Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 9. júlí 2001 MÁNUDAGUR Karadzic handtekinn? Tal & Islandssími: Ekki hækkanir FARSÍMAR Talsmenn þjónustuvera bæði Tals og Íslandssíma kannast ekki við að neinar hækkanir séu í bí- gerð hjá þeim á símtölum í farsíma til landa í Evrópu, eins og Landsím- inn hefur boðað. Sem kunnugt er hefur Síminn tilkynnt að mínútu- gjaldið muni hækka hjá þeim um nær tvöfalt frá því sem verið hefur, eða um 18 krónur og kemur sú hækkun til framkvæmda í dag. Það að ekki skuli vera nein hækkun á döfinni hjá Tal og ísland- síma vekur athygli þegar haft er í huga að Landsíminn rökstyður sína hækkun með því að kostnaður vegna símtala í erlenda farsíma hef- ur hækkað umtalsvert vegna hærri þjónustugjalda erlendra farsíma- fyrirtækja. ■ stríðsglæpir Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu- Serba, hefur verið handtekinn af öryggislögreglunni í Serbíu að því er haft er eftir þýsku fréttastof- unni DPA á fréttavef sænska dag- blaðsins Aftonbladet. Þetta hefur ekki fengist staðfest. Dragan Bojec, öryggisstjóri Karadzic, hefur verið í yfir- heyrslu hjá serbnesku öryggislög- reglunni en óvist er hvort hann hafi sagt til um dvalarstað Kara- dzic. Kona Karadzic sagði að eig- inmaður sinn myndi aldrei gefa sig fram við yfirvöld og eiga á hættu að vera leiddur fyrir Stríðs- glæpadómstólinn í Haag. Eftir að Milosevic var framseldur til Stríðsglæpadómstólsins eru Kara- dzic og Ratko Mladic eftirsóttustu stríðsglæpamennirnir hjá dóm- stólnum í Haag. Króatísk stjórnvöld hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að þau muni framselja alla stríðsglæpa- menn til Stríðsglæpadómstólsins i Haag. Yfirlýsing króatískra KARADZIC Radovan Karadzic var leiðtogi Bosníu- Serba i átökunum í Júgóslavíu á síðasta áratug. stjórnvalda hefur valdið miklum deilum í landinu. ■ Þórsmörk: Fimm fluttir í bæinn med sjúkrabíl óhapp Kallað var á lækni, sjúkra- bíl og lögreglu í Þórsmörk þegar dekk affelgaðist á pallbíl með þeim afleiðingum að fimm slösuð- ust. Sjö farþegar stóðu á palli bíls- ins, sem var að ferja fólk yfir Krossá á leiðinni í Húsadal. Mildi þykir að bíllinn valt ekki þegar slysið átti sér stað. Fólkið var flutt á slysadeildina á Landsspítalans í Fossvogi og voru einhverjir með brotinn hand- legg, rif og nef. Okumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur. ■ Heimild: Þjóðhagsstofnun Heildarskuldir ríkissjóðs: Sextíu pró- sent í er- lendri mynt ríkissjóður í nýrri ársskýrslu Lánasýslu ríkisins segir að heild- arfjárhæð innlendra lána ríkis- sjóðs hafi verið 92 milljarðar króna í lok ársins f fyrra. Heildar- fjárhæð erlendra lána var hins vegar 139 milljarðar á sama tíma. Af heildarskuldum ríkissjóðs eru 60% f erlendri mynt. „Ókostur við erlend lán er gengisáhætta," segir TYyggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hag- fræðistofnunar. Að öðru leyti seg- ir hann þetta vera eins og hverjar aðrar skuldir, spurningin sé hvað mikið ríkið er tilbúið að borga í vexti. „Auðvitað væri æskilegt að ríkissjóður væri skuldlaus við út- lönd því þá myndi fjármagn ekki flæða úr landi í afborganir af lán- um og vaxtagreiðslur. Við þær að- stæður væri hægt að ráðast í skattalækkanir og aðra góða hluti,“ segir Tryggvi. Hann telur þó skuldir ríkissjóðs vera hófleg- ar og í sjálfur sér ekkert slæmt að ríkið skuldi. ■ Bresk heilbri: um rfirðisyfirvöld Smituðust 8% við munnmök? heilsa. Að sögn breskra heilbrigð- isyfirvalda er hættan á að smitast af HlV-veirunni vegna munn- maka, meiri en margir halda. Þrátt fyrir að munnmök teljist til mun minni áhættuþáttar hvað varðar HlV-smit heldur en annars konar mök, þá benda nýlegar rannsóknir til þess að munnmök sé ástæðan í allt að 8% tilfellum af þeim sem smitast af HIV- veirunni, sem síðar leiðir til al- næmissjúkdómsins. „Flestir telja að munnmök geti ekki verið hættuleg," segir Dr. Barry Evans, hjá smitsjúkdómadeild bresku heilbrigðisstofnunarinnar. En að hans sögn hafa nýjustu rannsókn- ir leitt í ljós að þau leiði til 30-50 nýrra HlV-tilfella á hverju ári í Bretlandi. „Munnmök eru ekki stór áhættuþáttur hvað varðar HlV-smit, en fólk þarf hins vegar að gera sér grein fyrir að það er áhættuþáttur," bætti hann við í samtali við fréttavef Reuters. ■ FRÉTTASKÝRINC Tímasprengjan tifar hjá Lyfjaversluninni Atökin innan Lyíjaverslunar Islands náðu nýjum hæðum um helgina þegar forstjóri fyrirtækis- ins og margir lykilstarfsmanna þess lögðu starf