Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 2
£ tí_ 0 V * ö H \i ö F tlVj \ ó \ \\ .1 2 - ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 FRÉTTIR ro^ir Jón Loftsson skógræktarbóndi: „Hvorki ég né mínir undirmenn hjá Skógrækt ríkisins hafa með það að gera að ég fái meiri styrki eða fleiri plöntur en mér ber.“ Skógræktarstj órí skógræktarbóndi Að vera bæði skógarbóndi og skógræktarstjóri rúm- ast innan ramma stjóm- sýslulaga. Jón Loftsson, skógræktarstjóri, er orð- inn skógræktarbóndi og nýtur sem landeigandi með eiginkonu sinni styrkja úr Héraðsskógaáætlun vegna skógræktar á Iandi þeirra, Stóra-Sand- felli á Fljótsdalshéraði. Jón staðfestir þetta, en upplýsir Dag um Ieið að sér- staklega hafi verið skoðað hvort þessi staða hans væri andstæð ákvæðum stjórnsýslulaga og að niðurstaðan hafi verið að svo væri ekki. „Þessi spurning kom vissulega upp. Hér á Fljótsdalshéraði er f gangi Hér- aðsskógaáætlun, samkvæmt sérstökum lögum, með eigin stjóm, sem landeig- endur og bændur geta tekið þátt í og ég sótti sem landeigandi um að taka þátt í þessu til stjórnar verkefnisins, eins og aðrir kollegar hér í kring. Við hjónin keyptum þessa jörð fyrir nokkrum árum og erum eins og aðrir að \anna í þessu verkefni, sem er styrkt af ríkinu og þar sem samningur er gerður við hvern og einn landeiganda." Hvað hugsanlega hagsmunaárekstra varðar segir Jón að aðalhöfundur stjórnsýslulaganna, Eiríkur Tómasson, hafi skoðað málið sérstaklega. „Þar sem Héraðsskógar eru framkvæmdar- aðili verkefnisins og eru óháð mér er ég í sömu stöðu og aðrir þegnar í land- inu sem eiga land. Eg er því eins og hver annar og hvorki ég né mínir und- irmenn hjá Skógrækt ríkisins hafa með það að gera að ég fái meiri styrki eða fleiri plöntur en mér ber. Hins vegar er samningur okkar hjónanna öðruvísi en aðrir svona samningar að einu leyti, til að fullnægja stjórnsýslulögum. Þar sem Skógrækt ríkisins er úttektar- og eftirlitsaðili með þessum framkvæmd- um öllum þá er sérstaklega kveðið á um það í okkar samningi að landbún- aðarráðuneytið en ekki Skógræktin velji úttektarmann," segir Jón Loftsson skógræktarstjóri og -bóndi. — fþg Eftir að niðurstaða kom í Lindar- málin hefur umræðan um næsta bankastjóra Seðlabankans farið á fubt skrió. Ástæðan er sú að sá sem hvað oftast hefur verið orðað- ur við starfið, Halldór Guðbjarnar- son, var stjómarformaður Lindar á sínum tíma. Sem kunnugt er hefur nú verið ákveðið að ákæra ekki og þar með hefur staða Halldórs lagast mikið frá því sem var. Ekki mun um það deilt að framsókn „á“ þessa bankastjórastöðu sem losnaði þegar Stein- grímur Hermannsson hætti, en hins vegar mim talsverð andstaða bæði meðal framsóknarmamia og sjálfstæðismanna við að ráða jafn umdeildan mann og Halldór í svo hátt embætti... ípotthnmi heyrasthinsvegarýms- ar fleiri kenningar um þriðju bankastjórastöðuna. Ein er t.d. sú að einhver góður, en mirma um- deildur, framsóknarmaður fái hana. Eru þá nefndir til sögunnar menn eins og Leo Löwe, sem lengi varíbankaráðihankans ogjón Sig- urðsson, hjá Vinnumálasamband- inu, sem er hagfræðimenntaður. Öimur kenning sem heyrist í pottinum er að ýmsir vilji einfaldlcga að Finnur ráði mann á gnmdvelli faglegra raka og þá helst einhvem innanbúðarmaim. I þvi sam- hengi heyrast nöfn manna eins og Yngva Amar Kristhissonar og Más Guðmunssonar... Halldór Guð- bjarnarson. í pottinum íylgjast menn með baráttu krón- prinsanna hjá ungum sjálfstæðismömimn sem virðist ætla að kristallast í átökmn milli liafn- firskra pilta og reykvískra. Jónas Þór Jónasson, sem mun ættaðm frá Akureyri, en starfar í Hahiarfhði, er nú sagður af