Vísir - 03.05.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 03.05.1962, Blaðsíða 8
VISIR Fimmtudagur 3. maí 1962. Utgetandi: Blaðaútgðfan VTSIK Ritstjórar- Hersteinn PSIsson. Gunnai G Schram Aðstoðarntstióri: Axel rhorsteinsson Fréttastióri: Þorsteinn Ö. Thorarensen Ritstiórnarskrifstofur: Lauga'/eg: 178 Auglýsir.gr, 5 >g afgreiðsia- ..gólfsstræti 3. Áskrift’ rgjald ei 45 krónui mánuði I lausasflu 3 kr aint Sfmi 11660 (5 linur) Prentsmiðia /isis — Edd a h.t V.------------------------------------------------------------------------/ Ábyrg verkalýðsstétt Tímamót hafa verið mörkuð í íslenzkri verklýðs- sögu. Lýðræðissinnuðu verklýðsfélögin hafa slegið skjaldborg um hagsmuni launþega, en varpað komm- únistavofunni fyrir borð. Það var tími til kominn að þau létu ekki kommúnista beygja sig, en tækju af skarið og héldu sinn eiginn 1. maí fund. Sá fundur var mjög glæsilegur og geysifjölmennur, meðan kommúnistarnir sífruðu í skugganum undir Miðbæj- arskólanum. Á fundi Fuiltrúaráðsins var ekki flúið austur á Volgubakka né hagsmunamálum verkamanna gleymt. Þar var dagurinn helgaður raunhæfum kjarabótum, kauphækkunum fyrir þá lægst Iaunuðu og auknum þjóðarafköstum. Verkamönnum og öðrum launþegum hefir skilizt að það er ekki krónutala kaupsins, sem skiptir meginmáli; það er kaupmáttur þeirrar krónu, sem upp úr launaumslaginu kemur. Því eru raunhæfu kjarabæturnar m. a. í því fólgnar að stöðva verðbólg- una, koma á 8 stunda vinnudegi án kaupskerðingar, auka afköstin, vinnuhagræðingu og koma á sem hæstri framleiðslu á sem flestum sviðum. Að öllu þessu vinnur ríkisstjórnin. Þar eru þó mörg verkefni enn óleyst og því þykir mörgum laun- þeganum að hlutur sinn sé enn of skarður. Slík af- staða er ekki nema eðlileg og skiljanleg. Óskandi væri að unnt væri að stórbæta kjör launþega landsins í einum skömmum áfanga. En hér duga engin undra- meðöl, sem sjúkleika efnahagslífsins lækni á einni nóttu, — sér í lagi ekki, þegar verkfallsmennirnir sitja um að ausa salti í sárin. En stefnan er mörkuð. Ríkisstjórnin hefir oft haft ábyrga stefnu í efnahagsmálum, sem nokkrar stund- arfórnir hefir kostað, en mun leiða til langvinns góð- æris þegar af Heljardal er komið. En hér megnar rík- isstjómin ekki ein um að véla. Hún þarf fulltingi sterkrar, lýðræðissinnaðrar og ábyrgar verklýðsstétt- ar við það mikla starf að byggja upp nýtt ísland. Hitaveita i hvert hús Gufa tók í gær að rjúka úr borholu stóra bors- íns við Suðurlandsbrautina og er þar komið niður á hitaæð. Er það önnur æðin, sem finnst á litlu svæði innan mánaðar. Þessir fundir leiða hugann að því að hitaveita mun verða komin í öll hús innan bæjar- marka Reykjavíkur innan fjögurra ára. Hin mikla hitaveituáætlun borgarinnar er þegar komin í framkvæmd og mun mjög auka þægindi og sparnað hjá þúsundum Reykvíkinga. Þannig ber borg- aryfirvöldunum að hraða sem allra mest nauðsynleg- um framkvæmdum, sem borgurunum eru svo mikil hagsmunamál sem heita vatnið. Mynd þessi sýnir hvar Stirling Moss er klemmdur fastur í ökumannssætinu, en menn eru að klippa sundur járnin, sem halda honum. astur Frægasti ökugikkur Breta, Kappakstursmaðurinn Stir- ling Moss, liggur í sjúkra- húsi þungt haldinn eftir ó- happ, sem hann varð fyrir á Goodwood kappakstursbraut inni í Englandi. Hann ók Hft af brautinni á sveigju. Var hann þá á 180 km hraða á klst. og þykir mesta mildi að hann skuli halda lífi. Talið er, að slysið hafi orðið vegna bilunar á benzíngjöfinni. — Benzínið stóð á sér svo að Moss gat ekki dregið úr ferð- inni, þegar hann nálgaðist beygjuna, heldur þeysti bif- reiðin á fullum hraða út af henni út I skurð, hvoífdi, rakst á vegg og kastaðist afí- ur inn á brautina. - ★ - Goodwood ökukeppnin er 160 km löng og eru farnir 42 hringir á akbrautinni. Fyrslu fjóra hringina var Mess fjórði í röðinni á kappakst ursbíl sínum, sem hann kall- aði Lotus. Þá bilaði gírskipt- ing bílsins svo að hann varð að nema staðar. Aðstoðar- menn hans voru fljótir að gera við bilunina og aftur ók Moss af stað, en hafði nú dregizt töluvert aftur úr. Var sýnilegt, að hann væri bæði æstur og reiður yfir þessari töf. Hann fór nú næsta hring á meiri hraða en nokkru sinni áður hefur verið gerr og náði maðalhraðanum 165.7 km. Með þessu dró hann á harðasta keppinaut sinn Graham Hill, sem var á brautinni fyrir framan hann, að vísu tveimur hringum a undan. Stirling Moss steig benzín- ið á botn og var að þeysa fram úr Hill með 178 km. hraða á klst. En þá komu þeir að beygju og skeði ó- happið þá sem fyrr segir. - ★ - Ef kappakstursbíll fer út af brautinni á slíkum hraða er ferlegt að sjá hvernig hann kastast til og frá, velt- ur og lyftist upp. Einmitt það gerðist hérna og horfðu þús- undir áhorfenda á þetta at- vik skelfingu lostnir. Að lokum staðnæmdist hinn sundurbrotni kappaksi- ursbíll þó til hlítar á braut- inni og sneri upp. Menn sáu, að Moss hreyfði höfuðið í sætinu og heyrðu að hann kallaði á hjálp. - ★ - En ekki komst björgunar- sveit til hans fyrr en nokkru seinna vegna þess að sífellt streymdu kappakstursbílam ij- framhjá. Loks tókst m°ð- an örstutt hlé varð á umferð- inni að draga hinn skemmda bíl út af brautinni. Kom í ljós, að Sterling Moss var enn við meðvitund. Hann var fastur í bílstjórasætinu, klemmdur inni og hafði mik!- ar kvalir. Var nú komið með tæki til að klippa járnið í sundur, sem kreppti að honum. Það tók 40 mínútur að losa um Frh. á bls. 13 Kappakstursbíllinn brotnar í sundur. V.V.'.V ib auaauBwnaaBaaBi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.