Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 9
8- PRIDJUDAGV R 6. JIÍLÍ 1999 ro^u- ÞRIDJUDAGU R 6. JÚLÍ 19 9 9 - 9 FRÉTTASKÝRING L FRÉTTIR Móðurskólar í náttúniiræði Börn að læra um náttúruna. Fjórir grunnskólar hafa verið styrktir sem móðurskólar í náttúrufræðikennslu. Meðal annars hugsað sem viðbrögð við aukinni inniveru barna. | FRIÐMK I ÞÓRGUÐ- J MUNDSSON SKRIFAR Þróimarsjóður gruim- skóla Reykjavíkur út- hlutaði á dögunum átta uiilljónum króna, hvar af tæplega sex milljónir renna til svokallaðra „móður- skóla“. Móðurskóli fær þannig styrk úr sjóðnum til að „móta stefnu og vera í farar- hroddi“ á tilteknu sviði og á síðan að miðla af reynslu sinni og þekkingu til kenn- ara annarra grunn- skóla. Á síðasta skólaári voru þrjú móð- urskólaverkefni í gangi. Folda- skóli var í nýsköpun, Grandaskóli í tölvukennslu og Selásskóli í skólasafnakennslu. Þessir skólar fengu nú hver 900 þúsund króna framhaldsstyrki um sömu verk- efni. Auk þess fá Ijórir skólar nú 800 þúsund króna styrk til að þróa sig sem móðurskólar í nátt- úrufræðikennslu; Hagaskóli, Melaskóli, Hólabrekkuskóli og Selásskóli. Aðspurð um hvað síðasttöldu skólarnir eigi að gera sem móður- skólar í náttúrufræðikennslu seg- ir Anna Kristfn Sigurðardóttir, deildarstjóri kennsludeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjatdkur, að þeir eigi að þróa sérstaklega kennslu í þessu fagi og sérhæfi sig hver á sínu sviði innan nátt- úrufræðinnar. „Þeir mundu vera til fyrirmynd- ar í einu og öllu og taka á móti kennurum úr Reykjavík, halda námskeið, vera með tilrauna- kennslu og hugsanlega þróa námsefni, kennsluefni og annað. Aðrir skólar eiga að geta sótt til þeirra ákveðna fyrirmynd í starf- inu. Hver skóli setur sér áætlun, byrjar á því að hafa námskeið fyr- ir alla kennara skólans og með hvetju verkefni er sérstakur um- sjónarmaður." Vinnan hefst á námskrárvinnu og að byggja upp aðstöðuna í skólunum og þróa kennsluaðferð- ir. „Eftir það eiga skólarnir að auglýsa sérstaka heimsóknartíma, bjóða öðrum skólum að koma til að kynna sér starfið og bjóða upp á aðstoð fyrir þá skóla sem vilja taka slíkt starf upp hjá sér. Reynslan af þeim móðurskóla- verkefnum sem hófust á síðasta skólaári sýnir að þetta tekur nokkurn tíma að komast vel af stað og byggja þetta upp innan frá. Þessir skólar byijuðu í vor að bjóða upp á námskeið fyrir aðra skóla, eftir að hafa byggt sjarfið upp innan frá í allan vetur. Það er því ekki hægt að segja að þetta sé byrjað að virka að ráði út á við onnKá( Fyrinnyndarskólar á sinu sviði Anna Kristín segir að Fræðslu- miðstöðin bindi nokkrar vonir við að vel gangi í þessu þróunarstarfi. „Það fer nánast allur peningurinn úr Þróunarsjóði grunnskóla Reykjavíkur í þetta, en fram til þessa hafa aðallega einstök og óskyld verkefni verið styrkt. Þetta er ákveðin stefnubreyting. Að fara þessa leið á að tryggja hvort tveggja, að það verður til ákveðin þekking og sérhæfing og að aðrir hafi aðgang að einhverju slíku til að kynna sér. Hugmyndin er f sjálfu sér einföld; það er verið að hvetja til að búa til fyrirmyndar- skóla á ákveðnum sviðum og ef vel tekst til getur þetta reynst öðr- um skólum vel, ekki bara í borg- inni heldur á öllu Iandinu." Anna Kristín segir að það hafí áður tíðkast að hvetja skólana til að marka sér sérstöðu, en að þá hafí Iítið verið gert til að gera skólunum slíkt auðveldara. „Það hefur verið gert ráð fyrir því í grunnskólalögum að