Vísir - 03.05.1962, Page 10

Vísir - 03.05.1962, Page 10
lO VISIR Fimmtudagur 3. maí 1962 Framleiðni og vinnuhagræðing Frh. af bls. 9. hér hafa verið nefnd, eru oft óljós, enda grípa þessi svið gjarnan inn á hvert annað, þeg- ar til framkvæmda kemur. Það, sem rætt verður um hér á eftir, á aðallega við um hinn þriðja fiokk verkefna, þ. e. framleiðslu tæknilega vinnuhagræðingu. Ef leitast á við að nýta vinnu hagræðingartækni til þess að koma á bættum framleiðsluhátt- um í fyrirtæki, er tilgangslitið að grípa á einum og einum fram leiðsluþætti, sem ef til vill virð- ist þurfa mestrar lagfæringar við. Eins og læknir framkvæmir alhliða rannsókn á sjúklingi til þess að öðlast nákvæma mynd af heilsufari hans og ástandi, þarf að byrja á að athuga starf- semi fyrirtækisins í heild: Stjórn skipulag þess, hráefnanýtingu, nýtingu vinnuafls og tækja, framleiðsluskipulag, framl'eiðslu vörurnar sjálfar o. s. frv. Þá fyrst, er slíkt yfirlit hefur feng- izt, er unnt að ákveða, hvar veil- urnar liggja og hvaða tökum vandamálin skulu tekin. I eðli sínu byggist frumrannsóknin fyrst og fremst á því að athuga allt, sem heitir tap eða sóun. í þessu sambandi er óhjákvæmi- legt að geta lagt mat á nýtingu framleiðsluþáttanna, sem áður var talað um, s. s. vinnuaflsins, hráefnis, véla o. s. frv. og jafn- framt verður að gera sér grein fyrir í krónum og aurum þeim stærðum, sem héf eru á ferð- inni. í sambandi við vinnuhagræð- ingarverkefni á sviðiframleiðslu tækni eru það vinnurannsóknir (arbeidsstudier, work-study), sem eru uppistaðan í þeirri tækni, sem notuð er við lausn vandamálanna. Vinnurannsókn- irnar greinast í tvennt, ánnars vegar rannsóknir vinnuaðferða, ■ sem eru fólgnar f kerfisbundinni skráningu, sundurliðun og gagn rýnu mati á ríkjandi vinnuað- ferðum og framkomnum tillög- um um breyttar aðferðir. Hins vegar eru tímarannsóknir, sem er tækni til að ákvarða með eins mikilli nákvæmni og unnt er og útfrá takmörkuðum fjölda athafna, þann tíma, sem það 6- hjákvæmilega tekur að fram- kvæma ákveðna athöfn í nánar skilgreindum staðarafköstum. Hér gefst ekki tækifæri til þess að lýsa vinnurannsóknar- tækninni í einstökum atriðum. Gildi vinnurannsóknanna fyrir atvinnulífið er óumdeilanlega af ar mikilvægt, sem sézt af því að: 1) Vinnurannsóknir eru bezta hjálpartækið, sem þekkt er til þess að skipuleggja og koma í kring endurbótum á framleiðslu aðferðum. Þær hafa í för með sér bætta rekstrarafkomu, því að með þeim er hægt að gera sér' ákveðna grein fyrir hvers konar tímatapi og finna orsakir hvers konar sóunar, sem aftur getur leitt til aukningar á fram- leiðsluafköstum. 2) Með vinnu- rannsóknum er unnt að ákveða nákvæmlega þann tíma, sem þarf til þess að framkvæma á- kveðna vinnu og gera ákvæðis- vinnufyrirkomulag úr garði á heilbrigðan og réttlátan hátt. Sömuleiðis skapar þetta grund- völl til nákvæms kostnaðarút- reiknings og jafnframt fyrir ná- kvæma verkefnaskiþulagningu. 3) Tímatapsmælingar gefa hlut- lægan mælikvarða til að meta hagkvæmasta skipulag á vinnu stað og einnig upplýsingar til að meta möguleikana til endurbóta í rekstrarhagfræðilegu tiIlitL' Mörgum hættir til að líta svo á, að höfuðtilgangur vinnurann- sókna, einkum tímarannsókna, sé að nota þær til grundvöllun- ar ákvæðisvinnukerfa. Eins og sýnt hefur verið fram á, nær notagildi þeirra langt út fyrir það, en á hinn bógin er óhætt að fullyrða, að án undangeng- inna vinnurannsókna, er þess vart að vænta, að launakerfi, sem byggjast eiga á árangri vinnunnar, gefi tilætlaða raun. Með notkun tímarannsókna, framkvæmdum af kunnáttu- mönnum, verða tímamörkin hlut laus og einhlítur mælikvarði, sem einfaldlega tekur mál af því verki, sem um er að ræða. Þegar yfirlit hefur verið feng- ið af heildarástandi fyrirtækis, eru allar líkur til, að upp skjóti kollinum ýmislegt í skipulagi, rekstri og