Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 6
6 - ÞRIDJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjóri: MARTEINN JÓNASSON Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.soo KR. Á MÁNUÐI Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-i6is Amundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Simbréf auglýsingadeildar: 460 6i6i Simbréf ritstjórnar: 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Vandi í skóla í fyrsta lagi Sá mikli vandi sem blasir við í grunnskólum landsins í dag er að mörgu leyti falinn. Ef marka má undirtektir við auglýsingum um lausar stöður verða skólar víða hálfmannaðir í haust og eflaust mun bera meira á handarbakaráðningum og reddingum þar sem slegið er af kröfum til að bjarga málum fyrir horn. Gagnvart al- menningi virkar málið hins vegar ekki sérstaklega aðkallandi, því ólíkt því sem oft hefur áður gerst í kennaradeilum, kemur vand- inn nú upp á meðan hefðbundið skólastarf liggur niðri. Fólk verður því ekki með sama hætti vart við vandann og orðið hefði ef skólinn væri í fullum gangi. En það má búast við talsverðum skelli í haust. í ððru lagi Ljóst er að í Reykjavík að minnsta kosti eru uppsagnir í gangi sem tengja má kerfisbundinni kjarabaráttu. Meintar hópupp- sagnir utan Reykjavíkur hafa vissulega skilað kennurum ágætum kjarabótum, en óháð því hvaða skoðanir menn hafa á fjöldaupp- sögnum kennara sem einstaklinga, er Ijóst að vegur þeirrar bar- áttuaðferðar er nánast á enda genginn. Það er einfaldlega afar ólíklegt, eins og umræðan upp á síðkastið sýnir, að sveitarfélög, þ.á m. Reykjavík, samþykki að stíga þennan hringdans í framtíð- inni. Það er komin upp þráskák í stöðunni. í þriðja lagi Að óbreyttu stefnir því í heilmikil vandræði í haust. Ef frá er tal- in vinna skólastjóra, sem í sumar ganga um rífandi hár sitt vegna kennaraskorts, þá virðist fátt í gangi til að bijótast út úr þráskák- inni, hvorki af hálfu Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga eða af hálfu trúnaðarmanna kennara. Enn er þó tími til stefnu og frá- leitt annað en nota hann til að kanna hvort ekki er hægt að velta upp einhveijum fleti til sátta. Eitt er þó ljóst nú þegar. Til að bijótast út úr þráskákinni verður með einhveijum hætti að brjóta upp núverandi vinnufyrirkomulag kennara í skólunum. Annars brotnar þetta vinnufýrirkomulag ásamt öðru skólastarfi bara niður af sjálfu sér og þá með einhverjum þeim hætti, sem er engum að skapi. Birgir Guðmundsson. Vikuleg þjóðvegahátíð Hver man ekki þjóðvegahátíðina 17. júní 1994 þegar við fögnuð- um 50 ára afmæli lýðveldisins? Hver man ekki bíltúrinn sem endaði sem fjölskyldumartröð þúsunda Islendinga? Allt er þetta eins og gerst hafi í gær. Garri man eftir börnum sínum grátandi í aftursætinu, hann sjálfur á flautunni og konan í símanum að hringja í tengdó. A meðan spókuðu fyrirmenni þjóðarinnar sig á Þingvöllum ásamt skandinavískum kóngum og drottningum og nokkrum út- sjónarsömum Islendingum, sem voru svo gáfaðir að vakna nógu snemma og komast af stað áður en þjóðvegahátíðin alræmda hófst. Reyndar skilur Garri ekki ennþá hvernig öllu þessu fólki var komið á staðinn. Þetta hljóta að hafa verið sunnlenskir bændur sem komu austan að, ríðandi á vélfákum sínum. Hljóðlátari martröð Hvað um það. Garri missti af herlegheitunum og varð að gera sér að góðu að sjá þau í kvöld- fréttunum daginn eftir (Þjóð- vegahátíðin stóð neíhilega fram yfir kvöldfréttimar þann 17. júní 