Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 7
 í>RÍÐJÚdÁ'GUR 6. j'úif 'T433 - 7 ÞJOÐMÁL Frá Balkanskaga til Eyj ábakka JÓN KRISTJANS- SON FORMAÐUR FJÁRLAGA- NEFNDAR Það er alltaf góð tilfinning fyrir þá sem láta í ljós skoðanir sínar á prenti að fá viðbrögð við grein- um sínum. Tvær greinar sem ég hef skrifað í Dag undanfarið hafa vakið slík viðbrögð. Onnur um ástandið Balkanskaga og hugleiðingar um uppbyggingu þar og hin er hugleiðingar í til- efni af útvarpsþætti nú nýverið. Eg þakka Gísla Gunnarssyni sagnfræðingi fyrir hans grein. Hún er málefnaleg. Við erum hins vegar fullkomlega ósam- mála. Inntakið í grein Gísla er að óbilgirni hafi verið sýnd Milo- sevic á síðustu dögum samninga- umleitana í Rambullet og síðasta samningsuppkastið hafi verið fullkomlega óaðgengilegt fyrir hann. I þessu sambandi vil ég ein- ungis minna á að nú koma á hverjum degi í ljós ummerki um hina skipulegu herferð sem háð var í Kosovo til þess að hrekja fólk af albönskum uppruna úr landinu. Það hefur ekki verið vé- fengt að þarna hafa orðið verstu skipulegu hryðjuverk og stríðs- glæpir frá stríðslokum. I ljósi þessa eru greinar um of mikla samningshörku gagnvart Milo- sevic einkennileg lesning. Eg ætla að geyma mér alla þrætu- bók um þessi mál, en sjá hverju framvindur næstu mánuði og misseri. Grein mín í Dag var fyrst og fremst skrifuð til þess að minna á og reyna með litlu fram- lagi mínu að skapa skilning á því að við Islendingar verðum að taka þátt í uppbyggingarstarfinu á Balkanskaga eftir því sem geta okkar leyfir. Við getum þar lagt nokkuð af mörkum. A Balkanskaga hefur sú sorg- arsaga gerst að aðstæðurnar hafa skapað jarðveg fyrir stríðsglæpa- menn í valdastólum. Afleiðing- arnar bitna á almenningi, sak- lausu fólki sem óskar sér þess eins að Iifa í friði. Serbar eru þar ekki undanskildir. Þetta er því miður saga sem hefur endurtek- ið sig í Evrópu á öldinni sem er að líða, og það er forgangsverk- efni í byijun nýrrar aldar að skapa þær aðstæður að slíkt end- urtaki sig ekki. Að því verkefni ber að einbeita sér. Á heimaslóðiun Þröstur Haraldsson, blaðamað- ur, helgar mér grein i blaðinu síðastliðinn föstudag, og nú er Fljótsdalsvirkjun til umræðu. Eg get bytjað á því að hugga Þröst með því að mér líður ágætlega að vera framsóknarmaður á Austur- landi. Það er góð blanda ég get fullvissað hann um það. Eg ber mikla virðingu fyrir þeim ágætu mönnum Jóni Helgasyni og Steingrími Hermannssyni og minnist samstarfs við þá innan „íþessu sambandi vil ég einungis minna á að nú koma á hverjum degi í Ijós ummerki um hina skipulegu herferð sem háð var í Kosovo til þess að hrek- ja fóik af albönskum uppruna úr landinu, “ segir Jón Kristjánsson meðal annars í grein sinni. þings og utan með ánægju. Ég get hins vegar upplýst Þröst um það að enginn hefur stungið upp á því í Framsóknarflokknum að biðja þá að taka við forustunni aftur, eins og gerist á öðrum bæj- um í stjórnmálum, þar sem í undirbúningi er bænaskrá að biðja sendiherrann í Washing- ton, Jón Baldvin, að taka við Samfylkingunni aftur. En þetta er önnur saga sem ég ætla ekki að fjalla um f þessari grein, held- ur snúa mér að því að svara spurningu sem til mín var beint, og minnast á það áhugaverða efni, iðnbyltinguna, með fáein- um orðum. Iðnbyltmgin Þröstur segir í grein sinni að mér sé umhugað um að iðnbyltingin haldi innreið sína til Austljarða áður en hún líði undir lok. Hún sé gamaldags fyrirbæri sem hafi orðið til í Englandi fyrir nokkrum öldum. Ég get upplýst Þröst um það að jafnvel framsóknarmenn og sveitarstjórnarmenn á Austfjörð- um hafa gluggað eitthvað í sög- una um iðnbyltinguna og upphaf hennar, þó honum finnist það ef til vill ólíklegt. Hins vegar get ég sagt þáð fyrir mig að mér er ókunnugt um dagsetningar á því hvenær henni lauk. Hins vegar hef ég eins og aðrir haft veður af |m' að ný bylting hófst á síðustu áratugum þessarar aldar. Margir líkja áhrifunum við iðnbylting- una á sínum