Vísir - 03.05.1962, Síða 16

Vísir - 03.05.1962, Síða 16
VISIR Fimmtudagurinn 3. maí 1962. Særðust Tveir særðir menn voru fluttir í slysavarðstofuna í gær, annar hafði gengið á rúðu í hurð, en hinn verið skotinn með ör í andlitið. Síðarnefnda atvikið skeði í Melahverfinu í Vesturbænum í gærdag. Krakkar voru að leika sér í hóp, en einhver drengur sem stóð utan við hópinn skaut af boga á þyrpinguna og lenti örin í andliti 10 ára drengs, Steinþórs Guð- bjartssonar, Hagamel 41. Örin lenti ,á vanga Steinþórs, rétt neðan við augað og varð af svöðusár. Ef örin hefði lent örlítið ofar má fullvíst teija að hún hefði farið í auga drengsins og hann misst sjón- ina á auganu. Þetta atvik ætti að vera næg bending foreldrum að aðvara krakka sína um meðferð boga og helzt að láta þeim önnur leikföng í té, því að jafnvel hinir varkárustu krakkar geta af slysni valdið óhappi með þeim. Steinþór litli var fluttur í slysavarðstofuna og sár hans saumuð saman. I gærmorgun vildi það óhapp til að maður gekk á rúðu í útihurð Verzlunarbankans £ Bankastræti. Rúðan f(5r í mél og maðurinn skarst talsvert og var strax fluttur til læknisaðgerða. VegirumNorö- urland ófærir Erfitt er um allar samgöngur norðanlands á landi vegna ófærra eða illfærra vega, enda hefur um- ferð um þá ýmist verið takmörkuð til muna eða jafnvel bönnuð með Öuti. Öllum bifreiðum hefur verið bönnuð umferð um Vaðlaheiði, Fljótsheiði og Tjörnes eins og sak- ir standa, ennfremur um nokkurn hluta Dalvikur- og Svalbarðsstrand arvega, en umferð um flesta aðra vegi, allt úr Húnaþingi og norður í Þingeyjarsýslur hefur verið tak- mörkuð við jeppa. Þó hefur létt- hlöðnum mjólkurbílum verið leyfð umferð um vegi úr Öxnadal, Hörg- árdal og innanverðum Eyjafirði. Þá hefur mjólk verið flutt á báti úr Grenivík til Eyjafjarðar og sumir Fnjóskdælir fara með mjólk- ina til Grenivíkur. Atkvæðagreiðsla togara■ manna hefst / í gær lögðu sáttasemj- arar ríkisins þeir Torfi Hjartarson og Einar Arn- alds fram miðlunartillögu í togaradeilunni. Telur til- lagan í sér um 12% hækk- un á fastakaupi auk 4% hækkunar þeirrar sem verður þann 1. júní. Þá eru breytingar gerðar á afla- verðlaunum þannig að þau lækka nokkuð þegar siglt er með ísfisk til útlanda en hækka þegar selt er innanlands, þar sem mið- að er þá við miklu hærra fiskverð en nú er í gildi. Sáttasemjarar afhentu deiluaðilum miðlunartil- löguna á fundum í Alþing- ishúsinu um miðjan dag í Leifur Þórarinsson ritar um tónlist fyrir Vísi Leifur Þórarinsson tónskáld hefir tekið að sér að rita um tónlist fyrir Vísi. Mun hann bæði rita um einstaka tónleika og einnig skrifa greinar um ýmsa þætti tónlistarmála, inn- lend efni og erlend. Leif er ó- þarft að kynná fyrir Iesendum. Hann hefir þegar getið sér góð- an orðstír á sviði íslenzkrar tónlistar þótt hann sé enn ekki nema tæplega þrítugur að aldri. Undanfarin þrjú ár hefir hann dvalizt við nám í Bandaríkjun- um, lagt stund á tónsmíði hjá hinum kunna tónlistarmanni Giinther SchuIIer og hafa tón- smíðar eftir Leif verið leiknar á hljómleikun. í New York, San Fransisco og víðar um Banda- ríkin að undanförnu. Vísir býður Leif Þórarinsson velkominn í hóp greinahöfunda, sem í blaðið rita að staðaldri. Mun fyrsta grein hans fjalla um tónleika Sinfóníuhljómsveit- arinnar í kvöld og birtist hún hér í blaðinu á morgun. gær. Voru fundir bæði í stjórnum sjómannafélag- anna og togaraeigenda í morgun, þar sem rætt var um tillöguna. Atkvæðagreiðsla í 4 daga. . í kvöld verður haldinn almennur fundur togarasjómanna í Reykja- vík og hefst hann kl. 20,30 í Al- þýðuhúsinu. Að honum loknum mun hefjast atkvæðagreiðsla um málamiðlunartillöguna í skrifstofu Sjómannafélags ReykjavíkUr og á hún að standa í fjóra daga, ljúka á mánudagskvöldið. Samtímis verður atkvæðagreiðsla £ hópi togarasjó- manna £ Hafnarfirði, Akureyri, Siglufirði og Akranesi. Aðalefni tillögunnar. Miðlunartillagan er alllöng og ýt- arleg, en aðalatriði hennar eru þessi: Fastakaup hækkar um 12%. Kaup háseta, kyndara, aðstoðar- manna við dieselvél og 