Vísir - 03.05.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 03.05.1962, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. maí 1962. VISIR 9 Margir munu kannast við ný- yrðin framleiðni og vinnuhag- ræðing. Ekki er að sama skapi víst, að allir hafi haft tækifæri til að gera sér grein fyrir merk- ingu þessara hugtaka, enda þótt þau séu nátengd, hvers konar umbótaviðleitni í atvinnulífi nú- tímans og snerti reyndar at- vinnu- og lí.'skjör flestra. Tilgangur þessarar greinar er að leitast við að skilgreina og útskýra þessi hugtök, en rétt er að hafa hugfast, að margar bæk- ur hafa verið skrifaðar um hvort efni um sig, og hér verður þvl aðeins unnt að stikla á stóru. framleiðnitölu viðkomandi þátt- ar. Dæmi: Yfir mánaðartímabil komst skyrtuframleiðandi að þeirri nið urstöðu, að framleiðnitölur helztu þátta hefðu verið þessar: Efni: 0,45 skyrtur á fermeter efnis Vinna: 0,8 skyrtur á hvern vinnutíma Vélar: 35 skyrtur á hvern vél- tíma Hver fermeter efnis kostaði kr. 30.00, hver vinnutími kr.- 18.00, og hver véltími (afskrift- ir, vextir og viðhald) kr. 70,00. Út frá þessum forsendum mátti reikna magnnotkun hinna mis- munandi þátta 1 kr. á fram- leiðslueiningu: Efni: 30.00:0.45 = 66,70 kr. á hverja skyrtu Vinna: 18.00:0,8 = 22,50 kr. á h7erja skyrtu Vélanotkun: 70,00:35 = 2,00 kr. á hverja skyrtu Eins og áður var bent á er framleiðnitala framleiðsluþáttar fólgin í hlutfallinu framleiðslu- magn, magn framleiðsluþáttar. Sé þessu hlutfalli snúið við fæst magnnotkun framleiðsluþáttar á framleiðslueiningu, t.d. fermetr- tækjum sínum. Eflaust gera sum ir framleiðendur að staðaldri út- reikninga, sem samsvara fram- ieiðnimælingum, en hætt er við, að þeir séu í minni hluta. Það, sem ef til vill skiptir mestu máli í sambandi við fram- leiðnimælingar, eru sálrænu á- hrifin, sem því fylgja, að hafa einhvern mælikvarða til að leggja á árangur þeirrar við- leitni, sem flestum er í blóð borin að meira eða minna leyti, að ná stöðugt betri árángri í starfi. Setjum svo, að ef skyrtu- framleiðandinn í dæminu að of- an hefði engar upplýsingar um framleiðni hinna tilgreindu þátta skj rtuframleiðslunnar, eru miklu minni líkur til, að hann fyndi hjá sér hvöt til að bæta t.d. nýtingu efnis eða taka upp hagkvæmari vinnuaðferðir, ef hann vissi ekki, að við núver- andi aðstæður fengi hann 0,45 skyrtur á fermetra efnis og 0,8 skyrtur á hvern vinnutíma. Af því, að hann veit þetta, hins vegar, eru líkur til, að hann hugsi sér, að gera ráðstafanir til að fá tölur í t.d. 0,50 og 0,9. Hann veit að hverju hann kepp- ir (ekki sízt, ef hann hefði nú sjálfsögðu reynt að gera frá ó- muna tíð, en það, sem gefur vinnuhagræöingu nútímans sér- merkingu, eru hinar kerfis- bundnu aðferðir, sem notaðar eru til að bæta vinnubrögðin og reyndar ekki aðeins vinnubrögð in, heldur einnig nýtingu hrá- efna, fjármagns og annarra fram leiðsluþátta, að ógleymdu sjálfu stjórnskipulaginu, innanhúss- flutningum og mörgu öðru, sem hefur gildi fyrir framleiðni starf seminnar, hver sem hún kann að vera. ' Vinnuhagræðingartækni nú- tímans á margra áratuga þróun að baki og krefst sem sérgrein sérmenntunar og mikillar þjálf- unar. Engu að sfður eru ýmis atriði vinnuhagræðingartækninn ar tiltölulega einföld, þannig að þau má læra á tiltölulega stutt- um tíma og hafa góð .not af. Hefur þetta m. a. gert það að verkum, að vinnuhagræðing hef ur háð mikilli útbreiðslu