Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN SNJÓRINN GÓÐUR Snjórinn gerir fólkinu ekki lífið leitt ef marka má skoðanakönnun gærdags- ins á Vísir.is. í flestum til- fellum er hann gleðigjafi fyrir fullorðna sem og börn, nema kannski þegar moka þarf bílinn út úr stæðinu á köldum vetrarmorgni. Cerir snjórinn þér lífið leitt? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is 31% Spurning dagsins í dag: Notar þú strætó? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Sveinn Hjörtur Hjartar- son, hagfræðingur hjá LIU um olíuverð: 300 milljónir í sparnað á hverja krónu oiía Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, segir um 300 milljónir króna sparnað nást að meðaltali fyrir hverja krónu- lækkun á lítra af skipagasolíu og svartolíu. Um töluverðan sparnað sé því að ræða fyrir útgerðirnar sem vissulega séu jákvæð tíð- indi. Hann seg- ir allar forsend- ur fyrir frekari JÁKVÆÐ TÍÐINDI Sveinn Hjörtur Hjart- arson, hagfræðingur hjá LÍÚ, segir lækkun lækkun á olíu á eldsneytisverði já- sem helgist af kvæð tiðmdí og að ástandi mála á TSXr heimsmarkaðn- um og minni eftirspurn. Lítrinn af skipagasolíu lækkaði 1. desember s.l. um 2 kr. og kostar nú 25,95 kr. „Á hinn bóginn erum við að horfa á verulega lækkun á inn- kaupsverði. Munurinn á inn- kaupsverði og útsöluverði er bú- inn að vera mjög mikill í ár og meiri en verið hefur undanfarin ár,“ segir Hjörtur, sem kann enga skýringu á því aðra en að olíufé- lögin séu að bæta sér upp gengis- tap með skjótvirkari hætti. ■ SAMVINNUFERÐIR - LANDSYN Reynt til þrautar að komast að samkomulagi. Gagntilboð skiptastjóra SL: Vilja funda með Ragnari SAMVINNUFERÐIR-LANDSÝN „Við urð- um ásáttir um að sofa á þessu,“ sagði Andri Már Ingólfsson hjá Heimsferðum þegar blaðið náði tali af honum síðdegis í gær, um það leyti sem gagntilboð Ragnars H. Hall, skiptaráðanda þrotabús Samvinnuferða - Landsýnar rann út. Hann útilokaði þó ekki að framhald yrði á aðkomu sinni og Garðars K. Vilhjálmssonar hjá ís- lenskum ævintýraferðum að mál- inu, ekki væri enn loku fyrir það skotið að þeir keyptu fyrirtækið. Þeir félagar hafa sóst eftir fundi með Ragnari fyrir hádegi í dag. Andri vildi ekkert segja um inn- hald gagntilboðsins eða hversu mikið bæri á milli. ■ FRETTABLAÐIÐ 4. desember 2001 ÞRIÐJUDAGUR Endurgreiddur ríkisstyrkur: Dómstólaleiðin líklega farin mjólkurframleiðsla „Málinu hefur verið vísað til meðferðar hjá land- búnaðarráðherra en endar að öll- um líkindum með því að við förum dómstólaleiðina til að fá úr þessu skorið," segir Ólafur Björnsson, lögmaður, sem gengur réttar um 20 bænda af Suðurlandi sem krafð- ir hafa verið um endurgreiðslu rík- isstyrks vegna mjólkurfram- Leiðslu. Bændurnir eiga það sam- eiginlegt að hafa tekið þátt í því á síðasta tímabili að kaupa mjólk af nágrannabændum til að hafa upp í greiðslumark, en slíkt hefur að þeirra sögn tíðkast um árabil. Rík- ið greiðir um helming hvers mjólk- urlítra í samræmi við greiðslu- mark. í blaðinu hefur áður verið greint frá nýlegu bréfi Bænda- samtakanna til bænda á Suður- landi þess efnis að ofgreiddur styrkur til þeirra dreginn frá þeim KÝR Á TÚNI Landssamband kúabænda hefur tekið afstöðu gegn þeim bændum sem krefja á um end- urgreiðslu ríkisstyrks. á næsta tímabili. Ólafur staðhæfir að ekkert sé í reglum sem banni viðskipti bænda sín á milli með mjólk og það muni reynast yfir- völdum erfitt að koma í veg fyrir þessa framkvæmd, líklegt sé að hún verði áfram stunduð þrátt fyr- ir viðleitni Bændasamtakanna. ■ ELDAR SLÖKKTIR Palestínskir slökkviliðsmenn vinna bug á eldi sem kviknaði í íbúð skammt frá höfuðstöðvum Jassers Arafats I Gazaborg, eftir að Israelsmenn réðust á svæðið með flugskeytum. Sharon lýsir yfír stríði ísraelsher gerir árásir í hefndarskyni vegna sjálfsmorðsárása. Ríkisstjórn ísraels ræddi frekari aðgerðir gegn hryðjuverkum. Sharon var nýkominn frá Bandaríkjunum, þar sem George W. Bush lagði blessun sína yfir aðgerðirnar. JERÚSALEM. GAZABORG. WASHINCTON ap Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, lýsti yfir