Vísir - 03.05.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 03.05.1962, Blaðsíða 4
4 V'ISIR Fimmtudagur 3. maí 1962. Þilfarsrýmið á sanddæluskipinu er býsna lítið þegar búið er að ganga frá því til dælingar og koma fyrir sogrörum og krönum, eins og það á að vera þegar dælt er. Myndin er tekin þegar Sansu er að dæla sandi úti á Faxaflóa. Danska sanddæluskipið „Sansu“ við bryggju. Það héfur fram til þessa dælt öllum skeljasandi, sem Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur þurft til framleiðslu sinnar. , Ársþing iðnrekenda um framtíðarsamninga við fyr- irtækið verður að ræða. — En svo við snúum okkur j að danska sanddæluskipinu, i hvað verður það hér lengi að ’ þessu sinni og hvað he'fur verið 1 samið um að það dæli miklu ^ magni? l — Það verður eitthvað fram- eftir sumri. Það fer að sjálf-1 sögðu eftir því hvað dælingin ^ gengur vel. Samið hefur verið um að það dældi a. m. k. 150 þúsund rúmmetrum af sandi áð- ur en það færi. — Og það tekur strax til starfa? — Það kemur á mánudaginn og er þessa dagana að búa sig út til dælingarinnar t.d. með því ganga frá uppsetningu og útbún- aði sogröra, krana og þess hátt- ar. Það mun væntanlega verða tilbúið til starfa um eða upp úr næstu helgi. 1 fyrra var ekki dælt neinum sandi, svo að við eigum núna með allra minnsta móti af birgð- um. Aftur á móti var sanddælu- skipið Sansu hér í hitteðfyrra og dældi þá 170 þúsund rúm- metrum af skeljasandi. Ársþing iðnrekenda, sem jafn- framt er aðalfundur Félags ísl. iðnrekenda, var haldið í Leikhús- kjallaranum s.l. föstudag og Iaug- ardag. Formaður félagsins, Sveinn B. Valfells, setti fundinn. Fundar- stjórar voru Kristján Jóhann Kristjánsson og Kristján Friðriks- son. Sveinn B. Valfells flutti ýtarlega ræðu um hag iðnaðarins á s.l. ári og störf félagsins óg ýmis þau mál, sem nú eru á döfinni og varða afkorr.u iðnaðarins. Ræddi hann m. a. lánsfjárvanda iðnaðar- ins og lagði áherzlu á, að til fram- kvæmda kæmu tillögur nefndar þeirrar, sem nýlega hefur skilað á- liti um lánsfjármál iðnaðarins. Hann gat þess ennfremur, að Félag íslenzkra iðnrekenda teldi hyggi- legt ,að sótt yrði um aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu, til þess að sem fyrst gætu hafizt við- ræður þar að lútandi. I lok ræðu sinnar benti Sveinn á nauðsynlegan undirbúning til þess að mæta þeim vandamálum, sem að íslenzku efnahagslífi steðj- uðu í næstu framtíð. í því sam- bandi benti hann sérstaklega á nauðsyn stóraukinnar tæknimennt- unar. Hina nýkjörnu stjórn félagsins skipa: Formaður: Sveinn B. Valfells. Meðstjórnendur: Gunnar J. Frið- riksson, Ásbjörn Sigurjónsson, Sveinn Guðmundsson, Hannes Páls son. Varastjórn: Árni Jónsson, Sveinn S. Einarsson. Ársþingið gerði samþykktir varð andi ýmis hagsmunamál iðnaðarins og verður þeirra getið síðar. Uppsalaháskóli kýs Einar Olaf heiðursdoktor Einar Ól. Sveinsson prófessor verður í vor kosinn heiðurs- doktor við Uppsalaháskóla, fyrstur Islendinga. Uppsalaháskóli er, sem kunn- ugt er, elztur háskóla á Norð- urlöndum, settur á stofn 1477, og sýnir Einari Ólafi prófessor sérstakan heiður með því að útnefna hann heiðursdoktor, svo og Háskóla íslands. Einar gerðist prófessor í fombók- menntum við Háskóla Islands árið 1945. Sanddæluskipiö Sansu er ný- komið til fslands til að