2. mat- sveins hækkar úr kr. 3.412,50 £ kr. 3.800,00. Kaup netamanna hækkar úr kr. 3.762,50 í kr. 4.300,00. Kaup bátsmanns og 1. matsveins hækkar úr kr. 4.462,50 f kr. 4.900,00. Þá hækka aflaverðlaun mikið, þegar isfiskur er seldur innanlands, og skiptir það verulegu máli, þvi að mikill hluti af tekjum togara- sjómanna er aflaverðlaunin. Segir Framhald á Us 5. Róbert A. Ottósson stjórnar' tónleikum Sinfóníhljómsveitar- - innar £ Háskólabíóinu i kvöld * og Iætur þá Icór sinn, Filharmo-! niukórinn, aðstoða öðru sinni, ( þegar flutt verður verkið Polo- retskir dansar fyrir blandaðan ] kór og hljómsveit, eftir Borodin, i en fyrr i vetur flutti sami 70 1 manna kór ásamt hljómsveit-' inni þýzku sálumessuna eftir < Brahms. Ljósmyndari Vísis I. M.1 tók þessa mynd af kórnum og ] hljómsveitinni á æfingu í gær. í síðasta fundi borgarráðs Reykjavíkur skýrði borgarstjóri frá því, að hann hefði falið Skarphéðni Jóhannssyni arki- tekt að gera tillöguuppdrætti að Bora dýpra Vísir skýrði í gær frá því að stóri jarðborinn hafi komið niður á heita vatnsæð innst við Lauga- veginn í gærmorgun. Niður á æð þessa var komið í rúmlega 300 metra dýpi, eða fyrr miklu en búizt hafði verið við. Talsvert vatnsmagn var þarna um að ræða, eða sem næst 20 lítr- um á sekúndu, en hitinn ekki nema 100 stig og það þótti bormönnun- um of lítið. Þeir sætta sig ekki við minna en 130 -140 stiga hita, því að með því fá þeir helmingi meira varmamagn úr sama vatnsmagni. Ákvörðun var þýí tekin um að loka holunni og halda borun áfram nið- ur á meira dýpi, í þeirri von að þar fáist heitara vatn. þrem barna- og vistheimilum: a) Uppeldisheimili (upptöku- heimili) fyrir 30—40 börn á aldrinum 3—7 ára b) Uppeldisheimili fyrir 24 börn, 7—16 ára og c) Vistheimili fyrir 15—20 börn á aldrinum 2—16 ára. Reykjavíkurborg rekur nú 3 barnaheimili, að Hlíðarenda, Sil- ungapolli og í Reykjahlíð. Hug- myndin er, að Thorvaldsensfé- lagið taki við Silungapolli' og hafi þar vöggustofu, en Reykja- víkurborg byggi eitt af ofan- nefndum heimilum í Reykjahlíð til að taka við börnum á þeim aldri, sem nú dveljast að Sil- ungapolli. Þá verði upptökuheim ilið byggt á Lambhaga, og loks er vistheimilið ætlað börrtum til lengri dvalar. Þegar byggð hafa verið hin nýju heimili, tvöfald- ast sú tala, sem hægt er að taka við af börnum, miðað við það sem nú er. 16 þús. Á næstu 20 árum er nauðsynlegt að byggja um 16 þús. nýjar íbúðir hér í bænum, eða fram til ársins 1981. Þessar upplýsingar komii fram í ræðu Gísla Halldórs- sonar arkitekts á Varð- arfundi í gærkvöldi. Gísli ræddi um íbuðar- byggingar ' Reykjavík og gerði gre: :yrir framtíðar- j áformum á því sviði. Ræddi I hann um heildarskipulag borgarinnar næstu 20 árin, en að því hefir verið mikið unnið að undanförmn Beggja vegna Elliðaáa. Talið er að í Reykjavík muni búa 123 þús. íbúar árið 1981. Hefir ná- kvæm athugun farið fram á því hvar unnt sé að byggja hinar 16 þúsund nýju íbúðir. Munu þær verða reistar í Fossvogi og á þeim svæðum sem enn eru óbyggð bæj- armegin við Elliðaár. Er þar rúm fyrir 20-25 þús. manns. En jafn- margar íbúðir þarf að byggja aust- an megin árinnar því reiknað er með að mannfjölgun verði alls um 50 þús á þessu tímabili. Að þessu tímabili loknu verða alls í Reykja- vík 35 þús. íbúðir, en á hverjum 10 árum verður að byggja jafn margar íbúðir og voru hér 1940. Gísli gat þess einnig að áætlað sé að ein íbúð komi á hverja 3,5 íbúa árið 1981. Verður því að byggja 12 þús. íbúðir vegna fólks- fjölgunarinnar næstu 20 árin og 4 þús. til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis og vegna minnkandi fjöl- skyldustærðar. í ræðu Gísla Halldórssonar kom glöggt í ljós hvert starf skipulags- yfirvöld borgarinnar vinna við að gera áætlanir um framtíðina í bygg ingarmálunum og hvernig húsum verður haganlegast fyrir komið. Auk Gísla tóku til máls um þetta efni þeir Þorkell Sigurðsson vél- stjóri, Sigurður Magnússon kaup- maður og Guðmundur H. Guð- mundsson sjómaður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.