Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 62

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 62
222 Ef Friðrik konungur VIII. kemur til íslands næsta sumar, munu hinir fijálsu borgarar og bændur íslands taka sæmilega á móti honum. En sjálfsagt verður mikill munur á því, hve hjartanlegar viðtökurnar verða, eftir því hvort hann kemur færandi hendi með nefndarskipunina eða ekki*. 4. ágúst flytur »Politiken« enn aðra grein með fyrirsögninni: j>Kröfur íslendinga« og hljóðar hún þannig: »Það vill svo vel til, að óskir Dana og íslendinga að miklu leyti fallast í faðma. íslendingar heimta fyrst og fremst, að það verði gert skýrt og vafalaust, hver stjórnarleg staða þeirra í ríkinu er. Hins sama hlýtur hver danskur maður að óska. Við þann hálfleik er alls ekki unandi, sem nú á sér stað, þar sem enginn getur sagt með neinni vissu, hvort ráðherra íslands er meðlimur hins danska ríkisráðs eða ekki, því herra Hafstein tekur sér, sem kunnugt er, ekki sæti á ráðherrabekknum, þegar hann kemur á ríkisþingið, heldur í sendiherrastúkunni. I’essi hálfleikur hlýtur að verða óþijótandi uppspretta að tortrygni milli Dana og íslendinga. Því næst krefjast íslendingar þess, að hinn nýi laga- grundvöllur undir stjórnarlegri stöðu íslands í ríkinu verði ekki einungis samþyktur af ríkisþinginu danska, heldur líka af alþingi íslendinga. Unz þessari kröfu er fullnægt, geta íslendingar ekki þózt öruggir um réttarsamband sitt við Dani; því þeir munu jafnan bera kvíðboga fyrir því, að löggjafarvald Dana kunni að gera breyting á eða jafnvel kippa fótum undan þeirri réttarstöðu, sem það með eindæmis ályktun sinni hefir veitt íslendingum. Sérhver danskur maður hlýtur að óska, að allri ástæðu fyrir slíkum kvlðboga sé hrundið, og að grundvöllurinn undir réttarsambandi landanna sé gerður tryggur. í nánu sambandi við þetta stendur undirskriftarmálið; en fram úr því verður auðvelt að ráða, þegar menn eru búnir að koma sér saman um þau veruleika-atriði, sem undirskriftin aðeins er formlegt eða ytra tákn fyrir. Hin fornu skuldaskifti milli íslands og Danmerkur, sem eru þannig til komin, að danska ríkið sló, þegar siðabótin komst á, eign sinni á klaustureignirnar íslenzku, hafa að nokkru leyti verið útkljáð þannig, að miklum hluta af þessum eignum hefir verið skilað aftur til lands- sjóðsins íslenzka; en nokkuð af þeim var selt meðan Danmörk hafði umráð þeirra og af íslands hálfu voru gerðar kröfur um skaðabætur fyrir tjón það, sem Danmörk hefði gert íslandi með einokunarverzlun- inni. I’etta hefir alt verið reiknað út og gert að stofnfé, sem þær 60,000 kr., sem Danmörk árlega greiðir íslandi, eru vextir af, en sem af mörgum er skoðað sem tillag. Nú óska íslendingar, að þetta stofn- fé sé útborgað með óuppsegjanlegum ríkisskuldabréfum, svo að Ijóst verði að þessar 60,000 kr. eru vextir, en engin ölmusa. Þessari kröfu munu naumast margir Danir skorast undan að fullnægja, og um rétt- mæti kröfunnar vilja íslendingar láta milliþinganefnd dæma, eftir að málið hefir verið rannsakað. íslendingar heimta aðeins rannsókn á því, hvað þeim beri með réttu og hvernig staða þeirra í hinu danska ríki verði bezt trygð á stjórnskipulegan hátt. Fyrst eftir að slík rannsókn hefir verið gerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.