Vísir - 03.05.1962, Side 5

Vísir - 03.05.1962, Side 5
Fimmtudagur 3. maf 1962. VISIR Allar götur fullgerðar Framh. aí 1. síðu. eða steyptar þegar. Þeim götum sem þá eru ófullgerðar má skifta í tvo hópa. Annars vegar þeim sem lagðar voru fyrir 1954, en þá vai» aðeins settur ofaníburður ofan á jörðina án tiilits til væntanlegrar hæðar götunnar, samkvæmt skipu- lagi. Síðan 1954 hefur hins vegar rá háttur verið hafður á að leggja göturnar í réttri hæð og setja und- ir þær undirlag sem nægir til að malbika eða steypa þær. Malbikaðar og steyptar götur vestan Elliðaár eru nú 59 kílómetr- ar, að flatarmáli 493 þús. fermetr- ar. Hellulagðar gangstéttir á sama svæði rúmlega 100 þús fermetrar. Heildarlengd þeirra malargatna og ógerðra gatna sem ganga þarf frá á næstu tíu árum er 94 kílómetrar. Flatarmál þeirra 2206 þús. fermetr ar. Þessi hlutafallslega meiri flötur nýju gatnanna, stafar af því að i þessu eru margar breiðar umferð- aræðir. Reiknað er með að allar gang- stéttir verði hellulagðar. Hafa þær það fram yfir malbikaðar og steypt ar stéttir að hægara er að komast að leiðslum sem ligggja undir þeim,' Eru þær því taldar hagkvæmari þó að þær séu fremur dýrar í lagn- ingu. A akbrautum er yfirleitt reiknað með malbiki sem slitlagi í íbúðar- hverfum, þar sem mikið er um lagningar í götum. Á meiri háttar umferðaræðum er þó reiknað með steinsteypu í akbrautum. Hugmyndin er að veita borgar- verkfræðingi heimild til að gera tilraunir með nýjar tegundir slit- laga, svo sem bráðabirgðamalbik og olíuborinn ofaníburð. Þó virð- ist ljóst að oh'uborinn ofaníburð- ur sé ekki heppilegur í borgum, þó að hann kunni að vera heppileg ur á vegum úti. Til að hann sé fullnægjandi þarf lagið að vera nokkuð þykkt, sem hefur það í för með sér að óhreinindi berast inn í hús,*auk þess sem allmikið grjótkast er frá slíkum götum. Eins og stendhr vinna milli tvö og þrjú hundruð manns við gatna- gerð í borginni og er ekki reiknað með að þeim þurfi að fjölga vegna þessara framkvæmda. Stafar það af því að ætlunin er að nota miklu afkastameiri vélar en gert hefur verið til þessa. Á þessu ári er áætlað að ljúka gerð Nóatúns og Lönguhlíðar að Eskitorgi, Nesveg, frá Hagatorgi að Hofsvallagötu, Hofsvallagötu vest- ur að Nesvegi og allar götur sem liggja innan þessara gatna og Hringbrautar. Auk þess á að ljúka lagningu Eskihlíðar, Mýtargötu og Nýlendugötu. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er 27.850.000 krónur. Árið 1963 er áætlað að ljúka að mestu lagningu í Hlíðarhverfi, Túnahverfi, Laugarnesvegi frá Laugavegi að Sundlaugavegi og Miklubraut frá Háaleiti að Grens- ásvegi. 1964 verður tekið fyrir Teiga- hverfi, nokkuð af Lækjahverfi, Laugarnesvegur og Hagahverfi, á- samt Suðurgötu. 1965-1968 verður síðan Iokið að mestu öllum öðrum íbúðarhverfum. 1969-1971 verða síðan lagðar megin umferðaræðar, svo sem Suð urlandsbraut, Kringlumýrarvegur, Reykjanesbraut og fleiri, auk þess sem gengið verður frá hverfum sem byggzt hafa á tímabilinu 1963 til 1968. Stúl strax. — kur ósk Uppl. ekki gefnar í í NA! ast iíma. UST Bæjarfógetaskrif- stofan í Keflavík er opin vegna utankjörfundaratkvæða- greiðslu á skrifstofutíma og til kl. 7 e. h. Laugardaga óg sunnudaga frá kl. 1—3 e. h. Enskar dragfir Enskar kápur Mjög glæsilegt úrval. MARKAÐURINN Laugavegi 89. Eins og kunnugt er verður lok ið við lagningu hitaveitu um borg- ina á næstu fjórum árum. Er ætl- unin að gatnagerð fylgi alls staðar í kjölfar hitaveituframkvæmda, til að ekki þurfi að rífa upp nýlagðar götur. Ætlunin er að þegar framkvæmd um þessum er lokið, árið 1972, ■ verði ávallt hægt að fullgera nýjar götur, eigi síðar en þrem árum eft- ir að hverfi verður bygginarhæft. Framh. af 16. síðu. í tillögunni að þegar veitt er í ís og aflinn seldur innanlands skuli greiða