Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 4. desember 2001 ÞRIÐJUDAGUR Þeir sem liggja á Netinu: Fórna frekar sjónvarpinu new york. ap Þeir sem nota Inter- netið mikið vanrækja flestir ekki fjölskyldu og vini, heldur nota þeir frekar til þess þann tíma sem ann- ars fór í sjónvarpsgláp. Þetta kom fram í könnun sem Kaliforníuhá- skóli birti í síðustu viku. Þar kom fram að notendur Netsins horfa að jafnaði 4,5 klukkustundum minna á sjónvarp heldur en þeir sem ekki nota Netið. Netnotendur reyndust að vísu verja heldur minna af tíma sínum með fjölskyldu sinni en þeir sem ekki eru á Netinu, en á hinn bóginn voru þeir heldur meira í félags- skap vina sinna. ■ Framboð á Akureyri: Sjálfstæðismenn raða á lista SVEITARSTJÓRNARKOSNINCAR „Við stefnum að því að list- inn liggi fyrir upp úr miðj- um janúar", segir Björn Magnússon, formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisflokks- félaganna á Akureyri, að- spurður hvenær stefnt er að því að liggi fyrir hverjir verði frambjóðendur flokksins við næstu bæjar- stjórnarkosningar. Sjálfstæðismenn á Ak- ureyri ákváðu á fundi í síð- ustu viku að fara uppstill- ingarleiðina við val á frambjóð- endum. Björn segir að kjörnefnd AKUREYRI Sjálfstæðismenn mynda meirihluta í bæj- arstjórn ásamt Akureyrarlista hittist nú í vikunni og hefjist handa við að kanna hug manna til framboðs og koma saman lista. Ljóst er að listi efstu manna verður talsvert breyttur frá því sem var fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa kjör- na. Einn bæjarfulltrúa er fallinn frá og annar flutt- ur á suðvesturhornið. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að þeir bæjarfull- trúar sem nú sitja gefi kost á sér áfram. ■ Skýli við Bröndukvísl: Sækir aftur um leyfi skipulagsmál Eigandi Bröndu- kvíslar 22 hefur nú aftur sótt um leyfi fyrir kjallaraíbúð auk úti- geymslu að lóðamörkum. Vegna útigeymslunnar fyllir húsið út í lóðamörk beggja vegna og er ekki hægt að ganga inn í kjallarann þeim megin sem aðgangur að hús- inu er ætlaður. Nágrannar þar hafa því kært framkvæmdina sem úrskurðuð hefur verið ólögleg. Borgarstjórn vill engu að síður að skýlið fái að standa. Byggingarfulltrúi hefur vísað málinu til Borgarskipulags sem ákveður hvort þurfi grenndar- kynningu. ■ VIÐRÆÐUR Ahmad Fawzi, talsmaður Sameinuðu þjóð- anna, ræðir við fjölmiðla eftir viðræðurnar í gær, en þær hafa nú staðið yfir í 6 daga. Viðræður um pólitíska framtíð í Afganistan: Tillaga um 6 mánaða bráðabirgða- stjórn kabúl.afganistan.ap Sameinuðu þjóðirnar vonast til að komist verði að samkomulagi í dag við hagsmunahópa í Afganistan um pólitíska framtíð landsins, en við- ræðurnar fara fram í Bonn í Þýskalandi. í gær lögðu þær fram frumvarp þar sem lagt er til að komið verði á bráðabirgðastjórn sérfræðinga í landinu til sex mán- aða. Vonast hafði verið til þess að samkomulag myndi nást sl. laug- ardag, en hagsmunahóparnir eiga enn eftir að tilnefna þá sem myndu sitja í stjórninni. ■ Húsnæðisstefhan hér vekur undrun erlendis Alþjóðsamband leigjenda þrýstir á stjórnvöld. Bréfasendingar til þriggja ráðherra og borgar- stjóra. Húsnæðisstefnan rædd á stjórnarfundi í Berlín. Löggjöf og samningar aðeins á íslensku. lögreglufréttir| Nokkuð mörg umferðaróhöpp hafa verið í Kópavogi undan- farið. Að sögn lögreglunnar má gera ráð fyrir að tveir til þrír bíl- ar lendi í árekstri á degi hverj- um. Engin slys hafa orðið á fólki. Færðinni er að mestu kennt um óhöppin en mikill snjór er í bæj- arfélaginu, miðað við það sem venja er og er færð, sér í lagi, á hliðargötum leiðinleg. LEIGJENDASAMTÖKIN Stjórn Al- þjóðasambands leigjenda hefur sent forsætisráðherra bréf þar sem ráðherra er minntur á þær alþjóðlegu skuldbindingar sem stjórnvöld hafa undirgengist vegna réttinda fólks til húsnæðis og ákvæði stjórnarskrárinnar um mannréttindi og jafnrétti. í bréf- inu eru stjórnvöld hvött til að styðja við bakið á Alexander Birni Gíslasyni sem bíður eftir gjafsókn frá dómsmálaráðuneyt- inu til að geta leitað réttar síns fyrir dómstólum vegna húsnæð- isleysis en hann er HlV-smitaður. Þá er ætlun að senda bréf til borgarstjóra, félagsmálaráð- herra og dómsmálaráðherra um sama efni. Á stjórnarfundi sambandsins sem haldinn verður í Berlín verð- ur fjallað sérstaklega um hús- næðisstefnu íslenskra stjórn- valda jafnframt því sem tekin verður fyrir inntökubeiðni Leigj- endasamtakanna. Jón Kjartansson formaður Leigjendasamtakanna segir að í stjórn sambandsins séu fulltrúar 20 ríkja. Hann segir að það hafi vakið furðu stjórnarmanna í sam- bandinu að Island sem eitt af Norðurlöndunum skuli ekki sjá öllum íbúum sínum fyrir hús- næði sem geta það ekki sjálfir. Þá hefur það einnig vakið hneykslan þeirra að fjölmargir íslendingar þurfi að búa í óíbúðarhæfu hús- næði og jafnvel á götunni. Hann segir vænta mikils af stuðningi Alþjóðasambandsins við kröfur Leigjendasamtakanna um úrbæt- ur í þessum efnum. ■ Gerðu jóla www.isb.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.