Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 - 13 Tfc^ur. IÞROTTIR Ríkharður sá um Odd Grenland ViMng vann siim fyrsta sigur síðan í maí. Hefðum sætt okk- irr við jafnteflið. Pétur með iinan leik í Stabækvöminni. Kongsvinger á hælun- um meðan Godset klór- aðiíbakkann. Ríkharður Daðason var maður dagsins á Oddstadion þegar Viking sótti þangað öll stigin sem í boði voru. Ríkharður skoraði þrennu, þar af eitt sjálfsmark, í 3-1 sigur- leiknum, gegn Odd Grenland, sem er fyrsta ljósið sem Viking sér í deildinni síðan í 16. maí. Odd sló Viking út úr bikarnum í síðustu viku auk þess sem liðið vann óvæntasta sigur fyrstu umferðar- innar þegar þeir lögðu Víkingana í Stavanger. Það var því kærkomin hefnd sem Ríkharður og félagar náðu fram á sunnudaginn. Það gekk ekki alveg jafn vel hjá Tromsö þegar Iiðið tapaði 1-2 gegn Molde á heimavelli sínum, Alfheim. „Við vorum einfaldlega ekki nógu góðir. Það hefði mátt sættast á jafntefli eins og Ieikurinn spilaðist en við eigum alls ekki að tapa héma á heimavelli. Við höf- um sýnt að við getum unnið alla héma ef því er að skipta og þess vegna er maður ekki hresas með tapið nú,“ sagði Tryggvi Guð- mundsson. „En svona er bara fót- boltinn.1' Heljan frá bikarleiknum gegn Stabæk, Roger Lange, var skúrkurinn gegn Molde. Hann fékk fáránlega vítaspymu réttilega Ríkharður Daðason var í banastuði og skoraði fyrir bæði lið á Odd- stadion. dæmda á sig og síðan braut hann aftur klaufalega af sér og auka- spyman varð að marki. Erfiður viillur Pétur Marteinsson var ánægður með 1-3 sigurinn á Skeid, en sagði að þeir hefðu þurft að hafa fyrir honum. „Þetta var mjög erflður leikur. Við vissum að þó við hefð- um unnið þá 5-0 í fyrsta leiknum í vor að það yrði erfitt að ná sigri hér. Þetta er mjög lítill og þröngur völlur, sem hentar okkar Ieik illa eins og reyndar flestum liðunum í deildinni. Þeir hafa verið að vinna góða sigra héma og því þarf að taka þá alvarlega á heimavelli. En þetta hafðist hjá okkur í dag,“ sagði Pétur, sem var lang besti maður vallarins eða kálgarðsins eins og Voldslökkavöllurinn er lík- astur. Helgi Sigurðsson skoraði fyrsta mark Stabæk, úr vítaspymu, en hefði getað bætt við þrem Auðun Heigason átti fínan leik fyrir Viking gegn Odd. mörkum ef stöng, þverslá og mark- maður hefðu ekki þvælst fyrir hon- um. Strömgodset vann mikilvægan útisigur á Kongsvinger, 2-4, í botn- baráttunni. Steinar Adolfson og fé- Iagar náðu forystunni en eftir það lagðist Kongsvinger í dvala meðan Godset barðist fyrir lífi sínu og vann. Bræðumir, Valur Fannar og Stefán Gíslasynir komu ekki við sögu að þessu sinni hjá Ström- godset. Það gerði Stefán Þórðar- son heldur ekki hjá Kongsvinger og hefur ekki gert síðan f tapleikn- um gegn Stabæk 13. maí. Rútínan hjá Rosenborg Moss tók á móti Rosenborg og svo virtist sem hænan ætlaði að kenna egginu. Moss, undir stjóm KnutT. Eggen, skoraði fyrsta markið og Iengi Ieit út fyrir að Rosenborg myndi tapa sínum fyrsta leik síðan 17. apríl. En gamli Eggen, Nils Stabæk gegn Skeid á sunnudag- inn. Ame, faðir Knuts, var ekki af baki dottinn og hafði að lokum 4-1 sig- ur á syni sínum. Bodö/GIimt og Válerenga gerðu 1-1 jafntefli í Bodö. Þar bar helst til tíðinda, að meint undrabarn Norðmanna í fótbolta, John