Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 18
Á HVAÐA PLÖTU ERTU AÐ HLUSTA? FRETTABLAÐIÐ 4. desember 2001 ÞRIOJUDACUR Skemmtilegt kynlíf „Porn Again með Smut Peddlers. Þetta eru harðir rapparar, sem fjalla míkið um kynlíf. í þeirra tilviki er það skemmtilegt." ■ Bent Rottweilerhundur METSÖLULISTI AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR BYCCTÁ SÖLU ÍEYMUNDSSON 26.11 - 2. 12 ■A Ólafur Jóhann Ólafsson HÖLL MINNINCANNA Ck J.K. Rowling ► HARRY POTTER OC ELPBIKARINN mM Sígríður Dúna Kristmundsd. BJÖRC J.K. Rowling ► HARRY POTTER OC VISKU- STEINNINN I Hallgrímur Helgason HÖFUNDUR ÍSLANDS | Waris Dirie ► EYÐIMERKURBLÓMIÐ I J.K. Rowling HARRY POTTER OC LEYNIKLEFINN o 0 Jón Hjaltason OF STÓR FYRIR ÍSLAND - JÓHANN RISI Margrét Þóra Þorláksdóttir AF BESTU LYST II J.K. Rowling HARRY POTTER OG FANCINN FRÁ AZKABAN Metsölu- listinn bækuw Aðra vikuna í röð situr Ólaf- ur Jóhann Ólafsson sem fastast í fyrsta sæti aðallista Eymundsson. Enn einu sinni hefur Ólafur Jóhann hitt í mark hjá íslenskum lesendum sem kunna vel að meta bækur hans. Bókin um Björgu C. Þorláksson eftir Sigríði Dúnu Kristsmunds- dóttur kemur ný inn á lista og fer beint upp í þriðja sætið. Hallgrímur Helgason skýst í fimmta sæti listans en skáldsaga hans Höfundur fslands hefur vakið mikið umtal og athygli. Bækurnar um Harry Potter eru sem fyrr mjög áberandi á listanum, þar má sjá allar fjórar bækui-nar um galdradrenginn en kvikmynd- in, sem gerð var eftir þeirri fyrstu, var frumsýnd fyrir helgi við gífurlega góðar undirtektir. ■ Bryndís Valsdóttir: Er réttlætanlegt að ein- rækta menn? BÆKUR Skemmtileg og áhugaverð FYRIRLESTUR Valsdóttir, heimspeki Bryndís M.A. í heldur í kvöld fyrirlestur um spurninguna hvort réttlætanlegt sé að einrækta (klóna) menn. Fyrirlesturinn byggir hún á meistara- prófs ritgerð sinni um efnið sem hún lauk frá Háskóla íslands s.l. vor, en í henni fjallaði hún um tvenns konar hugsanlegan tilgang með einræktun, ann- EINRÆKTUÐ KIND Kindin Dolly var einræktuð eins og frægt var um árið og vakti það mikið umtal. Nú er farið að ræða einræktun manna. ars vegar læknisfræði- legan tilgang og hins vegar þann tilgang að eignast börn. Að fyrirlestrinum loknum mun Vilhjálm- ur Árnason, prófessor, bregðast við erindinu. Það er Siðfræðistofnun Háskólans sem stend- ur fyrir fyrirlestrinum sem að venju er hald- inn á þriðju hæðinni í Borgarleikhúsinu, kl. 20:00 og er öllum op- inn. ■ Þrátt fyrir að Tyrkjaránið eigi sér fastan stað í öllum sögu- bókum hefur fórnarlömbum ránsins verið lítill gaumur gef- inn. Þeirra þekktust er Guðríður Símonardóttir sem síðar giftist Hallgrími Péturssyni og hefur verið sagt frá á neikvæðan hátt, sem kerlingunni er nappaði trú- arskáldinu góða. Nú er komin út saga þessarar konu, skáldsaga byggð á þeim heimildum sem Steinunn hefur viðað að sér um Guðríði, samfélag 17. aldar og aðstæður í barbaríinu svokall- aða. Bókin er mikil vöxtum en skemmtileg aflestrar og Stein- unni tekst með ágætum að draga upp mynd af Guðríði sem áhuga STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR_________ Reisubók Cuðríðar Símonardóttur Mál og menning 500 bls. verðri konu. Ekki síðri eru lýs- ingar á samferðafólkinu og sam- félagi þess tíma. Sagan fangar lesandann og á endanum var mér orðið svo umhugað um söguhetjuna og félaga hennar að það var hálf svekkjandi þegar sögulokin voru staðreynd. Þegar að þeim kemur hefur Guðríður kynnst Hallgrími og verður for- vitnilegt að lesa um samlíf þeir- ra í næstu bók sem er vonandi í smíðum. Sigríður B. Tómasdóttir ÞRIÐJUDACURINN 4. DESEMBER FYRIRLESTRAR 12.05: Jón Ólafur fsberg, sagnfræðing- ur, heldur fyrirlestur í hádegis- fundaröð Sagnfræðingafélags ís- lands, Hvað er (ó)þjóð?, sem hann nefnir "Heilbrigð þjóð - sjúk óþjóð." Fundinum, sem haldinn