framkvæmdum, sem kippa þarf í lag. Vinnuhagræð- ingin fer þá inn á þær brautir að bæta úr því sem ábótavant kann að vera. Hér verður ekki rætt ýtarlega um einstök atriði, en nokkur nefnd. Niðurröðun véla og tækja get ur verið með þeim hætti, að óþarfa flutningar tefji alla fram leiðslu og hvorki húsnæði, véla kostur eða vinna starfsmanna nýtist svo sem verða má. Flutningatækin sjálf geta ver- ið svo ófullkomin og flutninga- leiðir svo óskipulegar, að mikl- ar tafir og óþarfa vinnuálag hljótist af. Staðsetning birgða, bæði hrá- efna, hálf- og fullunnar vöru, getur verið svo óhagkvæm, að miklir óþarfa flutningar eigi sér stað og birgðahald og verkfæra- varzla í svo slæmu ásigkomu- lagi, að ónauðsynlegar tafir hljótist af hverju sinni, sem einhvers er þörf, vegna leitar eða skorts vitneskju um raun- verulegar birgðir. Ófullkomin skipulagning fram leiðslunnar getur orsakað, að vélar og menn standi aðgerðar- laus á meðan verkefni hrúgast upp hjá öðrum. Gæðaeftirlit, sem víðast er ó- hjákvæmilegt, að meira eða minna leyti, getur verið í molum þannig, að kvartanir berist sí og æ. Viðhald framleiðsluvéla og -tækja kann að vera svo ábóta- vant, að meiri háttar tafir af þeim sökum trufli oft gang fram leiðslunnar. Slæm starfsskilyrði, s.s. ónóg lýsing, loftræsting o. fl. og skort ur öryggisbúnaðar geta þjakað starfsþrek starfsmanna 1 svo ríkum mæli, að þeir' geti ekki á heilum sér tekið. Ófullnægjandi verkstjórn eða stjórnleysi getur orsakað á- rekstra eða slíka óánægju starfs manna, að þeim verður beinlínis í nöp við vinnuveitendur sína og kann slíkt að sjálfsögðu ekki góðri lukku að stýra. Að lokum má minnast á eitt atriði enn, sem oft kemur á dag- skrá í sambandi við vinnuhag- ræðingarráðstafanir, en það er þjálfun starfsmanna. Ónóg kunn átta og þjálfun þeirra getur vissulega reynzt vera einn hinna veiku hlekkja og verður þá að gera viðeigandi ráðstafanir til úrbóta, ekki síður en í dæmun- um hér á undan. Hins er líka að gæta, að séu verulegar breyt ingar gerðar á vinntiaðferðum og einkum, ef þeim er fylgt eftir með því að taka upp launa greiðslukerfi (t.d. ákvæðis- vinnu), sem ekki hefur verið notað áður, verður það liður í vinnuhagræðingarframkvæmd- unum að þjálfa starfsmenn í hinum breyttu aðferðum. Framleiðni fyrirtækja og vinnuhagræðingarráðstafanir, sem miða að aukningu liennar, eru hlutir, sem ekki snerta að- eins stjómendur, heldur engu að síður starfsmenn og ber því að leggja ríka áherzlu á, að sem bezt samstaða náist um undir- búning og framkvæmdir milli stjórnenda og starfsmanna. í grein þessari, hefur verið drepið á margt, sem snertir fram leiðni og vinnuhagræðingu, en ' af miklu er að taka og því f jöl- margt ósagt, sem ástæða hefði verið til að ræða. Þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál frekar, má benda á, að í Tæknibókasafni Iðnaðarmála- stofnunar íslands er að finna margvíslegan fróðleik um þessi efni, sem menn geta kynnt sér. Þá á stofnunin einnig í sfnum fórum kvikmyndir með íslenzku tali um vinnuhagræðingu. Ekki er unnt að Ijúka við mál þetta, að á það sé ekki minnzt, að lífskjör landsmanna, hvar í stétt, sem þeir standa, hljóta ævinlega að verulegu leyti að ákveðast af því, hvernig tekst að nýta vinnuafl landsmanna og náttúrugæðin, sem tilheyra land inu. Hvernig þetta tekst, er fyrst og fremst undir sjálfum okkur komið, ekki sízt sá þátturinn, sem fólginn er í því að beita skynsamlegum vinnubrögðum til þess að framleiðni atvinnu- starfseminnar tryggi okkur þann afrekstur erfiðis okk'ar, sem að- stæður leyfa. Með aukinni þekk ingu og reynslu í vinnuhagræö ingu á komandi árum, má vænta þess, að vit og strit starfsmanna í öllum atvinnugreinum þjóðar- búsins eigi eftir að njóta sín betur en nokkru sinni til hags- bóta fyrir alla þegna þjóðfélags- Grein þessi birtist í síðasta hefti Iðnaðarmála en