víða og mótað viðhorf manna og hugsanagang í hvers konar at- vinnustarfsemi. Viðfangsefnum vinnuhagræð- ingar má í stórum dráttum skipta í þrjá flokka: 1) Skipulagsleg verkefni (org- anisatorisk) í sambandi við stjórnun atvinnurekstrar, skipt- ingu starfseminnar í deildir eða þætti, verkaskiptingu starfs- manna, ábyrgð þeirra og skyld- ur o. s. frv. Þjált starfsskipu- lag með hreinum línum er mik- ilsvert atriði í allri atvinnu- starfsemi og í vaxandi og stór- um fyrirtækjum getur stjórnun fyrirjækjanna farið í handaskol og framtíð þeirra verið að veði, ef ekki er nógsamlega hugsað fyrir heilbrigðu skipulagi. Á þessu sviði er því oft að finna veigamikil verkefni, sem leysa verður á skynsamlegan hátt, til þess að fyrirtæki geti vaxið og dafnað eðlilega. 2) Rekstrarhagfræðileg við- fangsefni. Hér er einkum um að ræða skipulagningu reiknings- og skýrsluhalds og rekstrareft- irlits, þannig, að stjórnendur geti haft handbærar þær upplýs- ingar hverju sinni, sem þarf til þess að geta byggt allar ákvarð- anir rekstrinum viðkomandi á traustum forsendum, en undir því er heilbrigð fjármálastjórn m.a. fyrst og fremst komin. 3) Framleiðslutæknileg við- fangsefni. Hér er komið að fram leiðslunni sjálfri og má skipta vinnuhagræðingarviðfangsefn- unum í tvennt eftir því, hvort þau krefjast verulegrar fjárfest- ingar eða ekki. Oft á tíðum má, t.d. einfaldlega með brevttri niðurröðun framleiðslutækja, spara vinnuafl, án teljandi fjár- festingai. I öðru tilvikum getur verið nauðsynlegt að kaupa við- bótar vélar eða flutningatæki til þess að ná tilætluðum árangri og leiða slíkar hagræðingarað- gerðir að sjálfsögðu til aukinn- ar fjárfestingar. Mörkin rnilli þeirra tegunda hagræðingarviðfangsefna, sem b'ramh. á 10. síðu. köst og framleiðni, og að enn aðrir sem betur vita, veigra sér við að nota orðið framleiðni af einhverjum orsökum. 1 ljósi þess, sem áður er sagt, er auð- velt að sjá, að þetta er ekki eitt og það sama. Ef til vill gefur Framleiðni í hvers konar framleiðslu og þjónustu eru fleiri eða færri svo kallaðir framleiðsluþættir til staðar, þ. e. a. s. vinnuafl, hrá- efni, orka, vélar og verkfæri, byggingar o. fl. að fjármagni ó- gleymdu. Mikilvægi hinna ein- stöku þátta fer eftir því, hver framieiðslugrein er, en vinnuafl- ið skipar að sjálfsögðu jafnan veigamikinn sess, ef ekki vegna hlutdeildar í framleiðslukostn- aði, þá vegna kunnáttu og á- byrgðar. Því veigameiri, sem hver einstakur framleiðsluþátt- ur er, þeim mun mikilvægara er, að unnt sé að gera sér grein fyrir nýtingu hans. Dæmi um þetta er t.d. nýting hráefnis í hraðfrystihúsum og vélakosts í málmiðnaði. Það er einmitt þessi nýting framleiðsluþáttanna, sem kölluð er einu nafni framleiðni. Nánar tiltekið: framleiðni er fólgin í nýtingarhlutfallinu milli ákveð- ins frameiðslumagns (eða verð- mætis) og magns (eða verðmæt- is) hinna ýmsu þátta framleiðsl- unnar, sem til þurfti. í daglegu tali er orðið ýmist notað í merk ingunni vinnuframleiðni eða í víðustu merkingu, þ. e. heildar- framleiðni og er þá átt við, að aukning framleiðni sé fólgin í þvl að framleiða meiri og/eða betri vöru með sama eða lækk- uðum tilkostnaði. Framleiðni er, að sjáif- sögðu, unnt að mæla. Hlutfallið framleiðslumagn/magn fram- Ieiðsluþáttar gefur hana til kynna. Dæmi um framleiðslu- magn getur t.d. verið fjöldi ein- inga einhverrar fullunnar vöru (af sömu stærð og gerð) t.d. fjöldi