Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 4. desember 2001 107 ára gamall Eanverji: Ríflegur morgun- verður lykill að langlífi heilsa Einn elsti maður heims, hinn 107 ára gamli Lu Zijian frá Kína, hefur afhjúpað leyndardóm- inn á bak við langlífi sitt. Ríflegur morgunverður á hverj- um degi, sem sam- anstendur af fjórum eggjum, sex brauðrúll- um og einu glasi af soja- mjólk. Zijian lifir eftir ströngu lífsmynstri. Á hverjum morgni fer hann á fætur klukkan 6 og fer að sofa á hverju kvöldi á slaginu tíu. „Ég ráðlegg ykkur að borða ykkur pakksödd á HOLLUR MATUR Grænmeti er í mestu uppáhaldi hjá hinum 107 éra gamla Lu Zijian. hverjum morgni, borðið vel í há- deginu en ekki borða mikið á kvöldin," sagði hinn hvítskeggjaði í viðtali við fréttamenn Reuters. Grænmeti er uppáhaldsmaturinn hans, en austurlensk sjálfsvarnarlist er hans helsta ástríða. Æfir hann sig í það minnsta í klukkustund á hverjum degi. „Sofið aldrei á vin- stri hliðinni. Þannig sof- ið þið ekki á hjartanu og blóðrásina," bætti hann hindrið við að lokum. I ÍSAFJARÐARBÆR Miklar hræringar eru sagðar vera í ísfirskri bæjarpólitík vegna komandi kosninga til sveit- arstjórna. *rnmis' Allt að sex framboð í vor FRAMBqosMÁL Svo getur farið að íbúar Isafjarðarbæjar geti valið úr sex framboðum við næstu kosningar til sveitarstjórna sem fram fara í vor. Það eru Sjálfstæð- isflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking, Vinstri grænir, Frjálslyndi flokkurinn og Óháðir. Af þessum fylkingum er Sjálf- stæðisflokkurinn sá eini sem af er sem hefur ákveðið að viðhafa prófkjör við val á frambjóðend- um. Ákveðið hefur verið að halda það 19. janúar n.k. og rennur framboðsfrestur út á miðnætti 3. janúar. Unnur Brá Konráðsdóttir for- maður fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- lagana í ísafjarðarbæ segir að það muni ráðast af þátttökunni hvort prófkjörið verður bindandi eða ekki. Við síðustu kosningar hefði verið farin leið uppstilling- ar við röðun frambjóðenda á framboðslista flokksins en á fundi ráðsins á dögunum hefði menn viljað reyna sig í prófkjöri. Sjálfstæðisflokkurinn fékk þá kjörna fjóra bæjarfulltrúa af níu og hefur verið í meirihluta með Framsóknarflokki á þessu kjör- tímabili. Þátttaka í prófkjörinu er bundin við flokksmenn og þá sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Birna Lárusdóttir oddviti flokksins í ísafjarðarbæ segist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hún muni sækjast eftir end- urkjöri. Hún segir að það muni gerast fyrr en seinna og svo sé ein- nig um aðra bæjarfulltrúa flokks- ins. Hún segir að þótt samstarfið við Framsóknarflokkinn hafi geng- ið vel muni flokkurinn ganga óbundinn til næstu kosninga. ■ Auglýsing frá EUROPAY íslandi vegna gjaldþrots Samvinnuferða-Landsýnar EUR0CARD korthafar og MasterCard korthafar banka og sparisjóóa geta snúió sér til EUROPAY í Ármúla 28 vegna kortagreiðslna á ferðum með Samvinnuferóum-Landsýn hf. sem fallið hafa niður eða munu falla nióur. MasterCard korthafar geta einnig snúið sér til síns banka eða sparisjóðs. Þeir sem greitt hafa ferðir að hluta meö kreditkorti og að hluta með debetkorti, ávisunum eða peningum eru einnig velkomnir og mun EUROPAY þá annast nauósynleg samskipti vió samgönguráðuneytið fyrir þeirra hönd. Þeir sem ekki greiddu með kreditkorti þurfa hins vegar sjálfir aó snúa sér til ráóuneytisins. Nauösynleg eyðubLöð og Leiöbeiningar liggja frammi í afgreiðsLu féLagsins i ÁrmúLa 28 og eru einnig á vefsLóðinni www.europay.is. Nauðsynlegt er að korthafar Leggi fram frumrit gagna frá feróaskrifstofunni, s.s. reikninga og kvittanir fyrir innborgunum á feróir eða staófestingu samgönguráðuneytis á móttöku sLikra gagna. TiL að auöveLda afgreiðsLu eru korthafar vinsamLega beónir aó Ljúka útfylLingu eyðublaóa og Ljósritun frumrita sinna áður en þeir koma tiL okkar, ef möguLegt er. 4. desember 2001, EUR0PAY ísland - Kreditkort hf. * * innkaupin i Islandsbanka — og þú ræður hvað gjafirnar kosta! Nú getur þú gert öll þín jólainnkaup á einum stað og komið þeim sem þér þykir vænt um skemmtilega á óvart með nýstárlegri gjöf frá íslandsbanka. Gjöfina færðu í fallegri gjafaöskju. Gefðu gjöf sem vex! íslandsbanki - þar sem gjafirnar vaxa! ÍSLANDSBANKI I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.