tíma. Þetta er upp- lýsingatæknin. Margir halda því fram nú að möguleikar okkar Is- lendinga séu ekki síst á þessu sviði og ég ætla ekkert að draga úr því. Ég á hins vegar ekki von á því að það breytist að þeir sem framleiða hugbúnaðarlausnir fyrir stöðugt stækkandi markað, þurfa á „áþreyfanlegum vörum sem hægt er að mæla í tonnum og rúmmetrum“, og Þröstur talar heldur niðrandi um í grein sinni, að halda. Ég er satt að segja ekkert að hugsa sérstaklega um það hvenær iðnbyltingunni lýkur. Ég veit það eitt að heimurinn þarf á iðnaðarvörum að halda. Það bendir ekkert til þess að eftir- spurn eftir þeim, hverju nafni sem þær nefnast, sé á undan- haldi. Upplýsingatæknin mun gera það að verkum að hægt er að framleiða þær á sjálfvirkari hátt og vistvænni í framtíðinni. Þetta mun leiða til byltinga- kenndra breytinga á samfélaginu á nýrri öld. Það er sannfæring mín að íslendingar eigi að hasla sér völl áfram í iðnaði ásamt upplýsingatækninni, og að áliðn- aður sé síður en svo úrelt fyrir- bæri, meðan framleiðsluvörur úr áli eru eins nauðsynlegar nútíma lifnaðarháttum og nú er. Hins vegar er áliðnaði hér takmörk sett, vegna þess að hann þarfnast mikillar orku, og orkulindir okk- ar eru ekki ótæmandi og af ítr- ustu áætlunum um orkunýtingu munu verða afföll af umhverfisá- stæðum. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að ekki sé komið að þeim mörkum. MiIIjaröaniir fjórir Þá er komið að spurningunni hvort ekki hefði verið skynsam- legra að „taka“ féð sem hefur far- ið til virkjunarranssókna síðast- liðin tuttugu ár, og nota það til skynsamlegra verka á Austur- landi til þess að byggja upp fag- urt mannlíf. Ég kannast vel við þessa umræðu sem byggist á misskilningi frá upphafi til enda og er út í hött. Fé sem notað er til vísindarannrannsókna er ekki fyrir hendi í önnur verkefni, og varla geta menn haft á móti rannsóknum og öflun þekkingar. Sá misskilingur er einnig uppi í umræðunni að það sé ekkert gert í atvinnumálum á Austurlandi nema bíða eftir álveri. Það er al- rangt, og ég kannast ekki við að ráðamenn hafi ráðlagt austfirsk- um athafnamönnum frá því að fara í atvinnuskapandi aðgerðir vegna þess að álver sé handan við hornið. Þetta er í ætt við hið fornkveðna, „ólygin sagði mér“. Ég hef fyrir mitt leyti ætíð sagt að stóriðjuverkefnið á Reyðar- firði sé atvinnuþróunarverkefni sem nauðsyn er að leiða til Iykta, af eða á, með bindandi samning- um. Fyrr er ekki hægt að slá neinu föstu um hvort af verkefninu verður eða ekki. A undanförn- um árum hefur verið fjárfest mikið á Austurlandi í sjávarút- vegi og ferðaþjónustu, og fram- takssamir menn þar eru að bygg- ja upp þjónustu á sviði upplýs- ingatækni. I sjávarútveginum hafa fjárfestingarnar miðast við að auka sjálfvirkni i móttöku uppsjávarfiska loðnu og síldar og byggja fullkomnar síldarbræðsl- ur og endurbæta þær sem fyrir eru til að framleiða betri vörur. Þetta hefur í mörgum tilfellum orðið til þess að fækka fólki. Há- tæknin er því marki brennd. I ferðaþjónustunni hefur framboð á gistirými aukist með byggingu nýrra hótela og endur- bótum á þeim sem fyrir eru, sem og auknu framboði á gistingu hjá bændum. Framboð á afþreyingu hefur einnig farið vaxandi og skulu feijusiglingar á Lagarfljóti nefndar sem dæmi. Slíku er ætíð verið að stilla upp sem kosti á móti iðnðaruppbyggingu, en slík hugsun er alröng. Það er sann- færing mín að nýting orku í stærri stíl í landshlutanum og iðnaður því tengdur mundi efla þær greinar sem fyrir eru í fjórð- ungnum. Byggðamálaþáttur þessa máls er mikilvægur fyrir austfirðinga, en það er Iangt í frá að nýting orkunnar norðan Vatnajökuls og stóriðnaður sé sérmál fyrir Aust- urland, þó látið sé í veðri vaka að málið allt sé þráhyggja nokkurra framsóknarmanna og sveitar- stjórnarmanna þar. Þetta er mik- ilvægt landsmál. Þarna er verið að \ánna að því að efla eina stoð atvinnulífsins í landinu og auka þjóðartekjurnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.