er í Norræna húsinu, lýk- ur stundvíslega kl. 13:00. I fyrir- lestrinum mun Jón Ólafur fjalla um rætur heílbrigðiskerfisins og hvers vegna það þróðast í þá átt sem það hefur gert síðastliðin 250 ár. 20.00: Bryndís Valsdóttir, M.A. í Hetm- speki fyrirlestur um spuminguna hvort réttlætanlegt sé að ein- rækta (klóna) menn. Fyrirlestur- inn byggir hún á meistaraprófs rit- gerð sinni um efnið sem hún lauk frá Háskóla íslands s.l. vor. Fyrir- lesturinn verður í Borgarleikhús- inu á vegum Siðfræðistofnunar Háskólans. KYRRÐARSTUND________________________ 12.00: Kyrrðar og bænastund í kapellu Frikirkjusafnaðarins á annarri hæð í safnaðarheimili kirkjunnar að Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. UPPLESTUR___________________________ 20.00: Ævisögukvöld á Súfistanum. Lesið verður upp úr bókunum Réttarsálfræðingurinn, sögu Gísla Cuðjónssonar, eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, Á hnífsins egg eftir Sigurð A. Magnússon, Fram í sviðsljósið, ævisögu Hall- dórs Björnssonar eftir Björn Inga Hrafnsson, sögu Álftagerð- isbræðra eftir Björn Jóhann Björnsson og Undir köldu tungli eftir Sigurstein Másson. TÓNLIST 20.00: Aðventutónleikar Móttettukórs Hallgrímskirkju og Jóhanns Frið- geirs Valdimarssonar. SYNINCAR Maður, lærðu að skapa sjálfan þig heitir sýning um sögu Bjargar C. Þor- láksson sem stendur yfir i Þjóðarbók- hlöðunni. Það er Kvennasögusafnið sem setur sýninguna upp. Kaffitár sýnir glænýja textíllínu fyrir árið 2002 sem kallast Hör, Perlur og Kaffi. Það er listakonan Arnþrúður Ösp Karlsdóttir sem að þessu sinni hannar og setur upp sýningu á þessari glæsilegu textíllinu fyrir Kaffitár. Sýn- ingin er á l.hæð kringlunnar og stend- ur yfir dagana 22.nóvember-2.desem- ber 2000. MYNDLI5T___________________________ Myndlistarmennirnir Jón Sæmundur Auðarson og Páll Banine hafa opnað sýninguna „Séð og heyrt" í Gallerí Skugga, Hverfisgötu. Opnunartimi er kl. 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Vakin er athygli á slóðinni www.galler- iskuggi.is þar sem finna má upplýsingar um myndlistarsýningar og aðra viðburði gallerísins. Konur og sjómenn siðlaus Rætur heilbrigðiskerfisins eru til umræðu á fundi Sagnfræðingafé- lagsins í dag. Jón Ólafur Isberg, sagnfræðingur, beinir einnig sjónum sínum að berklum og kynsjúkdómum og afstöðu yfirvalda til þeirra. fyrirlestur Berklar og kynsjúk- dómar eru á meðal umræðu- efna Jóns Ólafs ísbergs, sagn- fræðings, á hádegisfyrirlestri Sagnfræðingafélagsins í dag. „Margir álitu á sínum tíma að berklar væru góð landshreins- un, þá myndu aumingjarnir deyja og eftir lifði heilbrigð og hraust þjóð,“ segir Jón. í fyrir- lestrinum fjallar Jón um rætur heilbrigðiskerfisins og hvers vegna það þróaðist í þá átt sem það hefur gert síðastliðin 250 ár. „Það var talið nauðsynlegt að koma á heilbrigðiskerfi til að halda fólki heilbrigðu þan- nig að það gæti unnið og skapað arð. Skilgreining á heilbrigði eru hins vegar breytileg,“ segir Jón, Hann bendir á að í tilfelli berkla og kynsjúkdóma þá hafi alls kyns fordómar umlukt um- ræður um sjúkdómana. „Berkl- ar lögðust einkum á fátækt fólk og auk þess að deilt væri um hvort að landhreinsun væri af þeim þá deildu menn einnig um hvaða leiðir væru bestar til lækninga, átti að byggja heilsu- hæli, eða átti að hlúa betur að fátækum í samfélaginu?" Berklar höfðu það hins veg- ar fram yfir kynsjúkdóma að fólk valdi ekki að fá þann sjúk- dóm eins og talið var að fólk gerði er kom að kynsjúkdóm- um. „Þá var hægt að forðast," segir Jón og bendir á að reynd- ar hafi „valið" verið litið mis- jöfnum augum eftir því hvort að um karla eða konur var að ræða. „Litið var svo á að karlar væru saklausir af þeim en kon- ur hins vegar sekar, konur og sjómenn reyndar. Þeim var ekki talið treystandi til ábyrgð- arstarfa