Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 4
FRETTABLAÐIÐ 4. desember 2001 ÞRIÐJUDACUR SVONA ERUM VIÐ RÆÐUTÍMI EFTIR KJÖRDÆMUM Hér að neðan sést hvað hver þingmaður talaði að meðaltali í margar klukkustundir á 126. löggjafarþinginu eftir því úr hvaða kjördæmi hann er. Reykiavík (19) 9:02 Vesturland (5) Vestfirðir (5) Norðurland vestra (5) 7:50 7:21 8:56 Norðurland evstra (61 12:45 Austurland (5) Suðurland (6) Reykjanes (12) 7:19 6:16 6:02 Heimild: Alþingi. ELÍSABET DROTTNINC BROSIR Ekki er víst að það sé vegna þess að því fólki sem sefur á götum úti hefur fækkað. Nýjustu tölur breskra stjórnvalda: Fólki á göt- unni fækkar gífurlega heilsa Samkvæmt nýjustu tölum frá ríkisstjórn Bretlands hefur heimilislausu fólki í Englandi sem sefur á götunum, fækkað gífur- lega á undanförnum árum. Talið er að nú sofi færri en 550 manns á götum Englands, miðað við næst- um 2000 árið 1998, að því er segir á fréttavef BBC. Sérstök deild á vegum ríkisstjórnarinnar sem sér um mál heimilislausra hefur unn- ið mikið í málefninu undanfarið. Búist er við því að ný deild verði stofnuð sem mun starfa að vanda- málum heimilislausra í Englandi á enn umfangsmeiri hátt en áður. Baráttuhópurinn „Crisis" sem lætur sig mál heimilislausra varða í landinu, áréttir þó að enn sé stórt vandamál til staðar hvað varðar þann hóp fólks sem enn býr á götunum. Sérfræðingar telja að um 400 þúsund manneskjur séu heimilis- lausar í Bretlandi og sýna þessar nýjustu tölur stjórnvalda að fjöldi fjölskyldna sem þarf á aðstoð stjórnvalda við að fá svefngist- ingu og morgunverð hafi aldrei verið fleiri. ■ IlögreglufréttirI Tíu árekstrar urðu í Hafnar- firði og Garðabæ um helgina, að sögn lögreglunnar þar og er þaó með meira móti. Ekki var um alvarlega árekstra að ræða og engin slys urðu á fólki. Átti færð- in stóran þátt í því að mörgum ökumönnum brást bogalistin við aksturinn. Stærri götur eru hreinsaðar jafnóðum, en í íbúða- götum hefur verið þungfært. Tveir voru teknir fyrir ölvun- arakstur í Kópavogi um síð- ustu helgi. Að sögn lögreglunnar er nú að koma sá tími þegar margir fara í jólaglögg. Eftirlit varðandi ölvunarakstur verður því hert, eftir því sem hægt er og mun lögreglan fylgjast með því hvort menn séu glöggir undir stýri. Síldarkvótinn veiðist ekki: Hundrað þúsund tonn eftir sjávarútvegur Allt útlit er fyrir að ekki náist að veiða úthlutaðan síldarkvóta að mati þeirra sem gerst þekkja. Heildarkvóti er 140 þúsund tonn og talið er að einung- is hafi veiðst um 40 til 50 þúsund það sem af er, en menn hafa eitt- hvað fram í janúar til veiðanna. Talsmenn útgerða, bæði á Suður- og Austurlandi, vildu þó ekki úti- loka að lifnað gæti yfir veiðinni um og eftir áramót. „Þetta skilar sér nú ekki allt strax inn á skýrslur og talsvert í pípunum, að ég tel,“ sagði Frey- steinn Bjarnason, útgerðarstjóri hjá Síldarvinnslunni á Neskaup- FISKVEIÐIFLOTINN Síldveiði hefur gengið verr á nótabátum en í troll, en meira umstang og tími er sagður fylgja veiðum í troll. stað og nefndi upplýsingar frá skila sér. „Þrátt fyrir það er mikið vinnsluskipunum, sem væru 3 til eftir og ljóst að þetta er aldeilis 4 á miðunum, ættu e.t.v. eftir að ekkert óskaástand," bætti hann við og sagði að síldin hafi verið dreifðari á miðin en áður og meira af henni vestan, en austan við land. „Það gerir að verkum að menn eru svolítið á þvælingi á milli svæðanna." Þó sagði Frey- steinn að síldin sem komið hafi verið með að landi hafi verið betri en oft áður og að megninu til farið í frystingu og söltun, en ekki í bræðslu. „Síldin hefur löngum verið talin dyntótt og erfitt að ráða í hegðun hennar. Enda hefur svo sem verið sagt að síldin hafi gert marga ríka, en hafi nú endað á því að gera þá fátækari en þeg- ar þeir byrjuðu," bætti hann við. ■ Leyndist með meira en 80 föngum í Mazar-e-Sharif. Gerðist múslimi 