára nám. Ekki fylgir sögunni hvers vegna Atangana hætti í skólanum á sínum tíma. ■ Ræktum hrifnæmi Fálkinn á að lifa án þess að ofurselja sig lögmálum markaðshyggjunnar. Blaðið kemur nú út á ný eftir 35 ára hlé. fálkinn Menningarblaðið Fálk- inn kemur nú út á ný eftir 35 ára hlé. Það er ungt kvikmyndafyr- irtæki, íslenska kvikmyndastof- an, sem gefur blaðið út. Ritstjóri þess er Ragnar Halldórsson. Hann hefur Masters gráðu í kvikmyndastjórnun frá háskól- anum í Montreux í Sviss. „Ég fékk sómafólk með mér í rit- nefndina. Salvör Nordal sið- fræðingur og Matthías Johann- essen ritstjóri er fólk sem er næmt fyrir umhverfi sínu, en það er nákvæmlega í anda blaðs- ins.“ Varðandi það hvaða um- fjöllunarefni verður blaðinu helst hugleikið, segir í stefnu blaðsins: „Viðskipti og upplýsingar eru frábær, en alls ekki nóg til þess að lifa af í heiminum. Það má segja um hina ráðandi menningu sam- tímans að hún sé „kíló- metri á breidd en að- eins sentimetri á dýpt.“ Aðspurður um mark- mið og leiðir blaðsins sagði Ragnar: „Við vilj- um rækta hrifnæmi og ef blaðið veitir lesend- um sínum innblástur er markmiðinu með út- gáfu þess að miklu leyti náð. Við viljum að blaðið lifi án þess að við þurfum að ofurselja okkur •: !. ■■■■' V- / RAGNAR HALLDÓRSSON, RITSTJÓRI FÁLKANS „Trúin, listin og heimspekin hjálpa okkur að lifa af, veita okkur andleg verðmæti sem eru lífsnauðsynleg." lögmálum markaðs- hyggjunnar. Ég hef fylgst svolítið með blöðum og tímaritum sem reynt hefur verið að stofna en þau dáið á bernskuskeiði. Við viljum gefa þetta út með öðrum hætti, ekki detta ofan í sama mynstur. Þessi blöð hafa verið gefin út í fáum eintökum og seld, en við viljum frekar gefa blaðið út í stærra upplagi og láta það liggja frammi á hinum ýmsu menning- arstöðum. Hugmyndin er að byggja það þannig upp að bjóða menningarstöðum hagstætt rými á svokölluðu menningar- neti. Þannig geta allir verið með, líka litlu staðirnir, í myndrænni kynningu. Auk þess verður það fjármagnað með auglýsingum. En vonir okkar eru sem sé þær að blaðið lifi með þessum að- ferðum, þannig að við þurfum ekki að fórna miklu af okkar hugsjónum til þess.“ bryndis@frettabladid.is Útsalan er hafin! unn w \ tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680 Kringlunni, 2. hæð, sími 588 1680 Rúsínan í pylsuenda þessa hjónaleiks er svo sú að lög- maðurinn, sem andmælir kröfum Péturs Þórs fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu er Björg Thorarensen, skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Eigin- maður Bjargar er Markús Sigur- björnsson hæstaréttardómari, einn dómaranna sem sat í Hæsta- rétti þegar hið umdeilda mál Pét- urs Þórs var tekið þar fyrir. Dómur Héraðsdóms, þar sem Jón Steinar Gunnlaugsson var dæmdur fyrir brot á góðum lögmannsháttum í tengslum við umræðu í kynferðisbrotamáli, á sér athyglisverða hlið. Lögmenn og lögfræðingar virðast hvar- vetna vera í návígi sem öðrum og stærri þjóðum þætti und- arlegt. Dómari í því máli var Auður Þorbergsdóttir, systir Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur heitinnar og því mág- kona hins forna fjanda Jóns Steinars, Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta íslands. Athyglisvert. Jæja, hver stal skeikjónum ég geymdi und koddanum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.