1994). Garri fór nefnilega að rifja þessar sælustundir upp þegar hann sat í bíl sínum á Kjalamesi um helgina, tiltölu- lega nýkominn úr Hvalfjarðar- göngunum á leið sinni til höfuð- borgarinnar við sundin blá. Martröðin frá þjóðvegahátíðinni ‘94 nánast endurtók sig, nema hvað konan og bömin voru ekki með. Þetta var því hljóðlátara - en martröð engu að síður. Stór hluti þjóðarinnar upplifir nefni- V lega martröðina hvert sunnu- dagssíðdegi þetta sumarið. Til- efnið er alls ekki afmæli lýðveld- isins heldur einfaldlega heim- koma sólþyrstra borgarbúa og sumarbústaðaeigenda í Borgar- firði, sem eru svo vitlausir að álpast út úr borginni um helgar. Garri tilheyrir víst þeim hópi, þ.e. borgarbúum, sem eru svo vitlausir að halda að sólin sé heitari handan Elliðaánna. Hvað gerist árið 2000? Garri er áhugamaður um hann- yrðir og mitt í þessari vikulegu og nýju þjóð- vegahátíð bölv- aði hann því að hafa ekki tekið með sér pijóna- na. Hann hefði nefnilega getað pijónað eins og eina sokka á konuna á leið- inni. Hún hefði nú aldeilis fagnað því, nýkomin með bömin úr helgarheimsókn til tengdó. I staðinn sat Garri í bílnum og bölvaði Göngunum, hann bölvaði bílstjórunum fyrir framan og aftan sig, hann bölv- aði vegamálastjóra og sam- gönguráðherra, hann bölvaði því að eiga ekki flugvél og Ioks bölvði hann bannsettu álfunum sem vildu ekki færa hýbýli sín við Grafarholtið svo tvöfalda mætti Vesturlandsveginn hið snarasta. Allir fengu þessir aðil- ar kaldar kveðjur. Garri var meira að segja farinn að bölva kristnitökuafmælinu á næsta ári og yfirvofandi þjóðvegahátíð í kringum hana en þá komst hann loks til „meðvitundar". Ef þjóðin bölvar jafh mikið og Garri þá verðum við heiðin á ný. Og ekki batna vegimir við það. — GARRI Kvótakerfi LÍÚ er hið besta í heimi. Fiskveiðikerfi sem byggist á þjóðargjöf til útgerðar, sem aftur á móti getur framselt heimildir sínar til annarra útgerða felur í sér sjálf- virka hagræðingu, eins og Hannes Hólmsteinn veit manna best. Úti í heimi, þar sem fiskveiðar eru víða stjómlaus ringlureið, líta menn til íslenska kerfisins og sýnist það harla gott. Ummæli útlendinga um framseljanlega kvótann eru síðan notuð hérlendis til að dásama þá skipulagsvisku sem býr að baki ís- lensku fiskveiðistjóminni. Það er langt frá því að kerfið sé alslæmt því vissulega hefur það gagnast til að takmarka sókn í flesta fískstofha. Um hitt er deilt, hvort viðgangur stofnanna ræðst af veiðinni eða öðrum orsökum og þá um leið hvort til er nokkuð sem kallað er ofveiði. En látum það liggja milli hluta. Hitt er víst, að víða berst útgerð og fiskvinnsla í bökkum og satt Hverjir græða á tapinu? best að segja er erfítt að greina eft- ir fréttum, hvort þetta er allt á hvínandi hausnum eða hvort ríf- andi gangur er í undirstöðuat- vinnuveginum. Hagræðtngin enn Annað slagið tyggja fjölmiðlar hver eftir öðrum rokufréttir um að nýr „útgerðarrisi" sé að Iíta dagsins Ijós. Með fylgja dularfullar útskýr- ingar um mikilvægi hagræðingar þegar eignum er skipt út og suður og sameinaðar norður og niður. Oflugar peningastofnanir standa oftast að baki kaupskapnum og bjarga kannski lánum sfnum og fjármagna önnur. Bankaleyndin sér til þess að almúginn fær aldrei að vita hvað í raun býr að baki hag- ræðingunni. Nýverið var 100 Vestfírðingum hagrætt út í atvinnuleysi og skömmu áður var efnahagur fyrir- tækja í Vestmannaeyjum og Þor- lákshöfn lagfærður með saman hætti. Skýringin er sú að físk- vinnsla