Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 4
4 - ÞRIÐJVDAGVR 6. JÚLÍ 1999 niltf Ginum hiút andlitsvatn - andlitsmjólk - augnfarðahreinsir blautHIOtar fyrir augn- og andlitsfarða Ómissandi i ferðalagið COMODYNES FRÉTTIR í tveimur tilvikum brutust úr slagsmál á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins eftir að glerflöskum hafði verið kast- að. Tekið skal fram að myndin tengist ekki þessum slagsmálum sem um ræðir. - mynd: hari JlMJNi TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR • JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! • Ódýrasti ekta 4x4jeppinn á (slandi • Hátt og lágt drif — byggður á grind • Sterkbyggður og öflugur sportjeppi ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn í ruðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • FUUÍfft FRAMf jJJJ $ SUZUKI .##.......... —I SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Ff öldaslagsmál eítir flöskukast Auk slagsmála var tals- vert um umferðaró- höpp og innbrot, sam- kvæmt dagbók lögregl- imiiar íyrir dagana 1. til 5. júli. Samkvæmt dagbók Iögreglunnar varð eignatjón í alls 52 árekstrum þessa daga. I fjórtán tilvikum þurf- tu ökumenn og eða farþegar að fara á slysadeild til skoðunar með mismunandi alvarlega áverka. I tveimur tilvikum var ökumaður grunaður um ölvun við akstur. Síðdegis á föstudag varð harður árekstur með þremur bifreiðum á Vesturlandsvegi skammt vestan Grafarholts. Sjö aðilar sem f bif- reiðunum voru kenndu ýmissa eymsla og voru fluttir á slysadeild. Allir voru í bílbeltum. Nokkru eftir miðnætti aðfara- nótt Iaugardags var tilkynnt um umferðarslys á Vesturlandsvegi við afleggjarann að Reynisvatni. Þar hafði bifreið oltið en farþegi náð að komast út og gera viðvart. Er komið var á vettvang var ökumað- ur meðvitundarlaus inni í bifreið- inni, hann reyndist talsvert slasað- ur og var fluttur á gjörgæsludeild. Farþeginn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. A sunnudag varð árekstur með tveimur bifhjólum og tveimur bif- reiðum á Suðurlandsvegi við Hafraveg. Fimm einstaklingar voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið. Fjórtan samferða Bakkusi Um helgina voru 14 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 43 stöðvaðir vegna hraðaksturs. Á laugardagskvöldinu sinnti bifreið ekki stöðvunarmerkjum á Suður- landsvegi eftir að hafa verið mæld á 132 km hraða. Eftir skamma eft- irför stöðvaði bifreiðin í malar- gryfjum í Jósefsdal eftir að hafa verið beygt þangað. I bifreiðinni voru þrír aðilar sem fluttir voru á stöð til skýrslutöku. Okumaður er grunaður um ölvun við akstur. LíkamsmeiðinjJar og slagsmál I Mosfellsbæ, skömmu eftir mið- nætti aðfaramótt laugardags, var piltur sleginn í höfuðið með gler- flösku. Hann skarst talsvert á höfði og var fluttur á slysadeild. Meira var um flöskukast þvf 5 menn voru handteknir um miðnætti aðfarar- nætur sunnudags eftir slagsmál í og við veitingahús í miðborginni. Upphafið var það að glerflösku var kastað í mann. Eftir það var fjöl- mörgum flöskum kastað í fólk inni á staðnum sem aftur varð tilefni til fjöldaslagsmála. Síðla sömu nótt var tilkynnt um átök á milli karls og konu. Hann var fluttur á slysadeild illa skorinn í andliti, sennilega eftir spark kon- unnar. Þrír menn voru handteknir í miðborginni eftir að neyðst hafði að beita tvo þeirra táragasúða. Var verið að handtaka einn þeirra vegna óláta er hinir veittust að lög- reglumönnunum. Einn lögreglu- maður slasaðist lítillega. Gleymdu að borga bensín- dropana Tilkynnt var um 12 innbrot um helgina. Má þar nefna innbrot í vinnuskúr í austurbænum og sum- arhús við Mosfellsbæ þar sem skemmdir voru unnar á innan- stoklismunum. Seint á föstudagskvöldinu var tilkynnt að bifreið hefði ekið í burtu frá bensínstöð án þess að greiða fyrir eldsneytið sem dælt hafði verið á bifreiðina. Bifreiðin var stöðvuð á Suðurlandsvegi skömmu síðar. I ljós kom að um misskilning var að ræða, ökumað- ur og farþegi héldu hvor um sig að hinn hefði greitt. Þeir voru sendir aftur í bæinn til að borga fyrir dropann. Ekki er vitað hvor þeirra sá um greiðsluna. Rán á myndbandaleigu Um miðbik aðfaramætur sunnu- dagsins var tilkynnt um rán í myndbandaleigu í austurbænum. Maður hafði ógnað starfsstúlku með hnífi. Hann hafði svo tekið nokkra tugi þúsunda úr afgreiðslu- kassa og hlaupið á brott. Það var svo um þremur stundarljórðung- um sfðar að tilkynning barst þess efnis að maður er svaraði til lýsing- ar hefði sést fara inn í veitingahús skammt frá Hlemmtorgi. Þar var svo hinn grunaði handtekinn stuttu sfðar, við Ieit fannst á hon- um mest af því sem saknað var. Eggjakast í Breiðholtinu Nokkru eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins hringdi kona og óskaði eftir aðstoð við að koma eig- inmanni sínum í rúmið. Ekki var hægt að sinna þessu sökurn anna en líldega hefur konunni tekist að koma manninum í rúmið, því ekki var hringt aftur. Eitthvað virtist fara úrskeiðis við bakstur aðfaramótt sunnudagsins, því tilkynnt var frá Breiðholti að eggjum hefði verið kastað í hús frá svölum fjölbýlishúss. Er komið var á vettvang mátti sjá eggjaslettur á húsinu og á milli þess og fjölbýlis- hússins. Rætt var við aðila í fjölbýl- ishúsinu en ekki vildi hann kann- ast við málið þrátt fyrir eggjaflug frá svölum íbúðar hans. Er verið var að yfirgefa vettvang virtist hús- ráðandi aftur hafa tekið til við baksturinn því tómum eggjabakka var hent frá svölum íbúðar hans. Spuming hvort ekki hefur vantað egg í kökuna eftir allan þennan klaufaskap?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.