Skólablaðið - 01.10.1916, Side 4

Skólablaðið - 01.10.1916, Side 4
148 SKÓLABLAÐIÐ Biblíusögur, rækilegar og sem mest með biblíunnar eigin oröum, er kenslubók, sem allir ættu aS geta notaö jafnt, þrátt fyrir allan þann skoöanamun, sem mér er kunnugt um að eigi sér staS hér á landi, bæSi meSal presta og barnakennara, um skiln- ing á ýmsum smágreinum. Þar hafa þeir allir meö þaö efni aö fara, sem best er falliö til aö móta sem skýrast í barnshugann mynd frelsarans, lifsferil og lærdóm. Þar þarf ekkert aö rífa niöur. Allur hugurinn má vera viS þaö aö gera börnunum mynd- ina sem ljósasta og hjartfólgnastá. Eg efast ekki um þaö, aS kenslan veröi misjöfn, kanske allólík. Hver leggur mesta rækt viS það, sem mest hefur heillaö hug og hjarta sjálfs hans. Eitt verður út undan hjá þessum, annaS hjá hinum. Slíkt er óum- flýjanlegt. Kennararnir eru misjafnir, hjartalag og trúarreynsla margvísleg. Sú margbreytni fælir mig ekki. Hún er hvervetna fylgja lífsins, skilyrSi andlegs vaxtar og þroska. Ef nú barnakennara hefur lánast aö leysa verk sitt vel af hendi í þessu efni, þá er þar lagður góSur grundvöllur á aö byggja, bæSi fyrir prestinn, er á aS búa barniö frekar undir ferminguna, og fyrir lífiö, þar sem barniS á fyrir höndum aS nema af samfara fræðslu og reynslu glöggvari skil á sannind- um trúarinnar en unt er á barnsaldri. Þaö getur þá játað góðri játningu á fermingardegi, hvort sem kennarinn hefur kent því utanbókar orS trúarjátningarinnar, eSa presturinn fyrst gerir það, þegar til hans kasta kemur og hann hefur komist aS raun um, aS barniS getur talaS orðini og hugur fylgt máli. Margar mótbárur hafa komiS fram gegn því aö láta þannig biblíusögur koma í staö kvers viö barnafræðsluna, en engin hefur haggaS þeirri sannfæringu minni, aö sú breyting væri holl, meira aS segja nauSsynleg, eins og hér stendur á. And- mælendur hennar segja: „MeS því fyrirkomulagi yrSi fræSslan ekki í nokkru lagi hjá öllum þorra kennara.“ Hyggja þeir þá, aS auöveldara sé aö kenna í lagi kver heldur en biblíusögur? ÞaS er þvert á móti minni reynslu, svo langt sem hún nær, og þeirri litlu þekkingu, sem eg hef á sálarlífi barna. Eg hef heyrt margan kenna sæmilega biblíusögur, sem kendi lélega kver, en engan kenna kveriS vel, en bil)líusögur illa. Og er það mögulegt, aö kristindómsvinum sé varnaS skilnings á því, hver háski er aS lélegri kverkenslu og aö hún sé miklu betri engin?

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.