Carew, fékk ekki að helja leikinn fyrir Enga. Leik Lilleström og Brann var frestað vegna þátttöku Brann í Intertoto keppninni. - GÞÖ Einkunnir íslendinganna: Ríkharður Daðason Viking 8 Pétur Marteinsson Stabæk 7 Auðun Helgason Viking 6 Tryggvi Guðmundss. Tromsö 5 Helgi Sigurðsson Stabæk 5 Steinar D. Adolfss. Kongsvinger 5 TIL - Molde 1-2 Glimt - Válerenga 1-1 Kongsvinger - Strömgodset 2-4 Moss - Rosenborg 1-4 Odd - Viking 1-3 Skeid - Stabæk 1 -3 Tuttugupró- sent vítanýtnl Nokkrir leikir fóru fram í Suður- Ameríku bikamum um helgina. Hæst bar viðureign Brasilíu og Mexíkó, en það var samt leikur Kólumbíu og Argentínu, sem stal senunni, en í þeim leik voru skor- uð þijú mörk, dæmdar fimm víta- spyrnur, sem gáfu reyndar aðeins eitt mark, og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós. Fyrir leikinn var Argentína talið sigurstranglegra liðið og ekki blés byrlega fyrir Kólumbíumönnum á 3. mínútu leiksins þegar var dæmt víti á þá. Martin Palermo, sem skoraði sín fyrstu landsliðsmörk fyrir Argentínu í leiknum gegn Ekvador, tók vítið en brenndi af. Þegar upp var staðið hafði hann misnotað tvær vítaspymur að auki og hafði þar með hlotnast þrennu, sem er martröð hvers knatt- spymumanns, að klúðra þremur vítum í einum leik. En þar með vom vítin ekki upp- talin, því Kólumbía fékk tvö slík og náði aðeins að skora úr öðru þeirra, eða á 13 mínútu og komust þar með í 1-0, Cordoba var þar að verki. Annað mark þeirra kom ekki fyrr en seint í síð- ari hálfleik, þegar að Congo skor- aði glæsilega með hælnum eftir homspymu og þriðja markið kom á 86. mínútu þegar að Montana skoraði eitt glæsilegast mark keppninnar með þrumuskoti vel utan við vítateig Argentínu. Þessi Ieikur var einn sá skemmtilegasti í keppninni til þessa. Fyrir utan að vítanýtni í Ieiknum var aðeins tuttugu pró- sent, var tveimur vísað af leikvelli, fyrst Javier Zanetti hjá Argentínu og svo þjálfara liðsins eftir að Pal- ermo hafði misnotað annað víti sitt. Annað markvert sem gerðist um helgina var að Marcello Salas var vikið af leikvelli fyrir leikaraskap í leik Chile og Venezuela, sem að Chile vann. Salas fékk tveggja leikja bann á meðan að Rivaldo, hinn brasilíski, fékk aðeins eins Ieiks bann fyrir hrikalegt brot á leikmanni Mexfkó, en þann leik- menn unnu Brasilíumenn 2-1. — AÞM ÍÞRÓTTAVIÐTALIÐ Góður árangur á siuidmeistaramótmu Brian Marshall sundþjálfari íslandsmeistaramótið í sundifórfram íHveragerði um helgina. Sexíslands- met voru sett á mótinu, sem gefurgóðfyrirheit um góðan árangurá Evrópu- mótunum, semframfara á næstu vihum. Brian Marshall, þjálfari hjá SH mun fylgja íslenshu kepp- endunum á mótin. - Ertu ánægður með árangurinn á Meistaranwtinu? „Arangurinn á meistaramótinu var nokkuð góður miðað við að- stæður. Flest okkar besta sund- fólk er nú að undirbúa sig fyrir Evrópumót unglinga, sem fram fer í Moskvu um miðjan mánuð- inn og einnig Evrópumeistaramót fullorðina, sem fram fer í Istanbul um næstu mánaðarmót. Það hef- ur þess vegna verið æft mjög stíft að undanförnu og æfingarnar hafa frekar verið miðaðar við toppárangur á Evrópumótunum, en ekki á Meistaramótinu. Arang- urinn verður því að teljast nokkuð góður og ef við miðum við árang- ur síðustu Meistaramóta þá var hann betri núna. Alls