Skólablaðið - 01.07.1914, Page 1

Skólablaðið - 01.07.1914, Page 1
SKOLABLAÐIÐ --gssss- ÁTTUNDI ÁRGANGUR 1914. | Reykjavík, I. júli. j 7. tbl. Síroðningur »Að troða í« barn þýðir að vísu einkum það að kenna mjög tornæmu barni. Það er leitt verk og erfitt, líkt og mörg- um þykir að troða heyi í meis. — En orðin eru og höfð um alia andlausa kenslu, sem þá verður öllum til leiðinda, erfiðleika og ama: kennurum og neinendum. í reikningnum andlaust hjakk í tölum, margföldunartaflan í þulu utanbókar, dálkarnir frá upphafi ti! enda frá 2x2 = 4 og aftur að 10 x 10=100, En ef barnið er spurt: Hvað er 6x9, verður bið á svarinu, því að það þarf fyrst að þylja í huganum: 6 x 6 = 36, 6 x 7 = 42, 6 x 8 = 48, og þá fyrst getur það svarað: 54. Og alveg verða börnin í vandræðum, ef einhver er svo hlálegur að spyrja: 9x2? Það kemst ekki út úr þeim bobba, fyr en því dettur það snjallræði í hug, að hafa sætaskifti á tölunum og segja í huganum: 2x9. En þó ekk: víst að það dugi; getur þurft að byrja á dálkinum 2x2, og svarið kemur fyrst þegar sá dálkur er lesinn í huganum aftur að 2 x 9. í kristnum fræðum hlýtt yfir kverið og biflíusögurnar, hverju barni yfir sína lexfu, og þess samviskusamlega gætt, að öll börnin segi sömu orðin og í bókunum standa, — að öðrum kosti látin fara heim og Iæra betur, því að þau mega ekki skilja svo við lexíuna að þau »kunni« hana ekki, og það alveg eins hvort sem börnin liafa Iært kverið í Ijóðum eða óbundnu máli. En eigi barnið að gera nreð eigin orðum grein fy,ir trú- arlærdcmi eða siðalærdómi eða bifh'usögu, sem í bókmni stendur, veit það ekki sitt rjúkandi ráð.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.