Skólablaðið - 01.12.1911, Side 3

Skólablaðið - 01.12.1911, Side 3
SKÓLABLAÐIÐ 179 sem það gengur nær daglegu fali. Fremur til ógagns er það, að orðið stofn er í bókinni haft í merkingunni megmhluti. Fjórða kaflann kallar höf. »Stafselning«. Það er eiginlega hljóðfræði málsins er þarna kemur fyrst hjá honum. Eigi fæ eg betur séð, en að þessi stutta hljóðfræði sé hel lur góð og yfirleitt rélt sagt frá öllu. En undarlegt aðgæsluleysi er það, að nefna einungis afturvirku tillíkingarnar t. d. glaðt — glatt, en minnast alls eigi á hinar framvirku t. d. hólr — hóll o. s. frv. Slíkt gáleysi er mjög bagalegt. Um réttritunarreglurnar er ekkert annað að segja, en að þar er fylgt blátt áfram, og raunar blint, blaðamannastöfuninni, með þeirri breyting, sem landsstjórnin, í pukri þó, fór að gera, nefni- lega að hafa hvergi é eða z. Vel h'kar mér að rita vórum (og kómam ætti að vera með), en eigi vorum, því fornmyndir, sem enn tlðkast og eru málréttar, er óhæfa að flæma úr riti. Um nýmyndirnar: eg hrekk, stekk o. s. frv. vil eg geta þess höf. til meðmæla, að þær eru öllu málréttari, ef vel er að gáð, en forn- myndirnar: hrökk, stökk. Þetta horfir sem sé þannig við, að í nútíðareintölu frsh. af sterkum sögnum verður ávalt /-hljóðvarp, ef því nær við að koma, t. d. eg fer (af fara), eg hegg(a.i höggva). Samkværnt því á eiginlega hrökkva og stökkva að fá e (sem end- urvarp) í eint. frsh. og verða: hrekk, stekk. Þetta hafa menn eigi athugað sem vert er. Voðalega afleit er reglan, sem höf. gefur um skiftingu at- kvæða, þegar greinirinn er skeyttur aftan við orð, og í fram- kvæmdinni verða úr því margar reglur sitt á hvað. Það er vit- leysa, að skoða nafnorð með viðskeyttum greini sem samsett orð, heldur ber að skoða þetta sem eitt ósamsett orð, því þarna er greinirinn orðinn ákveðningarending. Það ber að líta á þetta eins og t. d. st í miðmynd sagna eða ði í þátíð, sem ávalt ér talið endingar, og orðin t. d. kallast, kallaði nefnd ósamsett, engu síður en kalla viðaukalaust. Skiftingarreglur höf. hljóta að líta þannig út, eftir því sem næst verður komist og þe ar mest góðgirni er sýnd: hestur-inn, fol-inn, hceð-in, rjúp-an, lamb-ið, aug-að, hesf-inn, fol-ann, hœð-ina, xjúpu-na, lamb-ið, aug-að, hesti-num, fola-num, hæð-inni, rjúp-unni, lambi-nu, auga-nu, hcsfs crSj hr*cr ir.nn~, crrcrf ?cr'bS'****i n-crsf

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.