Kirkjublaðið - 01.01.1893, Page 15

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Page 15
15 En það er ííeira en Guðs dýrð, sem vjer þurfum að þekkja og trúa. Svo fögur og dýrðleg sem náttúran er, hvað stoðar hún oss þó i syndasekt vorri og stríði lífsins og dauðans? Náttúran er ekki Guð, og vjer eigum hvorki að trúa á hana nje prjedika hana. Hvar sem bryddir á slíkri skoðun, þá segjum hiklaust: Burt með slíka skoðun! V. B. ■-------------— Frá hjeraösfundum 1892. Hjeraðsfund Mýraprfd., 1. sept., sóttu allir prestarnir (5) og 5 fulltrúar af 12. Funcl. leyfði orgelkaup í Borgarkirkju og að Alptártungusöfn- uður taki að sjer kirkjuna. Fund. áleit æskilegt að fá eittkvei’t aðhald til þess að menn sæktu betur safnaðaríundi en nú tíðkast og vildi fá lagafrumvarp í þá átt »að lögð verði við 1 kr. sekt, að sækja ekki löglega boðað- an safnaðarfund án lögmætra forfalla, og skyldi sektum varið í söngkostnað«. — Aptur þótti fund. eigi tiltækilegt að gjöra kirkj- unum að skyldu að balda við kirkjugörðum. Akveðið var að lialda hjeraðsfund framvegis 12. september, eða næsta dag virkan. Aukahjeraðsfund Snæfe 11sn essprfd., 25. apr., sóttu 5 prest- ar af 6 og 7 fulltrúar af 14. Fund. »vildi ekki beiðast fleiri textaraða«, en óskaði textaf'relsis af stól, að undan teknum hátíðum og bænadögum, en taldi eigi fleiri breytingar nauðsynlegai', en á ávarpinu til guðfeðgina og spurn- ingum við hjónavígslu (í sömu átt og annarstaðar) og að sleppt væri orðunum »sannur« og »sannarlegt« við útdeilingu. Leitað var gjafa til prestaekknasjóðsins. Rætt var um synodus og samþykkt svr tillaga, »að til hennar væri ltosinn einn andlegrar stjettar maður úr hverju prófastsdæmi landsins, og að ferðakostnaður hans yrði að hálfu leyti borgaður úr landssjóði, en að hálfu af prestum prfd., er kysu hann á hjeraðs- fundi«. »Forseti ítrekaði en að nýju þá uppástungu sína, að prestar hjeldu hver í sínu prestakalli, eins og nú þegar sumir hafa gjörtí nokkur ár hjer, próf yíir f'ermingarbörnum í viðurvist hjeraðsfund- armanna eða sóknarnefndar, skarnmt á undan fermingu barnanna«. Hjeraðsfund Dalaprfd., 4. olct., sóttu 2 prestar af 5 og 2 fnll- trúar af 10. Hinir viðstöddu prestar lögðu fram skýrslur um unglingapróf hjá sjer í Staðarhóls- og Skarðsþingum, höfðu alls verið prófuð 57 hörn. »Fund. áleit æskilegt, að framvegis yrði haldið próf yíir unglingum í prf'd. í janúar ár hvert, auk vorprófsius í maí«.

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.