Skólablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 6
150 SKÓLABLAÐIÐ séra Jón Bjarnason, kirkjufélagsforseti, nýguöfræöingur. Eg set hér orð hans um kverkensluna: „MeS þeirri óskaplegu kenslu- aðferð hefur kirkjunni — vorri kirkju sér á parti — tekist aö fæla stóran hluta almennings frá kristindóminum. Vitleysa þeirrar erfikensluaðferöar skilst einna best viS að hugsa sér þann ómöguleika, aS Jesús Kristur eöa postularnir væru a8 kenna mönnum kverið — hlýða mönnum yfir það, eins og ísl. prestar hafa lengst af gert. Og fræði Lúters, þótt að sumu leyti sé klassisk, eru óheppileg til að fá börnum vorrar aldar í hendur til aö læra sér til gagns.“ Eg veit að mér verður svarað því, að hann sé einungis að víta kverkensluaðferðina, en ekki sjálfa kverkensluna, og eg hef heyrt og séð meðhaldsmenn kversins halda þvi fram, að gamla aðferðin sé úr sögunni. En það er því miður ekki satt. Hún gengur enn ljósum logum og mun ganga í lengstu lög, meðan heimtað er af mönnum að nota þá kenslubók, hvort sem þeir treysta sér til þess eða ekki. Lát- um þá nota hana, sem vilja og treyta sér til að fara svo með, að börnunum verði til sálubóta, en að þröngva hinum til þess er óhæfa. Margir þeirra treysta sér fyrir þvi til að kenna biblíu- sögur og geta leyst það vel af hendi. Að banna þeim það líka, fyrst þeir treysta sér ekki við kverið, eins og sumir halda fram, gæti verið mikill skaði. Hver á þá að gera það ? Prestarnir kom- ast ekki til þess, heimilin oft ekki heldur. Og þó að þau kæm- ust til þess, er síst að reiða sig á, að þau hafi hæfari manni á að skipa til þess en kennarinn er. Á þá að láta börnin fara al- gjörlega á mis við alla kenslu í kristnum fræðum, svo framar- leg sem ekki er völ á kennara, er treysti sér til að kenna kver í lagi. Kverið er þó ekki allur kristindómurinn, né kvernám einkaskilyrði þess að vera kristinn maður. Þenna hnút má til að leysa. Kennarar, fræðslunefndir og prestar verða að koma sér saman um það, ef kirkjustjórnin fæst ekki til þess. Eg hef orðið svo margorður um þetta atriði í þessu sambandi, af því að mér finst kristindómi þjóðarinnar stafa meiri hætta af því heldur en hinu, þó að guðfræðinga kirkjunnar greini á um skilning og skýringar á ýmsum lærdómssetningum og fræðiorðum. Eg vil að kirkjan sé „rúmgóð“. Óttast meir þrengslin. Eg heyri aldrei Krist vísa neinum frá sér fyrir trúar- skoðanir hans. Og eg á bágt með að hugsa mér, að eg vildi

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.