Skólablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.10.1916, Blaðsíða 12
156 SKÓLABLAÐIÐ Aðkeypt vit. Æska þín var arg og strit — enginn skólavetur —. Það var ekki „aSkeypt vit“ í þér, því fór betur. — Vísuna þá arna setur einhver rímarinn saman í „KveSju“ ti£ Símonar sál. Dalaskálds. Ekki er kveöjan sú til Símonar þess. verö aö henni sé haldið á lofti, og ekki heldur tilvitnaða vísan. Andlausa kveöskaparhnoöiö, sem á seinni árum fyllir blöö og- tímarit, á það síst skilið að vakin sé athygli á því eöa þaö fest í minni. En skoöunin, sem felst í þessum hendingum, er þess verð, að á hana sé minst, ekki að vísu til að halda henni á lofti, heldur til að kveöa hana niður, þar sem hún enn kann að vera til, ef þess væri nokkur kostur. Aö setja unglinga til menta, eða senda þá i skólavist, hefur löngum verið kallaö „aö kaupa í þá vitið“. „Aðkeypt vit“ er því í meðvitund manna sama sem skólamentun. Og það er nú það sem höf. kveðjunnar til Símonar Dalaskálds er a5 fagna yfir, aö Símon var aldrei settur til menta, átti engan skólavetur, hafði ekkert aðkeypt vit. Ekki fagnar hann þó yfir því aö Símon var mentunarsnauður maður, heldur segir hann: Því fór betur aö í Símoni var ekkert „aðkeypt vit“, engin skólamentun. Væri mark takandi á slíku þvaöri sem þessu, þá væri líka sannarlega ástæða til aö mótmæla því, kveða það niður. Þa5 er ekki uppörfandi fyrir ungt fólk að afla sér skólamentunar, ef það er fagnaðarefni að vera laus við þann dýrkeypta grip, Einhverja skoðanabræður má vera að höf. kveðjunnar eigi, og væri þá vert fyrir þá að hugsa um vesalings Símon og" virða fyrir sér náttúrugáfu hans, hagyrðingshæfileikann og minnisgáfuna hans frábæru. Var þarna ekki ástæða til að rækta eitthvað? Hefði ekki líf þessa manns orðið eitthvað öðruvísi, ef hann hefði átt kost á að vera undir handleiðslu góðra skóla- kennara í æsku? Ætli rit hans hefðu ekki líka orðið eitthva5 öðru vísi?

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.