Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 4. desember 2001 PRIÐIUDACUR M€NNTAF£LRG flVGGINGRRlÐNRÐflfl Menntun fyrir verka- menn í verktaka- og byggingariðnaði Námskeið um steypuvinnu - Niðurlögn steypu - Námskeiðið fjallar um eiginleika og samsetn- ingu steypu. Farið yfir undirbúning fyrir nið- urlögn á steypu. Gerð grein fyrir helstu atrið- um sem skipta máli við niðurlögn steypu. Fjallað um eftirmeöferð, vetrar steypu og að- hlynningu steypu. Námskeiðið er einkum ætlað verkamönnum sem starfa við steypu- framkvæmdir. Kennslustaður: Hallveigarstígur 1 í Reykjavík. Tími: Laugardagurinn 8. desember kl. 9.00 - 17.00. Lengd: 10 stundir. Verð: Kr. 5000,- Starfsafl og Menntafélag byggingariðnaðar- ins standa aó námskeiðinu. Starfsafl er starfsmenntasjóður stéttarfélaganna innan Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins. Verkefnisstjórn um menntun ófaglærða í byggingariðnaði sér um undirbúning nám- skeiðsins. Þeir sem hafa aögang að námskeiðinu eru félagsmenn í Eflingu - stéttarfélag, Verka- lýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýös- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Þetta sama námskeið verður haldið í janú- ar/febrúar 2002 á Akureyri og Selfossi. Landsmennt sem er starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni stendur að námskeiðunum ásamt Menntafélagi byggingariðnaðarins. Síðasti skráningadagur er fimmtudaginn 6. desember. Skráning og upplýsingar hjá Menntafélagi byggingariðnaðarins. Sími: 552-1040 Veffang: www.mfb.is Netfang: hafsteinn@mfb.is Starfsafl - Landsmennt Menntafélag byggingariðnaðarins - Verkefnisstjórn um menntun fyrir ófaglærða í byggingariðnaði - Elli- og örorkubótaþegar: Fá enga uppbót í jólamánuðinum kjaramál Elli- og örorkubótaþegar fá ekki greidda sérstaka desember- uppbót í jólamánuðinum og þeir fá ekki heldur orlofsuppbót á sumrin eins og flestir aðrir. Af þeim sökum hefur stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði lagt til að þess- ir hópar fái þessar greiðslur eins og verkafólk fær samkvæmt almenn- um kjarasamningum. Félagið vill einnig að frítekjumark verði hækk- að verulega. Viðbúið er að þessum hópi veiti ekkert af þessum tekju- auka þar sem desembergreiðslan nemur um 35 þúsund krónum í ár og næsta sumar verður orlofsupp- bótin 20.300 krónur. Sigurður T. Sigurðsson formað- ur Hlífar segir að verkalýðshreyf- ingin verði að hafa meiri afskipti af því að bæta kjör þessara hópa og beintengja þau betur sinni eigin kjarabaráttu. í þeim efnum eigi takmarkið að vera að kjör þeirra séu ekki lakari en verkafólks sem félögin semja fyrir. Hann segir að stjórn Hlífar vilji að opinber elli- og örorkulífeyrir verði því aldrei SIGURÐUR T. SIGURÐSSON Segir að tryggja verði ellilífeyrisþegum og öryrkjum mannsæmandi lágmarkslaun. lægri en almenn dagvinnulaun verkafólks og fylgi síðan launaþró- un í landinu. Samkvæmt ákvæðum kjarasaminga verða lægstu laun verkafólks 90 þúsund krónur frá og með byrjun næsta árs. ■ I FORSETASTÓLI Halldór Blöndal, forseti Alþingis, var harkalega gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðu og sagður taka höndum saman við fram- kvæmdavaldið um að hindra upplýsingaöflun þingsins. T ókust á um upplýs- mgagjöf ráðherra Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þingforseta harkalega fyrir að staðfesta úrskurð forsætisráðuneytis um að íjárlaganefnd skyldi ekki fá sundurliðun á kostnaði við einkavæðingu ríkiseigna. Viðskipta- hagsmunir sem eru bundnir þagnarskyldu segir forseti. Hneyksli segir Steingrímur J. Sigfússon. upplýsingagjöf Til harðra orða- skipta kom milli forseta Alþingis og þingmanna stjórnarandstöð- unnar á Alþingi í gær vegna úr- skurðar forsætisráðuneytisins um að það myndi ekki gefa minnihluta fjárlaganefndar sundurliðaðar upplýsingar um hvernig 300 milljón króna kostn- aður við einkavæðingu væri til kominn. Einar Már Sigurðarson hóf umræðuna og fann að því að for- sætisráðuneytið neitaði að veita þessar upplýsingar og vísaði til þess að þar sem þingmenn væru ekki bundnir þagnarskyldu um þessi mál sem vörðuðu viðskipta- hagsmuni teldi ráðuneytið sér fósturvísar Nautgriparæktarfélag íslands fær ekki heimild fyrir inn- flutningi norskra fósturvísa. Þetta kom fram í svari Guðna Ágústsson- ar landbúnaðarráðherra við spurn- ingu Þuríðar Bachmann um hvort afgerandi niðurstaða úr kosning- um Félags kúabænda um innflutn- ing á norskum fósturvísum verði ekki fært að upplýsa þingheim um sundurliðaðan kostnað. Þetta taldi Einar Már óviðunandi og óskaði liðsinnis forseta við að fá þessum úrskurði snúið. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tók hins vegar undir úrskurð forsæt- isráðuneytisins og sagði að um væri að ræða upplýsingar sem varða viðskiptahagsmuni aðila sem ríkið hefði samið við og því væru upplýsingarnar bundnar þagnarskyldu. Þar sem ekki væri hægt að binda aðrar nefndir en utanríkisnefnd þagnarskyldu væri ekki hægt að veita umbeðn- ar upplýsingar. Þetta svar vakti mikla reiði meðal stjórnarandstæðinga sem ekki til þess að umsókn Nautgripa- ræktarfélagsins verði hafnað. Guðni sagði að sér þætti at- vinnugreinin sjálf hafa svarað þessari spurningu í atkvæða- greiðslunni. „Þess vegna er það skoðun landbúnaðarráðuneytisins að þessi tilraun sé farin hjá garði.“ ■ sökuðu forseta um að verja fram- kvæmdavaldið á kostnað þings- ins. „Ég er algjörlega ósammála úrskurði forseta og tel hann hið mesta hneyksli", sagði Stein- grímur J. Sigfússon sem sagði hann einhverja svæsnustu til- raun framkvæmdavaldsins til að koma í veg fyrir upplýsingagjöf til Alþingis. Undir þetta tók Ög- mundur Jónasson sem mótmælti úrskurði forseta harðlega og sagði að hann hefði talið að for- seta bæri að taka upp hanskann fyrir Alþingi þegar forsætisráðu- neytið neitaði að gefa upplýsing- ar um hvernig 300 milljónum af skattfé almennings skyldi varið. binni@frettabladid.is GUÐNl ÁGÚSTSSON Sagði baendur hafa hafnað innflutningi. Því yrði ekki af honum. N autgriparæktarfélagið: Fær ekki að flytja inn fósturvísa

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.