skólarnir marki sér sérstöðu og í skóla- námskrá á það að koma fram, en það hefur ekki virkað nema mjög takmarkað. Og þá aðallega vegna fjárskorts," segir Anna Kristín. Auk ofangreindra móðurskóla valdi menntamálaráðuneytið Ár- bæjarskóla til að vera „kjarna- skóli“ í upplýsingatækni á lands- vísu og fékk skólinn eina milljón úr Þróunarsjóðnum og aðra millj- ón frá ráðuneytinu. Ártúnsskóli hlaut 600 þúsund króna styrk til að vinna að sjálfsmati og Álfta- mýraskóli hlaut 200 þúsund króna styrk til verkefnis er nefriist „Kennarinn og bekkurinn hans“, en markmið þess er að auka gagn- virk samskipti milli kennara, nemenda og foreldra. Loks fékk framhaldsskólinn Borgarholts- skóli styrk vegna málmiðnaðar- námskeiða sem haldin eru fyrir grunnskólanemendur í Grafar- vogi, en verkefnið hefur að meg- inmarkmiði að auka áhuga grunn- skólanemenda á iðngreinum. Kennt úti fyrstu tvær viluirnai Skólarnir tjórir sem verða móður- skólar í náttúrufræði sérhæfa sig á sérstökum sviðum náttúrufræð- innar og taka sumarið í að móta verkefnið. Þó liggur íyrir að Selás- skóli ætlar sér að verða móður- skóli á sviði umhverfis- og úti- kennslu. Sigrún Helgadóttir, náttúru- fræðingur og fagstjóri í Selás- skóla, segir að vinna sé þegar far- in af stað og síðustu tvær vikum- ar hafí undirbúningsstarfið hafíst. „Það var samþykkt á kennara- fundi í vor að næsta haust færu fyrstu tvær vikurnar í september meira eða minna í kennslu úti við. I undirbúningsvinnunni höfum við lagt til grundvallar nýju aðal- námskrána, en það eru ákaflega mörg markmið þar sem hægt er og nauðsynlegt er að vinna úti, bæði reyndar í náttúrufræði- og samfélagsgreinum." Sigrún segir að það sé ansi margt sem sé í rauninni auðveld- ara að gera úti en inni. „Því mið- ur er það svo að krakkar eru alltaf meira og meira inni við. Þau eru inni daginn út og daginn inn, meira að segja í íþróttum. Og þau eru gjarnan keyrð á milli staða. Áður fyrr voru krakkar heilmikið úti. t.d. að vrúska í fíöru eða skúr- um, en í dag grúska krakkar gjarn- an inni - á Netinu. Aðrar þjóðir hafa mætt þessu meðal annars með stóraukinni útikennslu eða með öðrum orðum með því að færa kennsluna út fyrir veggi skól- ans. Það er augljóslega miklu betra að kenna börnunum um samfélagið og náttúruna fyrir utan veggi skólans." Sigrún segist hafa rekið sig á að krakkar á Islandi kunni varla að vinna úti. „Þau eru orðin svo vön því alla sína ævi að það að fara út þýði eingöngu að fara að leika sér. Þau eru ekki vön því að fara út til að vinna einhver verkefni. Það blasir því við að það, að fara með þau út og láta þau vinna ýmis við- fangsefni, mun opna þeim nýjar víddir í tilveruna. Þau læra að Iesa landið, skilja landið og umhverfið. Það skiptir miklu máli að krakk- arnir sitji ekki allan tímann á stól við borð.“ Grenndarnám og umhverfis- stefna Sigrún segir að þótt færa eigi kennsluna í meira mæli en áður út fyrir veggi skólans þá þýði það ekki hið sama og að flækjast með börnin í rútu landið þvert og endilangt. „Við ætlum að Ieggja áherslu á að krakkarnir kynnist nánasta umhverfi sínu og tengist þvf. Skólarnir hafa mikið brennt sig á því að útikennsla þýði að það þurfi að fara eitthvað, kaupa rútu og svo framvegis. Við viljum held- ur að börnin Iæri á sitt nánasta umhverfi. Krakkarnir sem eru að koma úr sex ára bekk myndu fá að átta sig á skólanum, hvernig Ióðin er og hvernig þau rata f skólann, en eftir því sem ofar dregur