Skólablaðið - 01.10.1916, Side 3

Skólablaðið - 01.10.1916, Side 3
SKÓLABLAÐIÐ 147 veg fyrir hann á þessum tímum? Og er ekki jafnvel betra að hann vakni viS alvarlegar og ástúölegar umræður barna og kennara, þar sem jafnframt er kostur alúSlegrar leiöbeiningar, heldur en af léttúöarorSum gálausra glanna eöa óvildarorSum montinna sjálfbyrginga, sem þykjast af aö hafna öllum átrún- aSi? Og er ekki efinn, meS sannleiksþrá og sannleiksleit, þús- und sinnum betri en sljótt hugsunarleysiS ? Þó aS mér því þyki ekki ógjörningur aS nota viö kristindóms- fræöslu kver, sem maöur er ekki samdóma um alt, skal eg fúslega játa, aS á því er mikiS vandhæfi. ÞaS heimtar svo mikiS af kennaranum, ekki einungis þekkingar-þroska og trú- ar, heldur einnig lag og varfærni, til þess aö kenslan veröi til uppbyggingar en ekki niSurrifs. Og eg skal játa þaS, aS eg get ekki ætlast til svo mikils af nærri öllum þeim, sem nú fást viS kristindómsfræSslu barna. Þetta finna þeir líka sjálfir og vilja því losna viS aS kenna bókina. Eg er líka samdóma séra Siguröi um þaS, aS trautt mundi stoSa aS semja nýtt kver, kenslubók í trúfræSi. ÞaS er hætt viS, aö hún yröi ekki aö allra skapi heldur. Og margar kenslubækur, sem hver raöar efninu á sinn hátt, þótt ekki sé annaS, valda miklum erfiSleikum viö kensluna, sem best er aö komast hjá. Hver er þá leiöin út úr þessu vandhæfi? Eg sé ekki nema eina, er fær sé og verulega til bóta. Sú hefur jafnan drjúgust reynst til heilla í vandamálum kirkjunnar. Hún er, aö hverfa til uppsprettunnar sjálfrar, bibliunnar, frá kverhöfundunum aS fótum meistarans sjálfs, sem vér allir lútum. Svo er guSi fyrir aö þakka, aS vér játum allir meistara vorn, drottinn og frelsara, viöurkennum allir, aS í því sé fólgiS hiS eilífa líf, aS þekkja hinn eina sanna guS og þann sem hann sendi Jesúm Krist. Og kennir nokkur bók þetta betur en guSspjöllin sjálf? Ekki finst mér þaS. Hvi þá ekki nota þau? Eg hef tvisvar á almennri prestastefnu, 1909 og 1911, reynt aS sýna fram á, aS „kveriS“ sé óhentug kenslubók handa börn- um, en aS í þess staS ætti aS kenna rækilega biblíusögur til undirbúnings undir fermingu í öllum skólum. Barnabiblían var gefin út í því skyni eftir fyrirlagi prestastefnunnar. Eg tek ekki nú upp aftur þaö, sem eg sagöi þá og prentaö er í N. Kbl. En þetta vandamál, sem hér er um aS ræSa, ber aS sama brunni.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.