Vísir - 03.05.1962, Side 13

Vísir - 03.05.1962, Side 13
Fimmtudagur 3. maí 1962 VISIR Æskan — Framh. af 7. siðu. — Hvað er langt síðan þið stofnuðuð hljómsveitina? — Við byrjuðum í október, þá vorum við fjórir, síðan hefur bassaleikarinn bætzt við. — Hver er meðalaldur hljóm- sveitarmeðlimanna? — Við erum á aldrinum fimm . tán til sautján ára. — Hvað ert þú gamall? — Ég er á bezta aldri, fimm- tán ára, og er yngstur í hljóm- sveitinni. — Jæja, ert þú yngstur og jafnframt hljómsveitarstjóri, veiztu hvað iá því til grundvall- ar? — Nei, það hef ég ekki hug- mynd um, þetta var ákveðið að mér fjarverandi. — Hvað æfið þið ykkur oft í viku? —1 Fæstar sameiginlegar æf- ingar eru einu sinni í viku, en við æfum okkur, auk þess, aliir mikið heima. — Hafið þið leikið eitthvað opinberlega? — Það er nú varla hægt að segja það. Við höfum jú leikið nokkrum sinnum í Stjörnu- klúbbnum, og í „pausurn" á' skólaskemmtunum. — Hafið þið eitthvað sér- stakt í áætlun í sambandi við sumarið? — Já, við höfum mikinn hug á því að komast einhversstaðar að, þar sem háldnar verða ung- lingaskemmtanir, vegna þess að við æfum aðallega lög sem eru vinsæl hjá krökkunum. — Hvers konar lög eru það? — Nú leggja unglingarnir mest upp úr hraðanum, sbr. twist, en róleg falleg lög eru alltaf vinsæl, ef þau eru skemmtilega útsett. Við þökkum Sturlú kærlega fyrir og fengum okkur sæti og þeir léku fyrir okkur kynningar lagið sitt, sem heitir Midnight. Því næst kvöddum við þá og þökkuðum þeim fyrir upplýsing arnar og hljómlistina um leið og við óskuðum þess að þeir ættu eftir að skemmta mörgum reykvískum unglingnum, því þeir eru sannarlega efnilegir hljómlistarmenn. — Á. S. utan — Framh. af 8. síðu. fætur hans. Moss var alblóð- ugur og þegar hann hafði ver ið fluttur í sjúkrahúsið koin í Ijós, að meiðsli hans voru meiðsli á höfði, vinstri fótur og eitt rif brotið. — Þykir mesta mildi að hann skuli ekki hafa meiðzt meira. - ★ - Moss var spurður í sjúkra- húsinu, hvort hann mundi nú ekki hætta kappakstri, en þessi frægasti ökupiaður Breta varð einnig fyrir slysi í fyrra, er hann var að æfa sig undir belgíska Grand Prix kappaksturinn. Ók hann pá út af og slaðsðist í baki. í síðasta mánuði rakst hann á og skemmdi bíl, sem hann ók í kappakstri í Melbourne í Ástralíu en slapp sjálfur ó- meiddur. Fundurinn á Lækjartorgi Fundur lýðræðissinna á Lækj artorgi 1. maí var nijög fjöl- mennur og náði mannsöfnuður- inn m.a. langt upp i Banka- stræti. Ræðumenn á fundinum deildu mjög á kommúnista fyr- ir að kljúfa einingu verkalýðs- ins um hátíðahöld þessa dags og báru fram kröfur um raun- hæfar kjarabætur. Myndirnar sem hér birtast tók ljósmyndari Vísis I.M. í upphafi fundarins. Sýnir önnur fánaborgina kringum ræðustól og er Sverrir Hermannsson þar að flytja ávarp frá Landssam- bandi Verzlunarmanna, en hitt er skemmtileg mynd tekin af túninu fyrir framan stjórnarráðs húsið. Þar hafa nokkrir áheyr- endur farið inn á túnið og sezt I hring kringum styttu Hannes- ar Hafstein, en á bak við sést mannfjöldinn upp eftir Banka- stræti. Þessi 32 ára ökugiggur | kvaðst ekki vera af baki dott inn. Auðvitað getur hann ekki tekið þátt í kappakstri í sumar, en strax og honum er batnað næsta ár mun hann halda áfram á sömu braut. Það er vart hægt að hugsa sér áhætbusamara líf en það, sem kappakstursmenn iifa. Menn komast ekki í fremstu röð á því sviði án þess að tefla stöðugt á tyær hæ't- ur og með því að sýna áræði og bjóða hættunum byrgmn H. Grofh — Framh. af 10. síðu. þær. En það er auðvitað geysimik- ið atriði til að full heild megi tak- ast, að hver þjöð geti mælt á sínu máli og þurfi ekki að tala á máli annarrar þjóðar. T.d. væru yfir 100 þús. íslendingar, sem skildu mál hinna landanna, en engir hinna skildu þeirra mál. Þetta yrði að breytast, og að því miðaði, að nú verður tekin upp kennsla í nútíma- fslenzku í norskum skólum. Eiturbyrlun Rúmlega sextug ekkja í A.-Ber- lín, Agnes Völker, hefir verið dæmd í ævilangt fangelsi fyrir eit- urbyrlun. Sannaðist á hana að hafa drepið tvo leigjendur hjá sér á arseniki, en auk þess reyndi hún að myrða heila fjölskyldu, sem leigði hjá henni og hún matbjó fyrir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.