í aldursstiganum yrði námið umfangsmeira. Það er hægt að vinna ýmis konar verk- efni í umhverfi sínu; skoða hús, form og liti, átta sig á kortum og áfram mætti telja. Áuk þess erum við svo heppin að hafa skemmti- lega náttúru rétt við skólann eins og Elliðaárdalinn. En lengra för- um við ekki nema í mjög litlum mæli. Við höldum okkur því fvrst og fremst í okkar nánasta hverfi og umhverfi. Það má í rauninni kalla þetta grenndarnám," segir Sigrún. Sigrún segir að Selásskóli hafi mótað sér sérstaka umhverfis- stefnu og áð síðastliðið haust hafi verið byrjað að hrinda henni f framkvæmd. „Þá byrjuðum við að flokka allan pappír og skola allar drykkjarfernur og skila þeim inn. Nú er verið að smíða handa okk- ur safnkassa til að taka við öllum lífrænum leifum og framleiða þar með mold. Þetta Iæra börnin og vonandi hjálpar þetta þeim síðar meir í lífinu, þegar þau þurfa að taka þátt í lýðræðisþjóðfélaginu og taka afstöðu til ýmissa mála, svo sem landnýtingar. Umhverfis- málin eru orðin svo stór þáttur í öllu samfélaginú að það er mjög mikilvægt að undirbúa krakka undir það, að geta verið virkir þátttakendur í þeim eins og öðr- um málum. Við erum vitaskuld ekki að tala um áróður af okkar hálfu, en við reynum að auka bekkingu fólks þannig að það geti verið fært um að taka sjálft af- stöðu,“ segir Sigrún. Uppbygging hcildstæðrar nátt- úrufræðikennslu Sigrún segir að fyrst og fremst muni kennslan á sviði umhverfis- mála fara fram undir jákvæðum formerkjum. „Við viljum skoða um- hverfið og reyna að njóta náttúr- unnar og Iæra að þekkja hana. Við munum um leið leggja minni áherslu á ýmsar neikvæðar hliðar, sem gjarnan er þó það fyrsta sem fólki dettur í hug, það er mengun, ofnýtingu og þess háttar. Á þessu stigi er réttara að leggja áherslu á það sem er fallegt og gott. Hitt kemur þá síðar. Við teljum hvað krakka snertir betri aðferð að Iegg- ja áherslu á hið jákvæða, frekar en að láta þau bara tína rusl og bæta fyrir syndir annarra. Áhersla á vandamál og árekstra verður að bíða síns tíma,“ segir Sigrún. Ragna Olafsdóttir, skólastjóri elaskóla, segir að sérhæfing skól- .is muni ekki endanlega ráðast rr en í ágúst, þegar umsjónar- kennarar skólanna og fólk frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur leggja Iínumar nánar. „Við höfum þegar falið þremur kennurum að halda utan um þetta hjá okkur og þótt við séum ekki búin að fastmóta okkar svið þá er ljóst að möguleikamir eru margvís- legir. En það er stutt í íjöruna fyrir okkur og það má gera ráð fyrir því að við skoðum sjávarlífið nokkuð." Ragna segist sjá ýmsar jákvæðar hliðar við það fyrirkomulag sem í mótun er með móðurskólunum. „Ég sé í þessu tækifæri til að byrja að byggja upp nokkuð heildstæða náttúrufræðikennslu í grunnskól- anum, sem okkur ber að gera. Með því að sett er í þetta sérmerkt fjár- magn er það mikill styrkur fyrir skólann í því starfi. Sem síðan á að gera okkur kleift að miðla öðrum af þeirri þekkingu sem safnast fýrir innan skólans. Þetta styrkir því í senn náttúrufræðikennslu barn- anna og kennara skólans og þeir miðla síðan af sinni reynslu til kennara annarra skóla,“ segir Ragna. Sú/an EA frá Akureyri var í gær austur af Héraðsflóa á ieið á svæðið til leitar eftir að hafa landað um 450 tonn- um á Neskaupstað, eða rétt hálffermi. Aðeins hálfvirði fyrir loðnima Stærstu skipin að gera sig klár á kolmuima- veiðar, en þar hefur Sveinn Benediktsson SU nánast verið