Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 14
FÓTBOLTI Hvernig fer Arsenal - Juventus? Arsenal er með sterkara lið en Juventus og hafa veríð að spila vel undanfarið og vinna 2-1. Thierry Henry skorar allavega eitt mark og líklega skorar Freddy Ljungberg hitt en hann hefur verið spila feikilega vel undan- farið. ■ Bjarni Felixson er íþróttafréttamaður hjá RÚV. PAUL GASCOIGNE Hefur komið víða við á ferli sínum s.s. Tottenham, Glasgow og Lazio en er nú hjá Everton. Paul Gascoigne: Gerir sér vonir um landsliðssæti fótbolti Paul Gascoigne, miðvallar- leikmaður Everton, segist enn vera að gæla við þá hugmynd að vinna sér sæti í enska landsliðshópnum fyrir HM 2002. Gascoigne kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik þegar Everton lagði Southampton með tveimur mörkum gegn engu. „Ég verð bara að halda áfram að spila vel,“ var haft eftir hinum þéttvaxna miðjumanni. „Það væri mikill árangur ef ég kæmist í hópinn en þótt ég komist ekki mun ég hvetja Sven Göran Eriksson [landsliðsþjálfara] og strákana." ■ 2001 ÁRGERÐIN Ross Brawn, tæknilegur ráðgjafi Ferrari, sagðist ekki hafa miklar áhyggjur þó 2002 árgerðin yrði ekki tilbúin fyrir fyrstu keppnirnar á næsta ári, en timabiliði hefst I Ástralíu 3. mars. Ferrari: Ovíst hvort nýi bíllinn verði tilbúinn kappakstur Svo gæti farið að Ferrari-liðið hefji nýtt keppnis- tímabil í Formúlu 1 á 2001 ár- gerðinni af Ferrari, eða sama bíl og það notaði á síðasta keppnis- tímabili. Nýi bíllinn, sem verið er að hanna þessa dagana, verður mikið breyttur en róttækasta breytingin snýr að vélinni og gír- kassanum, en stefnt er að því að sameina þessar einingar í eina heild. Ross Brawn, tæknilegur ráð- gjafi Ferrari, sagðist ekki hafa miklar áhyggjur þó 2002 árgerðin yrði ekki tilbúin fyrir fyrstu keppnirnar á næsta ári, en tíma- biliói hefst í Ástralíu 3. mars. Það er líka kannski óþarfi fyrir hann að hafa miklar áhyggjur því 2001 árgerðin tryggði Michael Schumacher yfirburðarsigur í Formúlu 1 í haust. ■ 14 FRÉTTABLAÐIÐ 4. desember 2001 ÞRIÐJUDAGUR David O'Leary: Hafnaði 9 milljarða boði í Ferdinand fótbolti David O'Leary, stjóri Leeds, segir að liðið hafi fengið 60 milljóna punda boð, sem samsvarar um 9 milljörðum íslenskra króna, í varnarmanninn sterka Rio Ferdin- and. Ferdinand hefði þá orðið dýr- asti leikmaður heims en hann hefur átt frábæran leik í vörn Leeds á tímabilinu og þrátt fyrir ungan ald- ur hefur hann verið fastamaður í landsliði Englands. Hann var keypt- ur frá West Ham fyrir 18 milljónir punda fyrir þetta tímabil. OTeary, sem keypti Robbie Fowler fyrir 11 milljónir punda í síðustu viku, hefur orðið fyrir mik- illi gagnrýni fyrir eyðslusemi en hann er talinn hafa eytt um 100 milljónum punda á þeim þremur árum sem hann hefur verið við stjórnvölin á Ellan Road. Hann neit- ar þó þessum sögusögnum. „Allt tal um 100 milljónir punda er bull. Ég hef aðeins eytt 60 millj- ónum en ég hef þegar fengið álíka boð í Rio Ferdinand. „Þeir leikmenn sem ég hef keypt eru heldur ekki að spila sitt síðasta FLOTTUR Rio Ferdinand hefur staðið sig vel með Leeds og enska landsliðinu. Hann verður að öllum líkindum í öftustu víglínu lands- liðsins á HM á næsta ári. tímabil og ég held að við getum náð miklu meira úr þeim.