Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 25
i85 og nú upp á síðkastið ónotura í tilbót, svo hún hætti því friðarins vegna. Henni fór nú að skiljast hvert þetta bar. Hún tók eftir því, að systir hennar gerði alt sem hún gat til að vekja eftirtekt Jóns á sér, og hún efaðist ekki lengur um, að henni hefði tekist það alt of vel. Hún grét yfir því mörgum tárum í einrúmi. En hún lét engan verða þess áskynja. Hún hugsaði mikið um það, hugsaði um það hvar sem hún var stödd og gat aldrei hrundið því úr huga sínum. Henni skildist þetta í raun og veru svo undurvel. Hún stóðst ekki samanburð við systur sína undir þessum kringumstæðum. Hún var sívinnandi, illa til fara og óhrein. Systir hennar var betur til fara, hrein og þrifleg og naut sín betur í iðjuleysinu. Og þó vissi guð, að hún var ekki meira þrifakvendi, þegar betur var að gáð. Hún var fámálug og alvarleg. Systir hennar var símasandi og síhlæjandi, iðaði öll af fjöri og kæti. En heimurinn heldur nú að allir séu heimskir, sem þegja. Hann ætti að vita það um hina, sem aldrei geta haldið sér saman. En Jón Baldvinsson var ekki búinn að læra þann sannleika enn. Hann átti það eftir. — Sambúðin var orðin rétt að kalla óþolandi. Dáleikar þeirra Jóns og Geirlaugar voru nú orðnir svo miklir, að þeir leyndu sér ekki lengur. Allir, sem vildu sjá, gátu séð það. Jafnframt settust þau bæði á Sigurlaugu og gerðu henni lífið því nær óbærilegt. Hvert orð, sem hún sagði, varð orsök til rifrildis. Bað var sama hvort hún reyndi að tala við Jón eða systur sína, og sama hve gætilega hún reyndi að haga orðum sínum og hve ómerkilegt atriði sem um var að ræða. það var eins og þau hefðu talað sig saman um það, að svara henni aldrei öðru en útúrsnúningi. Hún tók sér þetta svo nærri, að það lá við hún yrði sturluð af sorg og gremju. Hún reyndi að koma systur sinni burtu, og fór fram á það við Jón með mestu hægð. Hún reyndi að leiða honum fyrir sjónir, að Geirlaug hefði aðeins verið tekin þangað um tíma, meðan hún væri að koma sér fyrir. Bað hefði aldrei verið tilgang-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.