Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 4. desember 2001 ÞRIÐJUDACUR [MÁVflHLÁTUR iGÆSflPflRTÍ smfíRfí Sýnd k). 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Sýndkl. 4, 6,8 og 10.10 !JOE DIRT IMOUUN ROUGE 5J0,8 og 10.30 j [PÉRJR OG KÖTRJRINN- kl. 4, 6, 8 og 101 UD D'Jlby tBBfSSgS U4x SiMi 564 0000 - www.smBRdlio.iS VELALAND VÉLASALA • TÚRBÍNUR VARAHLUTIR • VIÐGERÐIR HÁSKÓLABÍÓ Þar sem allir salir eru stórir HAGATORCI, SIMI 530 1919 Sýnd kl. 3, 6 og 9 Sýnd kl. 6, 8 og 10 [BROTHERHOÖb OF WOLF 5.15 og lo| ÍÉLLING kl.e.Bog lO kl. 2,6og8j THEOTHERS kl.8ogl0.15| kl4| ÍMflLflRINN kL3 Gallerí Skuggi: Séð og heyrt myndlist Myndlistarmennirnir Jón Sæmundur Auðarson og Páll Banine hafa opnað sýninguna „Séð og heyrt“ í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Jón Sæmundur Auðarson útskrifaðist úr fjöl- tæknideild MHÍ, 1999 og lauk í sumar mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art, Skotlandi. Páll Banine útskrifað- ist úr fjöltæknideild síðastliðið vor með BA gráðu frá LHÍ. Gallerí Skuggi er til húsa að Hverfisgötu 39. Opnunartími er kl. 13 til 17 alla daga nema mánu- daga. Á slóðinni www.galler- iskuggi.is má finna allar upplýs- ingar um myndlistarsýningar og aðra viðburði gallerísins. ■ Véla- viðgerðir Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavik Sími: 5774500 velaland@velaland.is NABBI ÆGIR PÓR EYSTEINSSON Er vopnaður ADSL tenginu í heimahúsi, en slíkt hræðast plötufyrirtæki heimsins meira en dauðann. Einnig hafa íslendingar notað sér þjónustu vefverslana á borð við Amazon og Cdnow ef kaupa á nokkra diska í einu. Popp er dýrt spaug Fólk er skiljanlega orðið tregara til þess að draga fram budduna, enda er allt verðlag á uppleið. Geisladiskar voru hækkaðir í gær upp í 2599 kr. og þar með hafa diskar hækkað um 600 kr. á 2 árum. Þurfa tónlist- arunnendur með ADSL-tengingu að sætta sig við þetta? tónlist Ef hægt væri að nálgast ferskan appelsínusafa frítt í gegnum Netið væri engin spurning um hvort almenning- ur myndi nýta sér það eða ekki. í dag geta tónlistarunnendur nálgast alla þá tónlist sem þeim sýnist með réttu nettenginguna og lágmarksskammt af þolin- mæði. Það er því auðvelt að fara í einkauppreisn í heima- húsi gegn hækkun geisladiska sem tilkynnt var á laugardag, 24 dögum fyrir jól. „Mér finnst þetta gjörsam- lega út í hötf,“ segir Ægir Þór Eysteinsson, þolinmóður tón- listarunnandi með ADSL teng- ingu. „Þetta er ansi stór stóll í vegi þeirra sem eru mikið inn í tónlist og kaupa sér diska reglulega. Hjá mér er þetta hálfgerð fíkn, þannig að þetta gerir það mjög erfitt að verkum að þóknast henni. Þetta ýtir náttúrulega frekar undir það að fólk verði sér út um tónlist með ódýrari hætti, sem er ólöglegt, en það er verið að ýta fólki út í þetta.“ Ástæða hækkuninnar er aug- ljós, rýrnandi gildi íslensku krónunnar á heimsmarkaðin- um. Skiljanlega vilja innflytj- endur tónlistar fá sitt, ríkið leggur svo 24.5% virðisauka- skatt ofan á, borga þarf stef- gjöld og smásöluálagning legg- ur sitt að mörkum. Þessir þætt- ir tryggja það að verðlag geisla- diska á íslandi er með því hæsta í heiminum. Og íslenskir tónlistarunnendur eru reiðir. „Ég var í Danmörku um síð- ustu helgi og þá voru nýjir disk- ar á um 140 danskar (um 1800 ísl. kr.). Eitthvað þurfa þeir nú að leggja á sína diska líka og ekki eru allir diskar gerðir þar. Er þetta ekki bara afsökun sem allir þessir gæjar nota, til þess að hækka verðið? Verðið var fái-anlega hátt fyrir, þeir vita að við getum ekki hoppað upp í bíl, farið yfir næstu landamæri og keypt diskana annarsstaðar.“ Ægir segir það nauðsynlegt fyrir fólk að hafa tónlist í lífi sínu og kvartar sig sáran yfir plötubúðum hér á landi sem hann segir standa sig illa í því að flytja inn diska sem ekki þykja „vinsældarvænir". „Þeg- ar maður fær fregnir af ein- hverju sniðugu þá athugar mað- ur strax hér í búðunum hvort þetta sé til, ef ekki þá fer ég beint á Netið. Maður er ekki lengi að skófla einni plötu inn á tölvuna," segir Ægir að lokum. Man einhver eftir því að geisladiskar hafi lækkað aftur í verði þegar staða krónunnar hefur batnað? bíggi@frettabladid.is EKKI SEGJA NEINUM Verk eftir Jón Sæmund og Pál Banine sem er að finna í Gallerí Skugga. FRÉTTIR AF FÓLKI Fjölskylda George Harrisons ætlar að dreifa ösku Bítilsins yfir Gangesfljót í Indlandi. Þetta verður gert að ósk Harrisons en at- höfnin á að tákna ferðalag sálarinn- ar til hinnar eilífu meðvitundar. At- höfnin fer fram í kyrrþey í vikunni. Samkvæmt frétta- stofu BBC var Bít- ilinn víst búinn að taka upp ein 25 lög fyrir breiðskífu sem átti að bera nafnið „Portrait of a Leg- end“. Nafnið er gamansöm vísan í frægð hans og tengsl hans við Monthy Python hópinn. Dómar um Lord of the Rings myndina, sem beðið er eftir með meiri eftirvæntingu en nokk- urri annari mynd í kvikmyndasög- unni, er byrjaðir að birtast í erlend- um blöðum. Mynd- in verður þó ekki heimsfrumsýnd fyrr en 10. sept- ember í Bretlandi. Fyrstu dómarnir lýsa myndinni sem miklu þrek- virki sem beri „hjarta sitt á mold- ugri og blóðugri skyrtuerminni". Myndin er sögð afar drungaleg og varað er við því að atriði í mynd- inni eru ekki við hæfi ungra barna. Gagnrýnandi Newsweek segir myndina bera „meiri tilfinningu, meiri skelfingu og betra skyn- bragð á baráttuna milli góðs og ills en aðrar myndir dagsins í dag þar sem galdramenn komi við sögu“. Myndin verður frumsýnd hér þann 26. desember. PJ Harvey var valin besti kventónlistarmaður allra tíma af lesendum breska tónlistarblaðs- ins Q. Madonna endaði í öðru sæti, Kate Busli í þriðja, Tori Amos í fjórða og Björk „okkar" Guðmundsdóttir í því fimmta. Nýjasta plata PJ, „Stories from the City, stories from the sea“ fékk Mercury verðlaunin í september. PJ er þessa dagana í fríi eftir langt og strangt tónleika- ferðalag um heiminn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.