Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 29

Eimreiðin - 01.09.1906, Blaðsíða 29
189 var að hugsa. En enginn þorði að spyrja hana. Allir vissu að það var árangurslaust. En hún var að hugsa um það, sem á daga hennar hafði drifið þetta eina ár. Um horfna hamingju og dánar vonir. Hún vissi það ofurvel, að hún eignaðist þessi týndu hnoss aldrei aftur. Hana langaði ekki einu sinni til þess. Pótt henni hefði verið boðið það alt saman, hefði hún ekki viljað nýta það. Hún vissi, að hamingjan fæst ekki með því, að ætla að beita hana ofríki. Pó hún hefði getað barið fram rétt sinn gagnvart Jóni Baldvinssyni og systur sinni, og þó hún hefði notið til þess aðstoðar alls heimsins, sem hún átti fyrirfram vissa, þá hefði það aldrei orðið til hamingju. Nei, hana langaði aðeins til að hefna sín. Hana langaði að- eins til að sýna þeim hjónaleysunum, hvernig hún hefði ráð þeirra í hendi sér, ef hún vildi beita því. Og ef til vill hefir það lengi legið fullþroskað í huga hennar, hvernig hún skyldi fara að því, áður en hún framkvæmdi það. Hún ráðfærði sig ekki við neinn mann. Og þess vegna kom það flatt upp á alla, sem á eftir kemur. — — Svo var það einn sunnudag snemma um sumarið, að það átti að messa og lýsa til hjónabands með þeim Jóni Baldvinssyni og Geirlaugu. Bað var búið að lýsa fyrstu lýsingunni. Pað var um sama leyti sumars, eins og gert var ráð fyrir að lýsingar byrjuðu með Jóni og Sigurlaugu fyrir einu ári síðan. Fólk streymdi til kirkjunnar, því allir vissu, að úr því lýs- ingar stóðu yfir, mundi áreiðanlega verða messað. Bað var líka gott veður og lítil ástæða til að sitja heima, því nú höfðu fæstir komið á hestbak síðan sumarannir byrjuðu. Hjónaefnin voru sjálf við kirkjuna, og Geirlaug var ákaflega upp með sér af þeirri athygli, sem kirkjufólkið veitti henni. Hún gaf sig á tal við hvern mann og lék á als oddi. En þegar menn voru gengnir í kirkju og forsöngvarinn var byrjaður að belja sálminn, kom Sigurlaug til kirkjunnar. Hún hafði leynt sér í laut utan við túnið, þangað til hún heyrði að búið var að samhringja. Pá gekk hún heim að bænum með barnið á handleggnum. Hún fann vinnukonurnar að máli og spurði eftir prestskon- unni. Hún var ekki farin í kirkju, svo Sigurlaug fekk að tala við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.