“ ■ Enski boltinn: Tottenham í fjórða sætið FÓTBOLTi Tottenham sigraði Guðna Bergsson og félaga hans í Bolton 3-2 á heimavelli í gær og skaust upp í fjórða sæti Úrvalsdeildar- innar með 24 stig. Bolton er enn í tíunda sæti. Michael Ricketts kom Bolton yfir á 8. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Á fyrstu þremur mínút- um síðar hálfleiks komst Totten- ham í 2-1 með mörkum frá Gusta- vo Poyet og Les Ferdinand. Rod Wallace jafnaði metin fyrir Bolton á 55. mínútu, en Teddy Sheringham tryggði Tottenham sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok. ■ Real Madrid einfaldlega bestir Fjórir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Real Madrid tekur á móti Panathinai- kos en Vicente del Bosque segir að ekkert lið hafi leikið betur en Real Madrid hafi gert und- anfarið. Stórleikur verður á Highbury þegar Arsenal tekur á móti Juventus. fótbolti Vicente del Bosque, framkvæmdastjóri Real Madrid, telur að liðið sé að leika bestu knattspyrnuna í Evrópu sem stendur. í kvöld mætir Real Ma- drid gríska liðinu Panathinaikos í C-riðli og telja flestir að spænska liðið sé mun sigurstranglegra, enda sigraði það Sparta Prag 3-2 á útivelli í síðustu umferð. „Það er ekkert lið, hvorki á Spáni né í Evrópu, sem getur leikið jafnvel og við höfum gert undanfarið,“ sagði del Bosque. „Við erum einfaldlega að leika bestu knattspyrnuna þó við höf- um ekki getað haldið uppi sama hraða í gegnum heilan leik.“ Frammistaða Real Madrid í Prag fyrir tveimur vikum þótti um margt minna á liðið sem sigraði Evrópukeppnina fimm ár í röð á sjötta áratuginum þegar Frenc Puskas og Alfredo di Stefano voru upp á sitt besta. Þrátt fyrir að hafa aðeins sigrað í tveimur af síðustu átta leikjum í ítölsku A-deildinni er Juventus án efa eitt af þeim lið- um sem ætti að geta velgt Real Madrid eitthvað undir uggum í keppninn. Juventus á hins vegar mjög erfiðan leik fyrir höndum í kvöld, því þeir þurfa að mæta Arsenal á Highbury í D-riðli. Arsenal hefur verið að leika mjög vel undanfarið þó árangur þess á útivöllum í Meistaradeild- inni hafi verið hræðilegur, en liðið tapaði 2-0 fyrir Deportivo fyrir tveimur vikum. Juventus sigraði hins vegar Bayer Leverkuson 4-0 í síðustu viku og hafa bæði Alessandro Del Piero og David Trezeguet verið í hörku formi í síðustu leikjum. Á Highbury mun Trezeguet mæta Thierry Henry, samherja sínum í franska landsliðinu, en hann lék einmitt með Juventus um skeið. „Henry náði sér aldrei á strik með Juventus en ég veit að hann hefur fundið sig veH Englandi," sagði Trezeguet. „Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd enda erum við góðir vinir og spjöllum oft saman. Hann er leikmaður sem nýtur sín best þegar hann fær gott pláss og það er auðveld- ara í Englandi en á Ítalíu." í hinum leiknum í D-riðli mætir Leverkuson spænska liðinu Deportivo á heimavelli. Deportivo MORIENTES Fernando Morientes, framherji Real Madrid, er loks farinn að skora aftur fyrir