stríði gegn hryðjuverkum í sjónvarpsávarpi sínu í gær. Hann sagði jafnframt að Jasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, bæri beina ábyrgð á árásum á ísraelska borgara. Sharon sagði að ísraelsmenn myndu grípa til allra ráðstafana sem tiltækar væru. Á ríkisstjórn- arfundi að loknu sjónvarpsávarp- inu samþykkti stjórnin margvís- legar hefndaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Sumar af þeim aðgerðum voru þá þegar hafnar. ísraelskar F-16 herþotur gerðu í gær árás á palestínska lögreglustöð í borg- inni Jenín á Vesturbakkanum, og ísraelsmenn skutu einnig í gær a.m.k. tíu flugskeytum úr þyrlum í áttina að höfuðstöðvum Jassers Arafat í Gazaborg. Þá lést náinn samstarfsmaður Arafats í spreng- ingu á heimili sínu í Betlehem, og sögðu Palestínumenn að ísraelsku flugskeyti hefði verið skotið á húsið. Þessar árásir voru gerðar í hefndarskyni vegna sjálfs- morðsárása liðsmanna Hamas- samtakanna, sem urðu 26 manns að bana á sunnudaginn. Moussa Abu Marzouk, leiðtogi Hamas, sagði þessar sjálfsmorðsárásir aftur á móti hafa verið gerðar í hefndarskyni vegna þeirra Palest- ínumanna sem ísraelsmenn hafi drepið. Israelsmönnum og Bandaríkja- mönnum finnst Jasser Arafat og Palestínustjórn hans ekki hafa gert nóg til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk gegn ísrael, og í gær lét hann að nokkru undan þrýstingi þeirra. Hann lét handtaka á annað hundrað herskáa Palestínumenn í kjölfar sjálfsmorðsárásanna og lýsti yfir neyðarástandi. Þá var Sheikh Ahmed Jassin, sem er and- legur leiðtogi Hamas-samtak- anna, sagður hafa verið settur í stofufangelsi og honum bannað að ræða við fréttamenn. Hamas-samtökin standa fyrir flestum sjálfsmorðsárásum á hendur ísrael, og í gær komu um þúsund Hamasliðar saman í Gaza- borg meðan á jarðarför eins árás- armannanna frá á sunnudag stóð. Mannfjöldinn hótaði fleiri árásum og krafðist þess að stjórn Palest- ínumanna hætti að handtaka her- skáa Palestínumenn. Sharon kom til ísraels í gær- morgun að lokinni stuttri heim- sókn í Bandaríkjunum. Sharon sagði við George W. Bush Banda- ríkjaforseta að fsraelsmenn myndu grípa til harðra ráðstafana gegn hryðjuverkum, og Bush gerði að sögn ísraelskra embætt- ismanna engar athugasemdir við það. ■ Meðstjómandi stefnir Verkalýðsfélagi Akraness: Félagið hefur orðið af 10 milljónum í vaxtatekjum PÓmsmál Vilhjálmur Birgisson, meðstjórnandi í stjórn Verkalýðs- félags Akraness, hefur stefnt fé- laginu til að leggja fram ársreikn- inga á árabilinu 1997 ‘99. Vil- hjálmur segir bókhaldið hafa ver- ið vanrækt til margra ára með þeim hætti að ekki verði við unað. Meðal annars hafi félagið orðið af umtalsverðum vaxtatekjum vegna þessa að háar fjárhæðir voru látnar liggja á tékkareikn- ingi með lítilli ávöxtun. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi HERVAR GUNNARSSON Leitað er til dómstóla svo bókhald Verka- lýðsfélags Akraness verði lagt fram. Vesturlands í dag. „Eg benti á það á aðalfundi í fyrra að á tékkareikningi félagsins lægju tæpar 16 millj- ónir á 0,37% ávöxtun og sér hvert manns- barn að það gengur auðvit- að ekki upp,“ segir Vilhjálmur. Hann segist hafa skoðað bókhaldsbækur fé- lagsins aftur til ársins 1994 sem sýni að fjármunir þess hafi að stórum hluta verið á tékkareikn- ingnum. Vilhjálmur segir pening- ana nú liggja á bundnum reikningi samkvæmt tillögu frá honum þess efnis á síðasta aðalfundi. Félagið hafi hins vegar orðið af tæpum 10 milljónum króna í vaxtatekjur frá árinu 1995. Hann nefnir einnig að félagið eigi um 6 milljónir króna í útistandandi skuldum hjá Sveina- félagi málmiðnaðarmanna og Verslunarmannafélagi Akraness í tengslum við rekstur á vinnumiðl- un sem félögin þrjú komu að. Samkvæmt fyrningarlögum séu skuldirnar fyrndar auk þess sem ekki hafi verið haldið utan um bókhaldið í tíu ár. Ekki náðist í Hervar Gunnars- son, formann Verkalýðsfélagsins og vildi varaformaður ekki tjá sig að öðru leyti en að búist yrði við fjörugum aðalfundi félagsins sem haldinn verður í kvöld. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.