ein- skipa. Loðnuaflinn er á sumarvertið- inni kominn í liðlega 27 þúsund tonn af 575.850 tonna kvóta og hefur mestu verið landað á Siglufirði, enda hefur verið einna styst þangað af miðunum. Síð- ustu daga hefur það litla sem veiðst hefur fengist djúpt norður af Langanesi. Verðið sem skipin fá fyrir loðnuna hjá síldanærk- smiðjunum, en öll Ioðnan fer til bræðslu, er aðeins 4000 krónur á tonnið en var í fyrra um 7000 krónur, éða hartnær helmingi hærra og er ástæðan mestmegnis lágt afurðaverð erlendis. Segja má því að ekki sé fiskað nema rétt fyrir olíu og kaupi áhafnar- innar, sem auðvitað er skömm- inni skárra en að liggja \ið bryg- gju. Það blæs þ\i ekki byrlega um þessar mundir fyrir þeim útgerð- um sem leggja allt sitt undir upp- sjávarfiskveiðar, því verð á síldar- afurðum hefur sjaldan verið lægra. Súlan EA frá Akureyri var í gær austur af Héraðsflóa á Ieið á svæðið til leitar eftir að hafa landað um 450 tonnum á Nes- kaupstað, eða rétt hálffermi. Það tók fimm daga að ná þessum 450 tonnum eftir að flækst hafði ver- ið fram og til baka um miðin norður og norðaustur af landinu. Þó hefur flotinn ekki farið mikið vestur fyrir Kolbeinseyjarhrygg- inn, enda þar lítið að hafa nema smáloðnu. Þessa dagana eru um 15 skip á þessu kroppi eða við leit. Stærstu skipin, þ.m.t. Beitir NK frá Neskaupstað, eru að gera sig klár á kolmunnaveiðar, en veiðisvæðið er suður af Hval- baksgrunni. A þær veiðar geta aðeins stærstu skipin farið þar sem þau þurfa að vera útbúin flottrolli til veiðanna. Engin kvóti er enn á kolmunnaveiðun- um og þar hefur aðeins eitt skip verið á veiðum að undanförnu, Sveinn Benediktsson SU, skip SR-mjöIs sem Iandað hefur á Seyðisfirði, enda mestu landað þar, eða 8 þúsund tonnum af 24 þúsund tonna veiði á vetrar- og sumarvertíð 1999. - GG Gjöld nmfram Nokkrir kostnaðarliðir hjá Akur- eyrarbæ hafa verið til endurskoð- unar að undanförnu og er Ijóst að gjöld reynast sums staðar hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þannig samþykkti bæjarráð Akureyrar fyrir skemmstu að Sundlaug Akureyrar fengi auka- íjárveitingu til framkvæmda sem nemur 4,3 milljónum króna. Rekstur Strætisvagna Akureyrar hefur verið kostnaðarsamari en ráð var fyrir gert og hefur bæjar- ráð samþykkt aukafjárveitingu sem nemur rúmum 2,2 milljón- um vegna þess. Bæjarráð staldr- aði hins vegar \áð þegar kom að beiðni um aukaljáveit- ingu vegna gatnagerðar og fráveitu- mála. Bæjar- ráð hefur Asgeir Magnus- beint þeim til. son, formaður mælum u] framkvæmda framkvæmda- nefndar. nefndar að leita allra leiða til þess að lækka beiðni um við- bótarfjárveitingu vegna gatna- áætlun gerðar. Jafnframt óskaði ráðið eftir endurskoðaðri áætlun um tekjur af gatnagerðargjöldum ársins. Ásgeir Magnússon, formaður framkvæmdanefndar, segir hvað SVA varðar, að veikindi starfs- manna og barnsburðarleyfi eigi mestan þátt í hærri gjaldaliðum þar. Sundlaugin sé „eins og hún sé og enn verið að skoða það“ en hvað gatnagerðargjöldin varði sé um að ræða mjög mikinn auka- kostnað frá áætlun vegna snjó- þungs vetrar. - Iil> Kenni á fÓOJS Tímar eftir samkomulagi Ingvar Björnsson ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11b, Akureyri Sími 899 9800 Heimasími 462 5692 ÖKUKEIMIXISLA Útvega öll gögn sem með þarf. Aðstoða við endurnýjunarpróf. Greiðslukjör. JÓN S. ÁRIMASON Símar 462 2935 • 854 4266 TÍl/IAR AÐ ÓSKUM NEMENDA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.