liðið, en hann hafði verið i nokkurri lægð síðustu mánuði. féll af toppi spænsku deildarinnar um helgina þegar liðið tapaði fyrir Espanyol. Búist er við að Javier Irueta, framkvæmdastjóri Deportivo, setji fyrirliðann Sergio Gonzales á bekkinn, en hann átti mjög slakan leik gegn Espanyol. Þá er einnig búist við að varnar- mennirnir Cesar Martin og Helder Cristovao verði settir út úr liðinu. í C-riðli mætast Porto og Pan- athinaikos, en gríska liðið hefur komið verulega á óvart í keppn- inni og vann m.a. riðilinn sinn í 1. umferð keppninnar. ■ MEISTARAPEILP EVROPU í KVÖLD C-RIÐILL Porto - Sparta Prag Real Madrid - Panathinaikos D-RIÐILL Arsenal - Juventus Leverkusen - Deportivo Á MORGUN A-RIDILL Man. Utd. - Boavista Nantes - B. Munchen B-RIÐILL Barcelona -Galatasaray Roma - Liverpool Ludmila Engquist: Tveggja ára keppnisbann lyfjanotkun Frjálsíþróttakonan Ludmila Engquist var í gær dæmd í tveggja ára keppnisbann eftir að hún féll á lyfjaprófi. Sænska bobsleðasambandið hefur útilokað hana frá keppni þar til 3. desember 2003 eftir að leyfar af sterum fundust í blóði hennar. Engquist vann gullverðlaun í 100 metra grindahlaupi á Ólymp- íuleikunum í Atlanta árið 1996 en snéri sér nýlega að bobsleða- keppni og ætlaði að verða fyrsta konan til að vinna gullverðlaun á sumar- og vetrarólympíuleikum. Lyfjapróf sem var tekið af henni eftir æfingu í Lillehammer, þar sem Ólympíuleikarnir fóru fram árið 1994, leiddi í ljós að hún hefði neytt stera. Engquist viður- kenndi notkun lyfsins, sagðist hafa tekið fimm töflur en fleygt afgangnum. LUDMILA ENGQUIST Sænska frjálsíþrótta- og bobsleðakonan hefur verið dæmd í tveggja ára keppnis- bann vegna steranotkunar. Hún keypti töflurnar á ferða- lagi um Rússland og sagðist hafa gert það þar sem hún hataði nýju íþróttagreinina en vildi ekki valda samherjum sínum vonbrigðum. Engquist fékk rúmlega 20 daga frest til að áfrýja málinu til sæns- ka íþróttasambandsins. ■ Gebrselassie í maraþon: Fær 50 milljónir fyrir nýtt heimsmet FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Eþíópíumaðurinn Ilaile Gebrselassie, einn besti langhlaup- ari allra tíma, mun í apríl á næsta ári taka þátt í sínu fyrsta maraþonhlaupi. Hann á heimsmetið í 5.000 og 10.000 metra hlaupi og ef hann setur nýtt heimsmeit í maraþon- hlaupinu, sem fer fram í London, fær hann rúmar 50 millj- ónir króna. „Ég er ekkert að hugsa um peningana," sagði hinn 28 ára gamli Gebr- selassie. „Ég hugsa bara um það að hlaupa. Þegar ég vakna á morgnana hugsa ég um að hlaupa. Ég æfi tvisvar á viku og hleyp að meðaltali um 30 kílómetra á dag. Núna hleyp ég aðeins meira eða um 35 kílómetra á dag. Stundum hlusta ég á vasadiskóið þegar ég hleyp en oftast tala ég bara við æfingafé- laga mína.“ David Bedford, einn af skipuleggjend- um Lundúnarmara- þonsins, sagðist vera himinlifandi með að hafa fengið Gebr- selassie til að taka þátt. Hann sagði að líklegu myndu allir veð- mangararnir spá honum sigri. ■ EÞÍÓPÍUMAÐUR „Ég er ekkert að hugsa um peningana," sagði hinn 28 ára gamli Gebrselassie.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.