sitt að veði með því að lýsa opinberri andstöðu við kaupin á Frumafli. Andstæðingar kaupanna segjast hafa safnað meirihluta hluthafa til að hafna kaupunum á hluthafafundi á morgun og ætla að neyta aílsmunar. LYFJAVERSLUN fSLANDS Hefur eignast Frumafl eða ekki og mun það þá valda fyrirtækinu ómældum skaða? viðskipti Stöðunni innan Lyfja- verslunar íslands virðist í augn- blikinu helst hægt að líkja við tímasprengju. Á morgun verður haldinn hluthafafundur um um- deild kaup félagsins á rekstrarfé- laginu Frumafli fyrir 860 milljón- ir króna. Andstæðingar kaupanna segj- ast þegar hafa tryggt sér meiri- hluta á fundinum. Hafni hluthaf- arnir kaupunum á Frumafli gæti félagið átt yfir höfði sér máls- höfðun frá seljandanum, Jóhanni Óla Guðmundssyni, sem telur sig hafa bindandi samning um þessi viðskipti. Kjósi meirihluti hluthafanna hins vegar að staðfesta kaupin er ljóst að forstjóra fyrirtækisins og mörgum lykilstarfsmönnum er ekki vært lengur í fyrirtækinu. Þessir starfsmenn hafa opinber- lega lýst andstöðu við vilja stjórn- arinnar í málinu. Þeir telja verðið sem Lyfjaversluninni er gert að greiða fyrir Frumafl vera alltof hátt og segja rekstur þess og framtíð á alla lund vera stefnt í hættu verði kaupunum ekki af- stýrt. Skoðanir Sturlu Geirssonar forstjóra og nokkurra samverka- manna hans innan Lyfjaverslun- arssamsteypunnar birtust í bréfi þeirra til stjórnar félagsins. Bréf- ið var birt í Morgunblaðinu í gær en Sturla segir það reyndar hafa verið í óþökk sinni. Meðal þess sem Sturla segir í bréfi sínu er að stjórnmálaflokkar séu andvígir kaupum Lyfjaversl- unarinnar á Frumafli og að þau séu illa séð af stjórnvöldum. Lík- legt sé að menn úr öllum flokkum leggi stein í götu fyrirtækisins gangi kaupin eftir. „Þetta viðhorf hefur bæði kom- ið fram í einkaviðtölum mínum við stjórnmálamenn og í yfirlýs- ingum í þessa veru frá stjórn- málamönnum", segir Sturla. Grímur Sæmundsen, stjórnar- formaður Lyfjaverslunarinnar, segir bréf Sturlu og félaga fyrst og fremst innihalda órökstuddar vangaveltur. „Ég hef hvergi séð yfirlýsingar frá stjórnvöldum eða stjórnmálamönnum um Lyfja- verslun íslands. Þetta er sett upp eins og allir séu að hlaupa frá fé- laginu en þannig gerast hlutirnir einfaldlega ekki. Eg á von á því að eftir fundinn á þriðjudaginn lægi þessar öldur og þá fari menn ein- faldlega að 'reka félagið,“ segir Grímur. Grímur vonast til að hægt sé ná sáttum meðal hlutahafa Lyfja- verslunarinnar. „Það verður að finna lausnir sem fela það í sér að Lyfjaverslun íslands sé áfram eigandi að Frum- afli. Ef menn telja það einu leiðina að fara að vilja þess hóps sem seg- ist á móti kaupunum er auðvitað ekki um neinar sættir að ræða. Það sem Sturla er að leggja til er það sem fundarboðendurnir vilja; að Jóhann Óli verði alls ekki stærsti hluthafi í félaginu. Þessir menn vilja einfaldlega hafa völd í félaginu en málið er hins vegar sett fram í skjóli ágreinings um kaupverðið á Frumafli sem þeir voru sjálfir búnir að samþykkja í janúar," segir Grímur. Sá hluthafi sem harðast hefur gengið fram í gagnrýni sinni á kaupunum á Frumafli er Aðal- steinn Karlsson, eigandi heildsöl- unnar A. Karlsson, sem Lyfja- verslunin keypti fyrir ríflega 800 milljónir króna. Grímur telur Að- alstein skjóta úr glerhúsi þegar hann gagnrýnir verðmat á við- skiptavild Frumafls. „Ágreiningur vegna verðmats- ins á Frumafli hefur verið um þessar óefnislegu eignir sem hann segir vera einskis virði. Á sama tíma var fyrirtæki hans keypt á 800 milljónir króna þegar eigið fé þess var aðeins 125 milljónir. Af- gangur verðsins var metin sem viðskiptavild fyrirtækisins,“ seg- ir Grímur. Grímur segir hugsanlegt að vinna áfram með Sturlu og öðrum bréfriturum þrátt fyrir skrif þeir- ra: „Það er gífurlegt álag á öllum hlutaðeigandi og fólk er mjög uggandi og ég held að þesssir starfsmenn hafi þess vegna geng- ið fullhart fram. Þetta fólk hefur góðan hug til félagsins en í bréf- inu er því hins vegar því miður lýst sem rjúkand rúst og það er nú ansi djúpt í árinni tekið." Sturla segir sig og félaga sína hins vegar hafa lagt starf sitt að veði með bréfinu: „Lyfjaverslunin er gríðarlega öflugt fyrirtæki með bjarta framtíð og það er óskiljanlegt að þessir menn vilji stefna henni í voða. Til að vinna gegn þessu höfum við lagt starf okkar að veði og það sýnir einfald- lega hversu alvarlegum augum við lítum stöðuna." gar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.