í samfélaginu." „Heilbrigð þjóð - sjúk óþjóð?' JÓN ÓLAFUR ISBERG heitir fyrirlestur hans sem fluttur verður í Norræna hús- inu í dag kl. 12.05. Jón beinir sjónum sínum einkum að tímabilinu fyrir árið 1936, þegar almannatryggingar voru lögteknar hér á landi. „Þá var ákveðið að allir skyl- du fá ókeypis læknishjálp, óháð því hvernig sjúkdómur væri á ferðinni. Það er ekki sjálfgefið að sú ákvörðun sé tekin og til dæmis þegar alnæmið kom fram á sjónarsviðið þá var þeim sjúkdómi lítið sinnt enda talið að hann fengju bara hommar og dópistar og lítil samúð með þeim hópi.“ sigridur@frettabladid.is Nú stendur yfir sýningin Málverkið eftir málverkið í verslun Sævars Karls, Bankastræti 7. Sýningin sam- anstendur af verkum sem unnin eru af 26 nemendum Listaháskóla Is- lands. og stendur hún til 14. desem- ber. Myndlistarsýning með verkum Þórðar Hall myndlistarmanns stendur yfir í Hallgrimskirkju um þessar mundir. Sýn- ingin er opin alla daga frá 9-17 og er aðgangur ókeypis. tve Sígrænt eðaltré í hæsta gæðaflokki frá skátunum prýðir nú þúsundir íslenskra heimíla. 10 ára ábyrgð Eldtraust Þarf ekki að vökva íslenskar leiðbeiningar Traustur söluaðili Skynsamleg fjárfesting 12 stærðir, 90 - 500 cm Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Truflar ekki stofublómin Þrjár sýningar eru nú i Listasafni Kópa- vogs. Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn sýna nýleg þrívíddan/erk f austursal Listasafns Kópavogs. í Vestur- sal safnsins sýnir Aðalheiður Valgeirs- dóttir málverk. Sýningin ber yfirskriftina Lífsmynstur. Á neðri hæð safnsins sýnir Hrafnhildur Sigurðardóttir lágmyndir og kallar sýningu sína Skoðun. Fimm ungir listamenn sýna nú í List- húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Haf- steinn Michael Guðmundsson, Helgi Snær Sigurðsson, Karl Emil Guð- mundsson, Sírnir H. Einarsson og Stella Sigurgeirsdóttir sýna verk sem unnin eru í ólfka miðla og eru viðfangs- efnin margbreytileg. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa numið við Mynd- lista- og handíðaskólann og eða Listahá- skóla íslands. Sýningin stendur til 12. desember og er opin virka daga frá kl. 10 til 18 en einnig verður opið um helg- ar desembermánuði. Eva Dögg Þorsteinsdóttir sýnir mál- verk í Hár og sýningahúsinu UNIQUE, Laugarvegi 168, (Brautarholtsmegin). Á sýningunni eru bæði stærri og minni verk. Myndirnar eru mestmegnis tengdar fólki og mannlífi en einnig málar hún landslagsmyndir. Sýningin er sölusýning og stendur fram í des- ember. Opnunartími sýningarinnar er frá kl..10:00 - 18:00 alla virka daga, en 10:00 - 14:00 laugardaga Bjöm Hafberg sýnir um þessar mundir olíumálverk í sýningarsal veitingarstaðar- ins Hornsins. Eyþór Árnason sýnir Ijósmyndir í Gall- erí Geysi. Sýningin heitir „Mynd í myrkri" vegna stemningarinnar sem listamaðurinn einsetti sér að búa til í myndunum. Á sýningunni verða um 19 myndir og mun þær hanga uppi út des- embermánuð. Á Listasafni Reykjavíkur- Kjarvalsstöð- um stendur yfir sýningin Leiðin að miðju jarðar. Það er sýning tékkneskra glerlistamanna, sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Sýningin stendur til 13. janúar. Kristín Reynisdóttir sýnir verk i Þjóðar- bókhlöðunni. Þetta er fjórða sýningin i sýningaröðinni Fellingar sem er sam- starfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns íslands - Háskólabóka- safns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Opnunartími Kvennasögusafnsins er milli klukkan 9 og 17 virka daga. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn- ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundar- safni. Á sýningunni eru verk sem span- na allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega kl. 10 til 16 og stendur til 10. febrúar á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.