Skólablaðið - 01.12.1911, Síða 8

Skólablaðið - 01.12.1911, Síða 8
184 SKOLABLAÐIÐ Má benda á það í þessu sambandi, liversu mjög algengt fyrir- brygði það er í þjóðlífi voru, að t. d. búfræðingar vérða versl- unarmenn og verslunarmenn bændur o. s. frv. Sami maður leg'gl,r gjörva hönd á svo og svo margt, en beitir sér ekki óskiftum að neinu ákveðnu marki. — Sundrungstarfanna sundr ar kröftnnum. Trúin er manninum meðfædd. An hennar næði þekking vor skamt. Guðstrúna ætla eg ekki að gjöra að umtalsefni hér. En það er trú niannsins á sjálfan sig, sem eg vildi minn- ast á. Hún er að því leyti nátengd sjálfsþekkingunni, að hún sprettur oft upp af henni, og er gagnslítil nerna í sambandi við hana. En þessi trú er nauðsynleg. Hún á að vera sú lyftistöng, sem léttir starfið og gefur manninum örugga vissu um gildi sjálfs hans og þýðingu verka hans fyrir stöðu þá, er hann lifir í, og þjóðfélagið í heild. Orsök heimóttarsvipsins og óframfærninnar, sem allir kann- ast við, er venjulega trúleysi. Trúleysi á eigin þrek og þrótt, sem svo leiðir af sér óttann við einarða og óþvingaða framkomu. Þetta kemur líka fram í störfunum. Margir eru undarlega hræddir og hikandi við verk sitt jafnvel þó þeir kunni það, sem kallað er. Alt lendir í hringlandahætti og ráðleysi, er eyði- leggur árangurinn. Mér hefir oft dottið í hug sagan, sem Egill Skúlason segir Hermundi af Gilsbakka. ». . . . Þú trúir engum manni; eigi trúir þú vinum þínum né frændum, börnum né i.onum, ok eigi trúir þú sjálfum þér. Því trúir þú eigi þér, at þú fórst í þoku svá mikilli at fela fé, at eigi veistu nú heldur enn aðrir, hvar þat er nú komit. En þótt þer Ijái nú annars hugar, ok vilir þú nú féit hafa, þá muntu nú eigi finna.« Mörgum fer þessu líkt. Þeir grafa andans gull sitt í þoku hugsunarleysis, af því þeir trúa ekki sjálfum sér að geyma. Svo fer þeim líkt og Hermundi, þegar hann í arcdlátinu hugsar til fjársjóða sinna og nauðar fyrir munni sér: »Fimm í gi-li, fimm í gili.-f ' • , . ■ > • >, Sjá þeir þá, en um seinan, hve ráðlauslega þeir hafa varið andans efnum sínurn, og er þá ekki annað eftir en ömurleg til-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.