voru sett sex Islandsmet og það er meira en á síðustu Meistaramótum." - Nú voru gerðar breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistara- tnótsins og ifyrsta skipti keppt í A- og B-úrslitum, þar setn aðeins fimtn fyrstu komust iA-úrslit úr undanrásunum. Er þetta fyrir- komulag betra? „Þetta keppnisfyrirkomulag tel ég að sé miklu betra en það gamla. Keppnin verður meiri og skemmtilegri og nú þurfa allir að gera sitt besta til að komast í A- úrslitin. Samkvæmt gamla fyrir- komulaginu gátu keppendur frek- ar leyft sér að taka það rólega í undanrásunum og synt aðeins upp á öruggt sæti í úrslitunum. Þessar breytingar voru líka mið- aðar við þær aðstæður sem voru til keppni í Hveragerði, en þar eru aðeins fimm keppnisbrautir og þvf aðeins fimm keppendur sem komust í A-úrslitin og næstu fimm í B-úrslit. Einnig jók það á spennuna að aðeins eru veitt verðlaun fyrir A-úrslitin og því að meiru að keppa í undanrásunum. Þetta fyrirkomulag er líka betra, þar sem það er svipað því sem keppt er eftir í alþjóðlegum keppnum, eins og Evrópu- og HM-mótunum og því góð æfing fyrir það sundfólk sem er á leið til keppni erlendis.“ - Eru aðstæður til keppni góðar í Hveragerði? „Þær eru mjög góðar. Eins og ég sagði var mótið sérstaklega sett upp fyrir aðstæður á staðnum og öll framkvæmdin gekk mjög vel. Það besta við þetta mót var að þarna komu keppendur, foreldrar og þjálfarar saman til keppni og voru saman alla helgina. Það ger- ir mótið mun skemmtilegra og þjappar mannskapnum vel sam- an. Þannig næst líka upp meiri og skemmtilegri stemmning, sem skilar sér alltaf í betri árangri.“ - Hvaða keppendur verða á Evrópumótunum og áttu von á að sjá okkar fólk á verðlauna- palli? „Það verða sex íslenskir kepp- endur á Evrópumeistaramóti ung- linga í Moskvu, en það eru þau Örn Arnarsson, Kolbrún Yr Kxistjánsdóttir, Jakob J. Sveins- son, Sævar Örn Sveinbjörnsson, Þuríður Eiríksdóttir og Iris Edda Heimisdóttir. Þetta er mjög sterkt lið og ég á alveg eins von á því að einhver þeirra komist í A- og B- úrslitin. Svona fyrirfram eru mestar vonir bundnar við Örn Arnarsson, en einnig eiga þau Kolbrún Yr, Jakob og íris Edda noldíra möguleika. Erfiðara er að gera sér grein fyrir stöðunni hjá Sævari Erni og Þuríði sem synda bæði 50 bringu, en þau gætu samt náð í A- eða B-úrslitin. Það verður einnig spennandi að fylgj- ast með Kolbrúnu, en hún er í mjög góðu formi þessa dagana og til alls líkleg. Eg tel að ef hún nái í A-úrsIit þá eigi hún góða mögu- leika á verðlaunasæti, eins og Örn. Á Evrópumeistaramót fullorð- inna í Instanbúl fara átta kepp- endur sem eru þau Öm Arnarson, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Hjalti Guðmundsson, Jakob J. Sveins- son, Ríkharður Ríkharðsson, Lára Hrund Bjargardóttir, Eydís Kon- ráðsdóttir og Elín Sigurðardóttir. Á því móti verður nú keppt sam- kvæmt nýjum reglum í 50, 100 og 200 m sundunum, þar sem fyrst fer fram riðlakeppni, síðan tveggja riðla undanúrslit og loks úrslitakeppni. Tveir fyrstu úr hvorum riðli undanúrslitanna komast svo áfram í úrslitin auk þeirra fjögurra sem náð hafa best tímunum þar á eftir. Þetta verður því mjög erfið keppni og erfitt að gera sér grein fyTÍr stöðunni."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.