Skólablaðið - 01.03.1911, Síða 8

Skólablaðið - 01.03.1911, Síða 8
56 SKÓLABLAÐIÐ Fundur í kunnarafélagi Gullbringu- og Kjósarsýslu hinn 28. des. f. á. samþykti svo látandi fundarályktun: Fundurinn felur umsjónamanni fræðslumála að sjá um, að út verði gefnar svo fljótt sem auðið er íslenskar mynd- ir við skoðunarkenslu í barnaskólum, og leita til þess styrks af opinberu fé.« Pað vakti fyrir fundinum að myndirnar þyrftu að taka yfir sem flest af náttúru iandsins, jökla, hraun, gígi, gjós- andi fjöll, hvera og ýmsa fagra staði. Atvinnuvegi til sjáv- ar og sveita og í bæjum eða kaupstöðum, úr daglegu lífi utan húss og innan. Danskar kenslubœkur eru enn notaðar jafnvel í alþýðu- skólum vorum — vitanlega stundum að óþörfu, en oftast útúr neyð. Útlend landabréf eru notuð í hverjum barnaskóla; annað ekki til enn þá; en verið er að gera gangskör að því að bæta úr því. Útlendar forskriftarbœkur (bæði danskar og enskar) eru enn notaður á stöku stað af því að þær eru lítið eitt ódýrri en íslenskar, en eru þó að leggjast niður. Allar skoðankenslu myndir eru útlendar, ekki einu sinni hægt að sýna börnunum mynd af íslensku húsdýri. Þegar kennar- inn talar við börn um hestinn, kúna eða kindina, verðnr hann að benda þeim á danskan hest, danska kú og danska kind. Islenskt þjóðlíf og atvinnuvegi verður hann að tala um myndalaust. Þetta er óviðunandi, en afar erfitt að bæta úr því sak- ir kostnaðar við útgáfu slíkra mynda, þar sem markaður fyrir þær er svo lítill. Óhugsandi að gefa út íslenskar myndír til afnota við barnakenslu, nema með miklum styrk úr land- sjóði. Styrkurinn til útgáfu alþýðu-kenslubóka, sem veittur hefur verið á fjárlögum að undanförnu, er þarfur, þó að hann hafi oft ekki orðið notaður af því, hve lítill hann er: en fjárveiting úr landsjóði til íslenskra skoðankenslumyuda er enn nauðsynlegri, en vitanlega alveg gagnslaus, nema hann sé ríflegur. Tillaga kennarafundarins mun verða tekin til rækilegrar íhugunar.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.