16 ára og hélt til Pakistan að nema íslömsk fræði. Varð hugfanginn af málstað talibana. Móðir hans bar kennsl á ljósmynd af honum á Netinu. BANDARÍKJAMAÐUR í AFGANISTAN Bandaríkjamaðurinn John Walker, sem nefnir sig einnig Abdul Hamid, situr þarna vinstra meginn á myndinni ásamt öðrum fanga. Þeir voru í hópi rúmlega áttatíu manna sem komu úr felum í Mazar-e-Sharif um helgina. Myndin var tekin af sjónvarpsskjá. tashkent. ap Tvítugur Bandaríkja- maður, sem nefndi sig Abdul Hamid, barðist í Afganistan með A1 Kaída, samtökum Osama bin Ladens. Hann var í hópi þeirra fanga, sem gerðu uppreisn í virki í Mazar-e-Sharif fyrir rúmri viku. Hundruð fanganna voru drepnir þegar uppreisnin var bæld niður, en Bandaríkjamaðurinn var einn af rúmlega 80 föngum sem leynd- ust áfram í kjöllurum virkisins dögum saman. Þeir neyddust til að koma úr fylgsnum sínum þegar vatni var sprautað niður í kjallar- ana um helgina, en kuldinn var of mikill til þess að þeir gætu haldið það út. Bandaríkjamaðurinn, sem að sögn CNN sjónvarpsstöðvarinnar sagðist heita John Walker, gerðist múslimi fyrir fjórum árum og hélt síðar til Pakistan þar sem hann lagði stund á íslömsk fræði. „Fólkið var almennt mjög hrifið af talibönum svo ég fór að lesa sumt af því sem fræðimennirnir höfðu skrifað," sagði hann í viðtali við CNN. „Og ég varð hugfanginn af þessu.“ Fyrir sjö mánuðum hélt hann yfir landamærinn til Afganistans og hugðist ganga til liðs við tali- bana. Vegna tungumálavandræða bentu þeir honum á að ganga held- ur til liðs við A1 Kaída, vegna þess að liðsmenn Osama bin Ladens væru hvort sem er flestir útlend- ingar í Afganistan. Móðir hans bar kennsl á hann z þegar hún sá mynd af honum á | vefsíðu tímaritsins Newsweek. < Hún hafði þá ekkert heyrt frá honum í sjö mánuði. Hún sagði hann heita fullu nafni John Philip Walker Lindh, en foreldrar hans eru skildir. Fangarnir voru flestir afar illa á sig komnir þegar þeir komu út úr virkinu, og margir voru særðir. Sumir þeirra voru fluttir á sjúkra- hús en aðrir í fangelsi á ný. Enn ríkir óvissa um atburðina þegar hundruð fanga létu lífið í síðustu viku, en jafnt Bandaríkja- menn sem talsmenn Norður- bandalagsins segja þá hafa látist í átökum. Fjöldamorð hafi ekki ver- ið framin. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist fyrir helgina andvígur því að rannsókn færi fram á málinu. „Ástandið var al- veg hroðalegt, allir viðurkenna það, að þarna hafi fangar verið strádrepnir,“ sagði hann. „En þetta voru ekki neinar auðveldar vestrænar aðstæður. Þetta var mitt í hræðilegu ástandi þar sem lög og regla voru að engu orðin." ■ Verð á hársnyrtistofum: Margfaldur verðmunur verð Ótrúlega mikill verðmunur getur verið milli einstakra hár- snyrtistofa samkvæmt verðkönn- un sem Samkeppnisstofnun hefur gert. Könnunin náði til 211 stofa. Mestur var munurinn á hár- þvotti með næringu, en hann kost- ar 200 krónur þar sem verðið er lægst og 1.200 krónur þar sem verðið er hæst. Miklu munar ein- nig á stífum blástri, en hann kost- ar 600 krónur þar sem er ódýrast en hann kostar 3.000 krónur þar sem verðið er hæst. Þetta er 400 prósenta verðmunur. Herraklipping kostar 1.100 krónur þar sem hún er ódýrust en 3.300 krónur þar sem hún er dýr- ust. Klipping fyrir konur kostar frá 1.250 krónum og allt að 4.180 krónur. Klipping fyrir fjögurra ára kostar frá 700 krónum og allt að 2.000 krónum. Samkeppnisstofnun segir að meðaltalshækkun á einu ári sé 9 prósent, en dæmi eru um 20 pró- sent hækkun á einu ári. Samkvæmt reglum eiga verð- skrár að vera við inngöngudyr og við afgreiðslukassa. Innan við helmingur allra stofanna sá ekki ástæðu til að hafa verðskrár við dyrnar og fimmtungur hefur hana heldur ekki við kassana. ■ PENINGAR Fólk getur sparað mikið á að kanna hvað kostar að láta skera hár sitt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.