HeimdeUingum í Reykjavík, hafa verið mikill stuðningsmaður Jóa Begg á smmn tíma. í potthium skilst mönnum að það þyki ekki gott mál í Sjálfstæðisflokknum þessa dagana að vera tengdur Jóa Begg. Hins vegar munu Jónas Þór og hans menn þvertaka fyrir að hafa stutt Jóa Begg FRÉTTA VIÐTALIÐ , Guórún Agústsdóttir stóð upp semforseti borgarstjómar Reykjavíkur á síðasta borgarstjómar- fundi. Þróunaráætlun miðborgar Reykjavíkur er ný leið til að stuðla að upþbyggingu mið- borgarinnarjyrir atvinnurek- endur íbúa og gesti. Þróimaráætlim um miðborg Reykjavíkur - Hver er tilgangur áætlunarinnar? „Með þróunaráætlun miðborarinnar erum að búa til eins konar stjórntæki sem fer inn í aðalskipulag og verður grunnur að deiliskipu- Iagi. Að búa til ákveðnar Ieikreglur. Þetta veit- ir líka fólki ákveðið öryggi og auðveldar fjár- festum að velja sér svæði til uppbyggingar; hvort sem það er í verslun, veitingahúsum, skrifstofum eða íbúðum. Við vorum m.a. að kynna breytingar á hinum hefðbundna mið- bæ. Þær eru m.a. fólgnar í því að bara neðri hluti Skólavörðustígsins verður skilgreindur sem svæði fyrir miðborgarstarfsemi og Hverf- isgatan aðeins sunnanmegin. Meiningin er að þjappa miðborginni saman og móta skil- mála fyrir hvern starfsemisflokk. - Af hverju að skipta Hvetfisgötunni eft- ir endilöngu? „Þetta var ákveðið eftir miklar vangaveltur. Skoðun á starfsemi í hveiju einasta húsi leid- di í ljós að mikið af íbúðarhúsnæði er við göt- una, einkum notaðanmegin og norður af henni, í Skuggahverfi og við Skúlagötu. Við viljum því ekki hvetja þar til verslunar, þó það verði ekki bannað, heldur leyfa íbúðabyggð- inni að halda sér og reyna að vernda íbúana fyrir óþægindum. Hverfísgatan er Iíka mjög mikil umferðargta og því heppilegra að versl- unin sé sem mest öðrumegin og tengist hlið- argötum upp á Laugaveg. Svipað gildir um efti hluta Skólavörðustígsins. Við munum t.d. ekki mæla með skemmtistöðum við ofanverð- an Skólavörðustíg, vegna hagsmunaárekstra sem það skapar. - En „rauða hvetfið"? „Það er Kvosin. Þar er mikið samansafn skemmtaða og þeir verða einvers staðar að vera. Þar er Iíka miðstöð stjórnsýslu og mörg stór og öflug fyrirtæki, þannig að þetta er það svæði sem best getur tekið við skemmtistöð- um með langan afgreiðslutíma. Þótt almennt sé mælt með íbúðum á efri hæðum húsa, þá á það ekki við alls staðar. Við viljum líka „vernda veitingastaðina", með því að heimila Jengri ópnunartíma. Fjölgun íbúða í Kvosinni er þvf ekki æskileg, því þar er ekki hægt að tryggja íbúum þá ró sem margir vilja. Það er heidur ekki hægt að tryggja barnafólki sömu þjónustu í miðborginni og í íbúðahverfum". - Er svæðinu skipti í marga flokka? „Miðborginni er skipt upp í mörg svæði, sem talin eru æskilegust fyrir ákveðna starf- semi og m.a. á hvaða hæðum æskilegast er að hún sé. Það er búið að kortleggja alla mið- borgina hús fyrir hús, til að skoða hvernig best verði gerðir skilmálar, sem tryggi bæði fjölbreytileika og jafnvægi og inn í það flétt- ast síðan húsavernd. Við viljum að verslunar- svæði verði sem mest samhangandi, reyna t.d. að stýra málum í þann farveg að verslan- ir verði á um 70% neðri hæða á Laugavegin- um. Við myndum við hins vegar ekki kæra okkur um veitingastaði í helmingi allra götu- hæða á þessari aðal verslunargötu bæjarins og heldur ekki fá marga banka eða aðrar stofnanir sem hafa dauflega ásjónu og eru lokaðar eftir fjögur og um helgar. Asturstræti hefur Iiðið mjög fyrir þetta. Á hinn bóginn viljum við reyna að beina því fólki sem vill byggja upp miðborgarstarfsemi, í miðborg- ina“. _ hei

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.