skipverjum 17% af heildar- söluverði fisks og hrogna eins og það er ákveðið af verðlagsráði sjáv arútvegsins að frá dregnum kostn- aði við uppskipun 15 aurar á kg. Stórhækkun ef landað heima. Er hér gert ráð fyrir að sjó- menn fái sinn hlut af raunveru- legu verði fisksins, en undanfarið hefur hlutur sjómanna verið reikn- aður af kr. 1,66 pr. kg. af þorski og kr. 1,40 pr. kg. karfa. Verður nú miðað við verðið kr. 2,70 af þorski og kr. 2,50 af karfa, en þó getur verðið íarið hærra af 1. fl. fiski. Er hér um verulega kjarabót að ræða, auk þess sem hún myndi stuðla að auknum fisklöndunum innanlands. Aftur á móti verður sú breyting á aflahlut á fsfiskveiðum. Þegar selt er á erlendum markaði, að út- gerðin má draga frá fyrir kostnaði um 27% en áður var heimilaður 17% frádráttur. Er þar um nokkra lækkun að ræða, en þéssar breyt- ingar hafa það í för með s.ér, að ekki verður eins gífurlegur munur og..vf^rið hefur á hlut togarasjó- mapnfr, ®§P«*iK ijvo rt selt er inn- anlands eða erlendis, þó verður enn að mun hagstæðara fyrir sjó- mennina að selja afla erlendis. Hvítir starfsmenn í kopar- námum Norður-Rhodesiu hafa ákveðið að styðja óbeint verk- fall blakkra. Hvítu starfsmenn- irnir mega ekki gera verkfall. — Ekki er áformað að verkfall þetta standi nema nokkra daga. FRYSTIKISTUR KÆLIKISTUR „PRESTCOLD" 5 og 13 cubikfet. G* Msirf@íiiiss©si hf. Umboðs- og heildverzlun Bankastræti 10. — Shni 15896. Wa&Eitar ifeái Ung reglusöm barnlaus hjón óska að taka á leigu íbúð sem fyrst 1-2 herb. og eldhús. Helzt í Laugarneshverfi. Hringið í síma 35911. UbU til sölu. Til sýnis frá kl. 6,30-9 í kvöld á bílastæðinu við Tryggvagötu hjá Eimskip. S/»I \M w Sis - 27,8 milljónir til gatnagerðar Á fundi sínum s.l. mánudag samþykkti borgarráð að véita 27,8 milljónir króna til gatnagerðar í Reykjavík í sumar. Verður þessu fé aðallega varið til gatnagerðar og malbikunar í Melahverfinu, í Lönguhlíð, Eskihlíð, Nóatún og Miklubraut. Skiptist féð þannig milli gatna: Hofsvallagata ...................... kr. 2.600.000.00 Nesvegur ........................... — 3.600.000.00 Melhítgi .....:..................... — 500.000.00 Hagamelur .......................... — 1.200.000.00 Grenimelur .........l.f..........J.. — 800.000.00 Furumelur .......................... — 430.000.00 Víðimelur .......................... — 210.000.00 Reynimelur ......................... — 250.000.00 Espimelur .......................... — 600.000.00 Hagatorg og umhv.................... — 1.070.000.00 Mýrargata .......................... — 1.900.000.00 Nýlendugata ..................,..... — 90.000.00 Eskihlíð .......................I... — 2.000.000.00 Langahlíð (Eskitorg—Miklabraut) .... — 3.600.000.00 Langahlíð (Miklubraut—Háteigsvegur) ...1 — 2.700.000.00 Nóatún (Laugavegur—Háteigsvegur) ... — 2.200.000.00 Miklabraut (Stakkahlíð—Háaleitisbraut) :— 3.500.000.00 Alls kr. 27.850.000.00 K. F. U. M. A.D. fundur í-kvöld kl. 8,30. Skögarmenn sjá |Um fund- inn. Verkstjóri óskast Viljum ráða verkstjóra að tilraunaverksmiðju Sjávar- afurðardeild SÍS í Hafnarfirði. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar starfsmannahaldi SÍS, sem gefur einn- ig nánari upplýsingar. Starfsmannahald SÍS. //. Landsþing Slysavarnafétags íslands hefst með guðsþjónustu, föstudaginn 4. maí kl. 14 í Neskirkju. Biskup íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson prédikar. Að lokinni guðsþjónustu, fer fram þingsetning í Slysa- varnahúsinu kl. 15,30. Stjómin. Stúlka óskast Vantar stúlku til að leysa af vegna sumar- leyfa. Vinnutíminn venjulegur opnunartími verzlana. Uppl. í kvöld kl. 7 til 8. Söluturninn Vesturgötu 2. RÁÐSKONU vantar strax yfir sumartímann. Upplýsingar gefur Ráðningarskrifstofa Reykjavíkur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.