í landi borgar sig ekki. Svo kemur kannski upp úr kaf- inu seinna meir, að stóru, full- komnu og rándýru skipin borga sig ekki heldur og fer að sneiðast um tekjumöguleika þegar og ef vinnsl- an til sjós borgar sig ekki heldur. Eða hvers vegna var Guðbjörginni hagrætt til Þýskalands? Er gefín nokkur viðeigandi skýring á því ferli öllu? Dýru verði keypt í DV gærdagsins upplýsir einn af stjómarmönnum hagræddrar út- gerðar fyrir vestan, að happafleyt- an Júlíus Geirmundsson, sem afíar sem svarar kaupverði sínu á hveiju ári, skuldar 1,7 milljarða og er rek- inn með 100 milljóna króna halla árlega. Ekki vantar tæknina og græjumar þar um borð og getur skipið sótt á öll djúpmið veraldar ef svo ber við að hoifa. Hvar er útgerðar- og kvótagróð- inn ef svona er komið fyrir okkar fullkomnustu útgerðum? Skip og vinnslutæki eru seld á háu verði, kvóti er keyptur og seldur og hluta- bréf á marguppsprengdu verði eru sett á markað og lífeyrissjóðir ginn- ast til að kaupa. Að Iokum verður að setja enn eitt spumingamerkið í stuttan pist- il. Getur það verið að þeir einir græði, sem selja sínar útgerðir og sinn kvóta. Hver borgar endanlega tapið á Júlíusi Geirmundssyni og ölíum þeim útgerðum sem neydd- ar eru til kvótakaupa? Er ekki kerfið fulldýru verði keypt, svo fullkomið sem það kann að vera? -D&jur svaraö Er Framsóknarflokkur- inti hið mikilvæga pólitíska hjól sem þarf undirvagn Samfylking- arinnar? (Spurt útfrá orðum Guðmund- ar Ólafssonarhagfræðings í helgarblaðiDags sl. laugar- dag). Kristinn H. Gunnarsson ') ingflokksformaðurFramsóktiar: „Samfylkingin er ekki miðdepill stjórnmála á ís- landi. Hins vegar er ég sammála Guðmundi í því að efnahags- og atvinnumálastefna Samfylkingar- innar er veikasta hliðin á henni og gerir það stjórnmálaafl óraun- veruleikatengt. Snúa má efni spumingarinnar við og segja að Samfylkingin geti verið hjól undir framsóknarvagninn þegar hann leiðir rfkisstjórn.” Rannveig Guðmundsdóttir þingflokksfonnaðwSamJylkingarinn- ar: „Framsóknar- flokkurinn hefur verið hjól undir ýmsum ríkis- stjórnum og póli- tískum stefnum. Eg fæ ekki séð að flokkurinn verði hjól eða stólpi undir Samfylkinguna. Samfylk- ingin hefur orðið til úr hreyfíng- um vinstri manna og verður hið öfluga afl jafnaðarmanna. Við erum stödd í hálfleik og fram undan er mikil vinna við að sam- eina hreyfínguna í einn flokk. Ég sé ekki að Framsóknarflokkurinn verði þar innan borðs í bráð, þótt enginn viti hvað ný öld beri í skauti sér.“ Margrét Frímannsdóttir talsmaöurSamJylkingarinnar: „Vinstri menn innan Framsókn- arflokksins eru auðvitað mikil- vægir fyrir sam- einingu vinstri manna, eins og allt vinstra fólk í Iandinu. En hins vegar hefur mér sýnst Framsókn- arflokkurinn vera að færast all verulega til hægri í stjórnmálum og er ekki lengur á miðjunni. Við myndum þvælast þar með sprung- ið dekk sem þyrfti viðgerðar við.“ Hjálmar Ámason þ ingmaðnrFramsóknar: „Ég er sammála Guðmundi um að Framsóknar- flokkurinn er jarðbundinn en jafnframt afskap- lega framsækinn. Hvort Framsóknarflokkurinn sé hjólið sem vantar í draum sam- fylkingarmanna er í raun ekki hægt að svara því að málefna- grunnurinn er svo óljós hjá Sam- fylkingunni, eða það sem Guð- mundur kallar orðagjálfur. Þar er reginmunur á flokkunum því Framsóknarflokkurinn hefur sína framsæknu og jarðbundnu stefnu. Það er verkefni Samfylk- ingarinnar að finna sína eigin stefnu."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.