Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 11
 ERLENDAR FRÉTTIR Blair reynir að slá á áhyggjur Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, reyndi í gær að róa samhandssinna á Norður-írlandi. Sambandssinnar eru uggandi um sinn hag þar sem hermdar- verkamenn írska Iýðveldishersins afvopnast ekki eins fljótt og þeim þykir æskilegt. Ráðherrann lof- aði því að Sinn Fein, stjórnmála- armur írska lýðveldishersins, yrði látinn víkja af norður-írska þinginu ef herinn afvopnaðist ekki samkvæmt þeim samnings- drögum, um friðsamlega lausn á deilunum á Norður-írlandi, sem nú liggja fyrir. Blair skrifaði grein í daghlaðið Belfast Telegraph, sem birtist í gær, og sagði þar að hann væri oft spurður að því, hvernig brugðist verði við ef IRA neitar að afvopnast. Hvort ekki væri þá rétt að Sinn Fein, eða fulltrúar samtakanna vikju af þingi. Ráð- herrann sagði, að það væri ná- kvæmlega það sem mundi ger- ast. Þá mundu þeir sem eftir sitja halda þingstörfum áfram. Forsætisráðherrann hvatti mótmælendur til að fallast á samningsdrögin um frið á Norð- ur-Irlandi, sem hann og írski for- sætisráðherrann lögðu fram í síðustu viku. Drögin hafa valdið tortryggni sambandssinna og leiðtogi þeirra, David Trimble, segir að gera þurfi á þeim nokkr- ar breytingar ef mótmælendur eiga að fallast á þau. Blair hvatti málsaðila til að skoða samningsdrögin betur og aðhafast ekkert sem spillt gæti fyrir því að þau verði samþykkt og að friður megi komast á á Norður-Irlandi. Clinton huggar fátæka BiII Clinton, Bandaríkjaforseti, lagði í gær af stað í fjögurra daga ferðalag og verða viðkomustaðir hans nokkur af fátækustu svæð- um landsins. Eru það svæði sem farið hafa á mis við þá miklu uppsveiflu í efnahagsmálum sem gengið hefur yfir Bandaríkin undanfarin ár. Víða berst fólk við fátækt í rík- asta landi heims og breikkar bil- ið milli efnaðra og fátækra eftir þvi sem hlutabréfamarkaðurinn gefur meira af sér. Víðast hvar er mikill uppgangur og velmegun, BiH Clinton. atvinnuleysið hefur snarminnk- að, en ekki alls staðar. Forsetinn mun leggja áherslu á að fyrirtæki fjárfesti á fátækum svæðum til að bæta efnahag íbú- anna. Hann segir að ekki sé við hæfi að heíja nýja öld, sem færa mun flestum íbúum Bandaríkj- anna efnahagsbata og velmegun, með því að skilja aðra eftir í fá- tækt. r fBORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Reykjavíkurflugvöllur- breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 15. júní 1999 breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 hvað varðar Reykjavíkurflugvöll og jafnframt breytingu á deiliskipulagi flugvallarins. Helstu breytingar á deiliskipulagi: Breytt er afmörkun flugvallarsvæðisins, flugbraut 07-25 lokað, breytingar á lóðamörkum og byggingarreitum umhverfis Hótel Loftleiðir og flugstjórnarmiðstöð, sunnan flugstj.miðstöðvar er gert ráð fyrir nýrri flugstöð. ÍMjarðargata verður flutt fjær byggðinni við vesturenda flugvallarins o g gert er ráð fyrir akstursbraut fyrir flugvélar vestan við flugbraut 02-20. Aðalskipulagsbreytingar: Gerð verður tengibraut með helgunarsvæði frá Hringbraut að fyrirhugaðri flugstöð, bæjarstæði Nauthóls færist út fyrir flugvallarsvæðið, helgunarsvæði suðurenda flugbrautar 02-20 stækkar til suðvesturs og stofngöngustígur flyst á uppfyllingu í sjó út fyrir öryggissvæði flugbrautar 02-20. Breytingartillögurnar voru auglýstar skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga frá 3. til 31. mars 1999. 15 athugasemdabréf bárust og hafa umsagnir verið sendar þeim er athugasemdir gerðu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti tillöguna með minniháttar breytingum. Frekari upplýsingar eru veittar á Borgarskipulagi Reykjavíkur. i'RIBJUDAG UR 6 . ) Ú LÍ 19 9 9 - 11 VIDGERDIR OG VIÐHALD FASTEIGNA ER OKKAR FAG LEITIÐ TIL VIÐURKENNDRA FAGMANNA! USAKLÆÐNINGI* SIMATIMI MILLIKL. 10.00 • 13.00 Sími 555 1947 • FAX 555 4277 • 894 0217 Kontdu í reynslu- akstur! Hefur þú séð svona verð á 4x4 bíl? • Mest seldi bíllinn í Japan(!), annað árið í röð. • öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll. • Skemmtilequr bíll meðmiklum staðalbúnaði: ABS hemlalæsivörn rafdrifnu aflstýri, samlæsingu, o.m.fl Ódýrasti 4x4 billinn á Islandi lllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllll GL 1.099.000 KR. GL 4x4 1.299.000 KR. mimiiimimimmmmimiimiiiiiiimi $SUZUKI --- SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.