Vísir telur hana eiga erindi til mun stærri lesandahóps en það blað hefir. Góður alheimsborgari sé trúr þjóðemi sínu og átthögum Hingað er kominn útlendur gest- ur, þjóðkunnur maður í Noregi og víða um Iönd, Henrik Groth, for- stjóri annars stærsta bókaforlags Noregs, J. W. Cappelens Forlag, formaður Norræna félagsins þar og frægur fyrirlesari. En hversu virtur sem hann er af löndum sínum, þá er ekki ótrúlegt, að íslcndingar hafi hann í enn meiri hávegum hér eft- ir, því að það er trúlega honum einum að þakka, að íslenzka verð- ur nú í fyrsta sinn tekin sem náms grein í menntaskólum utan íslands, í Noregi næsta haust. I fyrrakvöld hélt herra Groth fyr irlestur í hátíðasal Háskóla íslands og nefndi „Norden og Verden". Voru áheyrendur margir, forseti íslands var viðstaddur, svo og' há- skólarektor og ráðherrar. Stóð fyr- irlesturinn fulla klukkustund, og vakti mikla athygli, enda er Groth bæði skemmtilegur og snjall ræðu- maður. Er því miður ekki hægt að sinni að telja nema fátt eitt úr hinni löngu og m-rku ræðu hans. íslenzkukennsla . norskum menntaskólum. Áðui en sagt er frekar frá fyrir- lesti. Groths, skal minnzt nokkr- um orðum á það, sem hann sagði blaðamönnum frá á fundi með þeim í norskr. sendiráðinu í fyrradag. Kvaðst hann gefa út í ár hina fyrstu kennslubók í nútíma ís- lenzku enda hefst íslenzkukennzla í norskum menntaskólum í haust, sem áður segir. Magnús Stefáns- son og ívar Eskeland hafa sett bók ina saman. Verður þá lögð niður sú kennsla í forníslenzku, sem tíðk- azt hefur. Verður í sumar haldið námskeið í nútfmamálinu fyrir 50 kennara, sem eiga að kenna ís- lenzkuna, og annast námskeiðið Ivar Orgland, fyrrv. sendikennari við Háskóla íslands. Áætlað er, að eftir tíu ár verði þeir norskir stud- entar orðnir 500, sem lesið geta og jafnvel talað íslenzku að gagni, því þeir njóta kennslu í henni í þrjá vetur í menntaskóla. Norðurlönd og umheimurinn. í háskólafyrirlestri sínum rakti herra Groth það, hversu Norður- lönd hefðu færzt meira saman hin síðari ár, komið hefði verið á fót ýmsum sameiginlegum stofnun- um og oft höfð samstaða þeirra á alþjóða þingum. Norðurlandaráð kæmi reglulega til funda og komin væru á gagnkvæm sjúkrasamlags- réttindi Norðurlandabúa svo að eitt hvað sé nefnt. Og þessi samvinna og staða myndi áreiðanlega verða meiri í náinni framtíð, meira að segja svo, að áður en langir tímar liðu, legðust niður landamæri milli þessara landa. Og Norðurlöndin öll kæmu fram sem heild út á við, Norðúrlandabúi sem heimsborgari. En hvað er alheimsborgari? spurði Groth. Ég hef aldrei verið ihaldinn þjóðernishroka, þvert á móti, verið andvígur slíkum rembingi. En eitt er ég viss um, að maður, sem ekki stendur föstum fótum í ættlandi sínu og átthögum, getur ekki verið góður heirtisborgari. Það má ekki glata þjóðerniseinkennunum. Ekk: hafa öll Norðurlöndin jafna að- stöðu í Norðurlandafjölskyldunni. Sumpart liggur það í stærðarmun Iandanna, t.d.. að því er snertir stærð Svíþjóðar og smæð íslands. Mestur hængurinn er á því, að tvö hafa tungumál, sem hin skilja alis ekki, sem sé íslendingar og Finnar. En hinar þjóðirnar skilja nver aðra þótt hver tali’sitt mál, og einnig skilja Finnar og íslendingar Frh. á bls. 13 Á blaðamannafundi í Norska ondiráðinu í fyrradag tilkynnti < lenrik Groth, að í haust hæfist '.onnsla í nútímaíslenzku í norskum menntaskólum. Bókaút gáfan, sem hann veitir forstöðu Cappelens Forlag, væri að gefa út kennslubók til að nota við ■connsluna. Eftir blaðamanna- fundinn tók I. M. ljósmyndari Vísis þessa mynd í garðinum fyrir utan sendiráðið. Talið frá vinstri: Bjarne Börde ambassa- dor Noregs á íslandi, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, for maður félags Ísland-Noregur og Henrik Groth bókaútgefandi og form. Norræna fél. í Noregi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.