Vísir - 03.05.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 03.05.1962, Blaðsíða 2
VISIR Fimmtudagur 3. maí 1962. „TT’/TISl Tp Ua y/mmmvemsr/m /A - Q 1% “~i r^1 “—i r^1 =rr’ Td y. ymmz/////////^mv/////////ym'///////, PARDUSDÝRIÐ 44 hetjan I sigri Benefita í gær Bcnfica vann í gær úrslita- leikinn í Evrópubikarkeppninni í Amsterdam gegn Real Madrid með 5:3. Þetta er í annað sinn, sem Benfica vinnur, en þeir urðu meistarar í fyrra. Áður hafði Real unnið 5 sinnum í röð, eða frá því keppnin hófst. Real„maskínan“ komst ekki í gang að neinu gagni í gær- kvöldi fyrr en eftir 10—12 mín- útna leik og þá lék framlínan skemmtilega gegn og Puskas „negldi“ boitann í net Benfica eftir sendingu Del Sol h. inn- herja. Puskas var aftur að verki á 23. minútu. Benficamenn höfðu fullan hug á að jafna og fyrra mark þeirra kom eftir giæsilega aukaspyrnu ,undra- mannsins“ Eusebio, „pardus- dýrsins“ sem menn uppgötvuðu ekki fyrir löngu síðan í Mos- ambiquc í hinni svörtu Afríku, en frá honum var sagt hér í blaðinu fyrir skömmu. Fram- Pétur Antonsson. mm HÆTTIR HANDHNATTLEIK „Nú er ég stcinhættur", sagði Pétur Antonsson, við okkur er við hittum hann á dögunum. „Ég held að ég muni ekki byrja aftur, því í fyrsta lagi mun ég flytja til Grindavíkur þar sem ó- hægt er um vik að æfa handknatt- leik, og í öðru lagi er ég orðinn þreyttur á Ieiknum. Ég hef hætt áður og veit hvað það er og get fullyrt að ég taki „veikina“ ekki aftur. Ég hætti fyrir nokkrum ár- um eftir að ég var í Val, en byrj- aði síðan aftur með FH.“ Pétur hefur undanfarin ár verið fastur maður í landsliði og liði FH og sjá bæði þessi lið á bak góðum leikmanni, en fiskiðnaðurinn I Grindavík hrósar happi að fá ung- an og dugmikinn mann, því Pétur mun taka við stjó'rn fiskvinnslu- stöðvar á staðnum. Vonandi að Pétri gangi ekki síður „að brjótast í gegn“ þar en í handknattleiknum. herjinn Agus tók við spyrnu Eusebio og skoraði laglega. Caven v. framvörður skoraði 2:2 34. mínútu eftir misök í vörn Real, en á 38. mínútu skoraði Puskas sitt „hat-trick“ 32 með hörkuskoti eftir fallegan lcik Real-framlínunnar. Það var eins og nýtt lið, sem UMS Borgarfjaröar minnist 50 ára afmælis Ungmennasamband Borgarfjarð- ar átti 50 ára afmæli þann 26. apríl s.l. 1 tilefni afmælisins hefur sam- bandið gefið út myndarlegt afmæl- isrit 58 lesmálssíður að stærð. Er í ritinu rakin umfangsmikil saga sambandsins og hinna einstöku fé- laga innan sambandsins. UMSB var stofnað af 15 fulltrú- um 7 ungmennafélaga í Borgar- firði. í fyrstu stjórn sambandsins voru þeir Páll Zophoníasson, Jón Hannesson og Andrés Eyjólfsson. Núverandi stjórn skipa Ragnar Olgeirsson, sambandsstjóri, Guð- mundur Þorsteinsson, ritari, Guð- laugur Torfason, gjaldkeri, Geir Björnsson meðstjórnandi og Bjarni Helgason, meðstjórnandi, Fyrsti sigurinn i gær á Hampden Uruguay tókst loks að sigra í keppnisferðalagi sínu um Evrópu, er þeir í gærkvöldi unnu Skotland á Hampden Park leikvellinum í Glasgow með 3-2, í hálfleik var staðan 3-0 fyrir Uruguay. 64000 áhorfendur sáu leikinn, eða helm- ingi færri en þeir sem sáu leik St Mirren og Glasgow Rangers. Sngemor í fjorða sæti The Ring, hið víðfræga hnefa- leikablað telur Ingemar Johanson hinn sænska hnefaleikakappa 4. á lista yfir áskorendurna í þungavigt. Fyrstur er að sjálfsögðu Sonny Liston, þá Eddie Machen, þriðji er svo Zora Folley. Ingemar hefur þv£ unnið sig upp um eitt sæti eft- ir sigurinn yfir Snoek. kom inn á völlinn í síðari hálf- leik, er Bcnfica birtist. Léku þeir af miklum krafi og gáfu ekkert eftir. Mörkfn létu heldur ekki á sér sanda og á 6. mín- útu jöfnuðu þeir (Coluna) og á 18. mínútur skoraði „pardusdýr- ið“ úr vítaspyrnu og sami mað- ur skoraði á 23. mínútu 5:3 með gegnumbroti. Tilraunir Real til að jafna voru með öllu árang- urslausar og þannig lauk þess- um spennandi Ieik með sigri Portúgalsmeistaranna. 