Skólablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 10
SKÓLABLAÐIÐ 154 kennurum einnig á A. M. R. Kragsgaard: Geografisk Billed- Atlas for Skole og Hjem. Ágætisbók til a8 gefa börnum ljósari hugmyndir um útlit fólks og landa. IV. Saga. Ekki likar mér íslendingasaga Boga Th. Melsteös, sem þó er oft löstuð of mikiö. Lítt hægt að dæma Islend- ingasögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu; vantar reynslu. Þó finst mér máliS á henni sumstaöar full-þungt, ekki viö barna hæfi. Tel samt sjálfsagt aö nota hana fremur en Boga og vona aö gefist betur. Sögukver Boga Th. Melsteös líkar mér allvel, gæti þaö meö litlum breytingum oröiö besta kenslubók á sínu sviöi. Þaö sem mér firxst helst aö er þaö, að æfiatriði mannanna eru ekki tekin í heild, heldur innan um starf þeirra. Vil eg hafa æfiatriöi sér, starfið sér; held aö hvorttveggja veröi skýrara og geymist betur í minni en ella. Góöar stuðningsbækur fyrir kennara í þessari grein bæöi Is- landssaga Jóns Jónssonar sagnfræöings, Dagrenning eftir sama og Minningar feöra vorra eftir Sigurö Þórólfsson. V. Náttúrufræði. Þar finst mér einna tilfinnanlegast vanta betri kenslubók en náttúrufræöi Bjarna Sæmundsonar er. Vona eg fastlega aö einhverjir góðir menn veröi til þess að semja hæfari bækur — eða bók — sérstaklega dýrafræði, grasafræði og heilsufræði. Dýrafræöi fyrir börn ætti aö vera mest frá- sögur um dýrin og helstu einkenni í sambandi viö þær. Öll íslensk dýr úr hverjum flokki — ef einhver eru — vildi eg aö væru talin sér, fyrst; þá helstu útlend. Skal t. d. nefna fugla. Vil þar aö fyrst sé sagt frá staðfuglum í hverjum flokki, þá farfuglum, siöast helstu útlendum. Ef til vill bara sérviska min þetta, en held aö tolli best í minni barna ef svo er haft; hef dálitla reynslu í þeim efnum. Margt í náttúrufræöi Bjarna Sæm. orðið úrelt, t. d. heiti á hlutum blóms (duftberi, duftvegur o. fl. o. fl. Bót aö því væri breytt ef lengur þarf að nota bókina, sem helst ætti ekki aö vera. Eðlisfræöi Valdimars Valvessonar tel eg mjög góða kenslubók, skýr, hæfilega stór og þannig aö létt er viö aö auka, ef kennarar vilja. Góöar stuðningsbækur fyrir kennara tel eg dýrafræði eftir Bjarna Sæm., „Plönturnar“ eftir Stefán Stefánsson, „Heilsufræöi“ Steingrims, eðlisfræöi eftir Ellinger o. fl.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.