dæla skeljasandi úr Faxaflóa fyrir Sementsverksmiðjuna á Akra- nesi. En það hefur dælt öllum þeim sandi, sem verksmiðjan hefur notað til framleiðslu sinnar frá því er hún tók til starfa. Nú hafði Vísir hinsvegar hlerað að innlent fyrirtæki, sem nefnist Björgun h.f. væri í þann veginn að fara á stúfana með sanddæluskip, sem m. a. væri ætlað til sanddælingar fyrir Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi. I því tilefni sneri Vísir sér til dr. Jóns E. Vest- dals forstjóra Sementsverk- smiðjunnar og innti hann eftir hvort samninga hafi verið leitað til hans um dælingu af hálfu innlends fyrirtækis. — Jú, það er rétt, sagði dr. Vestdal. Það hefur verið mynd- að hér félag sem heitir „Björg- un h.f.“ Þetta félag hefur fest kaup á gömlu skipi sem það ætlar að búa út með dælutækj- um og það hefur jafnframt leit- að hófanna um það við stjórn Sementsverksmiðjunnar að það tæki að sér skeljasandsdæling- una á þessu sumri. — Tókust ekki samningar? — Samningar fyrir þetta sumar gátu ekki tekizt og lágu til þess fleiri en ein ástæða. — Hverjar? ! — Sú fyrst, að skeljasands-! birgðirnar, sem við eigum nú, eru með allra minnsta móti og að þrotum komnar. Við þurfum þess vegna að fá viðbót hið skjótasta til að starfræksla verksmið'junnar gæti haldið ó- hindrað áfram. Hinsvegar var okkur tjtið að sanddæluskip það sem Björgun h.f. er að láta út- búa erlendis til dælingar yrði ekki tilbúið erlendis frá fyrr en Dr. Jón E. Vestdal í maílok, og það þýðir að það getur ekki byrjað starfsemi sína fyrr en einhverntíma í júní- mánuði. Önnur ástæðan er sú, að það er langbezt að dæla sandinum á vorin og fram eftir sumri. Mánuðirnir maí, júní og júlí eru beztir til þeirra hluta en strax og kemur fram í ágústmánuð og úr því, fer þetta að verða erf- — Sandinum er alltaf dælt úr Faxaflóa? — Já og alltaf af sama stað. Svo verður enn gert í sumar. Við höfum komizt að raun um að hann batnar með hverri dæl- ingu, þannig að hann verður kalkríkari. Þetta gerir rekstur- inn allmiklu hagkvæmari en ella, þv£ að fyrir bragðið losn- um við við að hafa hluta af verksmiðjunni, þ. e. svokallaða fleytingu, 1 gangi nema hluta úr ári, t.d. síðasliðið ár ekki nema 3 — 4 mánuði. iðara og jafnvel útilokað. Af þeirri ástæðu gat verksmiðju- sjórnin alls ekki treyst því að Björgun h.f. gæti með skipi sínu fullnægt þörfum verk- smiðjunnar til næsta vors, að dæling gæti hafizt að nýju. Og þá ekki sízt með tilliti til þess að skip þeirra skilar ekki jafn- miklum afköstum og hið danska sanddæluskip. Af framantöldum ástæðum varð ekki hjá því komizt að ráða er- lent skip til sanddælustarfa £ vor. — Slitnaði þar með upp úr öllum samningum milli Sem- entsverksmiðjunnar og Björg- unar h.f.? — Engan veginn. Þvett á móti samdi Sementsverksmiðj- an við Björgun h.f. um kaup á skeljasandi frá fyrirtækinu, allt að 100 þúsund rúmmetrum, nú i sumar eftir að Sansu hefur lokið dælingu á umsömdu skeljasandsmagni. Með þvi fæst jafnframt mikilvæg reynsla á skipinu, fyrst og fremst hvort það getur framkvæmt dælinguna samkvæmt óskum og þörfum Sementsverksmiðjúnn- ar og £ öðru lagi hver afköstin verða. En vitneskja um þetta hvorttveggja er nauðsynleg ef i’n i t II I i i J ♦ l ( (I II i ( : ' , H m i i ii. 'ii I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.