65.000 manns horfðu á keppn ina, sem fram fór á OL-Ieik- vanginum frá 1928 og langvin- sælastur af áhorfendum var hinn þeldökki Eusebio, sem gerði furðulegustu hluti, en hann er nú að verða dýrasti knattspyrnumaður Evrópu. HORST SZYMA^IAK þekkjum við einnig frá Laugardalsvellin- um frá landsleiknum, en hann vakti geysiathygli í framvarðar- stöðunni og var eitt sterkasta troinp þýzkra. Hann leikur nú með ítalska liðinu Catania og hefur að baki 32 Iandsleiki. Myndin sýnir TILKOWSKI, landsliðsmarkvörð Þjóðverja, er hann ver skot, sem undir venjulegum kringumstæðum er talið „óverj- andi“. Tilkowski er geysisnjall í markinu, eins og menn muna frá því er hann lék hér með V.-Þjóðverjum 1959. ENDURTEKNING HM í BERN? Þjóðverjar, heimsmeistararnir í knattspyrnu 1954 eru nú að Ijúka við æfingar fyrir heimsmeistara- keppnina í Chile, en hún hefst í lok þessa mánaðar. Þjóðverjar gera sér ekki of stór- ar vonir um sigra í HM, en ekki er hægt að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að lið þeirra er nú mjög gott og líklegt til alls ekki síður en 1954 þegar liðið vann hina „ósigrandi" Ungverja i úrslitaleikn um í Sviss 3-2. Þýzka liðið leikur fyrst gegn ítölum, sem urðu heimsmeistarar 1934 og 1938, (31. mai), Sviss (3. júm"), og þá gegn Chile, sem Þjóð- verjar telja að verði erfiðasti leik- urinn i keppninni (6. júní). Er líkl. að Þjóðverjar vinni riðilinn. Þjóðverjar sjálfir eru sem fyrr segir ekki of vongóðir með lið sitt, en segja mætti að „galdrakarlinn" Hlaut silfurskeifu í kvöld fer fram handknattleiks- mót yngstu mannanna, en Fram og Víkingui' halda mót að Hálogalandi kl. 7.30, þar sem 4. flokks piltar leiða saman hesta sína. Leikarnir verða þessir: Valur — Haukar, Þróttur — Víkingur. Fram — Ármann. KR - FH. Keppnin er útsláttarkeppn' Tamningapróf fór fram á Hvann- cyri s.l. sunnudag. Við þetta próf fær sá, er hæstu cinkunn hlýtur, silfurskeifu Morgunblaðsins í verð- laun. Hlaut hana að þessu sinni Guð- mundur Hermannsson ættaður úr Rvík, er sýndi tamningaárangur á einum hesti, og hlaut 8.5 í eink., en næstir voru með 8 st. hvor, Gunnar A. Thorsteinson Rvk og Kristján Finnsson, Meðalfelli í Kjós, og sýndu hvor um sig tamningaárang- ur á tveimur hesta þeirra, sem þeir höfðu haft til tamningar. Yeður var hið fegursa og margt staðarmanna viðstaddir og ýmsir lengra að komnir og má segja, að mikill hestamannagleði hafi ríkt á Hvanneyri allan daginn og fram á nótt, en að kveldi næsta dags skyldu skólaslit fram fara, og verð- ur þeirra nánar getið síðar. — Dómnefnd við tamningaprófið skip uðu Símon Teitsson frá Grímsstöð- um, Borgarnesi, sem tók við kennslustarfinu af Gunnari Bjarna- syni, er hann för að Hólum, Guðm. Jónsson ráðunautur og Vignir Guðmundsson, blaðamáður frá Morgunblaðinu. i en Shirley Enska telpan Haylcy Mills er talin vinsælasta kvikmyndastjarna meðal barna, síðan Shirley Temple lék forðum. Tvær vinsælustu myndirnar, sem Hayley hefir leikið í — „Polly- anna“ og „Foreldragildran” — hafa gefið af sér um 100 millj. kr. í Bretlandi og meira en 250 millj. kr. hvarvetna, þar sem þær hafa verið sýndar. Sepp Herberger eigi eftir að slá töfrasprota sinum á þessa 11 Ieik- menn Þýzkalands rétt eins og hann gerði 1954, þegar enginn gerði sér von um sigur Þýzkalands, og þá er ekki að vita hvernig fer. Uppþot í Portúgal 1. maí Fyrsta maí, dags verkalýðsins, var minnzt með venjulegum hátíða- höldum víða um lönd. Til alvarlegra uppþota kom ekki nema í Porúgal og var það einkum í Oporto og Lissabon, sem £ odda skarst. Kennir stjórnin kommúnist- um um, — þeir hafi reynt að nota daginn til undirróðurs og árása á stjórn landsins. Réðst lögreglan gegn fylkingum kröfugöngumanna með kylfum og táragasi og dreifði þeim. Einnig var sprauað á menn vatni sem blár litur hafði verið settur í. Var bununum beint að for sprökkum uppþotsmanna til þess að auðvelda lögreglunni handtöku þeirra. Einn maður beið bana í Lissabon -og 50 — 60 menn voru fluttir í sjúkrahús vegna meiðsla í báðum borgunum. í Sovétríkjunum fór að vanda fram mikil hersýning á Rauða torg- inu og bar mikið á kjarnorku-flug- skeytum. Ennfremur vakti það at- hygli, að ekki voru bornar í fylk- ingum eða hafðar uppi annarstað- ar neinar myndir af Mao Tse Tung, höfuðleiðtoga Kína, og Stalin og fleiri leiðtogum, lífs og liðnum. í Stokkhólmi var m. a.^minnzt sigursæls árangurs sjálfstæðisbar- áttu Serkja i Alsír.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.