skópara, fjöldi stóla, fjöldi fiskpakka o. s. frv. Fjöldi vinnu- eininga (t.d. mann-klst.), sem til þurfti til að framleiða hið til- greinda magn, segir þá til um magn vinnuaflsins, sá óskað að ákveða framleiðni vinnunnar. I dæminu um fiskpakkana gætum við t.d. tekið fiskmagnið (fjölda kg), sem til þurfti sem fram- leiðsluþáttinn og ákveðið þann- ig hráefnisframleiðnina eða -nýtinguna. Framleiðnitölur standa í mjög nánu sambandi við framleiðslu- kostnað. Heildarframleiðslu- kostnaður á framleiðslueiningu er summa liða, sem hver um sig má reikna sem einingarverð framleiðsluþáttarins deilt með Sveinn Bjömsson þetta lesandunum tilefni til að hugleiða, hvaða ráðstafanir hann mundi taka sér fyrir hend- ur, annars vegar, ef hann ætlaði einfaldlega að auka afköst starf- semi sinnar, og hins vegar, ef hann vildi leitast við að auka eftir Svein Bjjörnsson, forstjc Iðnaðarmálastofnunarinnar ar efnis eða fjöldi vinnutíma á hverja skyrtu. Við höfum nú séð með ein- földu dæmi, sem reyndar hefði mátt sækja I hvaða framleiðslu- grein, sem vera skal, hvernig framleiðnimælingar gefa mæli- kvarða til að meta nýtingu fram leiðsluþáttanna. Lesandinn kann nú að segja sem svo, að þetta upplýsingar um framleiðnitölur keppinautanna) og jafnvel einn- ig, hvaða ráðstafanir muni koma að beztu haldi. Framleiðnimælingar tíðkast nú að staðaldri víða um lönd, bæði í fyrirtækjum og heilum atvinnugreinum og fæst þannig samanburður á framleiðni í ein- stökum fyrirtækjum frá ári til .... framleiðni hennar. Eru ekki lík- ur til, að viðbrögðin yrðu önnur í síðara tilfellinu, en í því fyrra, þar sem tilkostnaðúr skiptir I rauninni ekki máli? Framleiðni- aukning getur haft í för með sér afkastaaukningu, en þetta þarf þó ekki alltaf að vera svo. Af- kastaaukningu getur aftur á móti fylgt minnkun framleiðni ekki síður en aukning. Nýting framleiðsluþáttanna, ef henni er gaumur gefinn, segir til um áhrif afkastaaukningarinnar á framleiðnina. Margt fleira væri ástæða til að minnast á í sambandi við framleiðni, t.d. áhrif opinberra afskipta á framleiðni atvinnulífs ins, samanburð og mat á frarn- leiðni vinnuafls og fjármagns einstakra atvinnugreina þjóðar- búsins, um sambandið milli lífs- kjara og framleiðni o. fl., en hér verður látið staðar numið og tekið til við síðara efnið, sem hér skal ræða. iillils imiiiii Vinnuhagræðing Þetta orð er þýðing á alþjóð- lega orðinu rasjonalisering, sem myndað er af latneska orðinu ratio, sem mun vera samstofna Islenzka orðinu ráð og þýðir m. a. skynsemi, raunstei. Miðað við þennan uppruna, hefði þvi eins mátt kalla vinnuhagræðingu ráðsömun eða jafnvel skynsöm- un eins og einn málfræðinga okkar lét sér detta í hug, þvl að undirstöðumerking rasjonaliser- ingar er einfaldlega að nota skynsemina. Þetta hefur fólk að Það þarf auðvitað meiri vinnukraft, en við sleppum við að slá upp vinnupöllum. sé í rauninni ekkert nýtt og sáraeinfalt að auki. Þetta er vissulega rétt, en sú spurning hlýtu þa a„ vakna, hvort stjórn endur íslenzkra fyrirtækja hafi almennt skilning a því, hvers virði það er, að geta gert séi grein fyrir framleiðni í fyrir- árs (eða mánuði til mánaðar). milli einstakra fyrirtækja í sömu atvinnugreir: og jafnvel saman- ourðir milli heilla atvinnugreina og ianda. Greinarhöfundur hefur orðið þess var, að sumum hættir ti! að rugla saman hugtökunum af-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.