Skólablaðið - 01.03.1911, Page 7

Skólablaðið - 01.03.1911, Page 7
SKOLABLAÐIÐ 55 það sem þarf að endurtaka. En þegar börnum leiðist námið, er ekki mikilla framfara að vænta. Kennarar eru auðvitað misjafnlega góðir að kenna skrift eins og annað. En kenslubækurnar hafa altaf sín áhrif á kensl- una og því meiri, sem kennararnir eru lélegri. Á þessu þarf að ráða bót óg ætti áð vera hægt. Heftin þurfa að vera að ininsta kosti 5. Orðum og setningum ætti að skipa niður eins og best má verða, eftir líkingu hvcs við annað. Eg geri að vísu ekki ráð fyrir, að til þess verði kostað, að gera vandað kerfi fyrir skriftarkenslu, en ofurlítið þyrfti að bæta úr því sem er. Umsjónarmaður fræðslumálanna ætti ekki að láta mörg ár ’íða, áður hann reynir að fá þessu komið í framkvæmd,' svo að við megi una. í>á væri ckki úr vegi að minnást á réttritunina í sambandi við forskriftabækurnar. Vér höfum verið lofstöfum leyfðir fyrir mál vort og verið — hreyknir af að hafa geymt stíkt mál um liðnar aldir. En undarlega tilfinninga litlir eru vér þó fyrir því, hvernig með það er farið. Smán er oss það, hve réttritunin er ruglingsiég. Lítið snöggvast yfir kenslubækurnar, sem börn hafa: stafrofs- kverin, lesbækurnar, forskriftabækurnar o. s. frv Yfirlit yfir þær, segir meira um það efni, en löng ritgerð. Hver með sinni réttritun. Ekki er minst nauðsýn á að forskriftabækurnar séu með þeirri réttritun, sem á að fýlgja. Hvað lengi skyldi það ganga svo til, að hver myndi sér þá stafsetningu, sem honum sýnist? Jðn Jónsson. * * * Tvö ný skrifhefti til útfyllingar og viðbótar við þau þrjú, sem til eru, eru löngu búin til prentunar, og kom^ væntanlega bráðum út. Það er annars fleiri erfiðleikum bundið en ókunn- ugir ætla, að gefa út tslenskar skrifbækur, svo að þær verði seld- ar við viðunanlegu verði. Ritstj.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.