Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 5
 FRÉTTIR p o p t t t ti \ a fin ,n n unmfl - £• ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 1999 - S Byggðastofinm lokar á Rauðsíðu Það virðist ekki vera að birta tii hjá fiskvinnslufólkinu á Þingeyrí og Bíldudal. Nái forráðameim Rauða hersins á Vest- fjörðum ekki uauða- samningum fyrir 15. júlí blasir gjaldþrot við og „langir og erf- iðir dagar bíða fólks á Þingeyri og Bíldu- dal,“ segir Kristinn H. Gunnarsson al- þingismaður. Byggða- stofnun hefur neitað Rauða hemum um lán. Rauði herinn á Vestfjörðum fær ekki frekari fyrirgreiðslu hjá Byggðastofnun. Þetta var ákveðið í gær og segir formaður stjórnar Byggðastofnunar að það hefði verið ábyrgðarlaust að veita fyrir- tækinu 150 milljóna króna að- stoð af almannafé. Akvörðunin er áfall fyrir atvinnulffíð á Þing- eyri og Bíldudal. Egill Jónsson, stjórnarformað- ur Byggðastofnunar, segir of mörgum spurningum ósvarað um framtíðina varðandi umsókn fyr- irtækisins um lán. Hann sagði ólíklegt að fyrirtækið gæti í fram- haldinu átt kost á að sækja um fé úr lánasjóðum Byggðastofnunar. Nú er aðeins vika þar til greiðslustöðvun fyrirtækja Rauða hersins á Vestíjörðum rennur út. Sfðan greiðslustöðvunin fékkst hafa forráðamenn fyrirtækisins unnið hörðum höndum að því að ná fram nauðasamningum. Krist- inn H. Gunnarsson, þingmaður Vestfirðinga og varaformaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, segir að framtíð Þingeyrar og Bíldudals ráðist mjög af því hvort það tekst. Ef ekki, blasi gjaldþrot við. „Fari fyrirtækið í gjaldþrot sýnist mér að það séu langir og erfíðir dagar framundan á báðum stöðunum. Það virðist enginn til- búinn að hefja atvinnurekstur á þessum forsendum að nýju, þótt margir séu tilbúnir til að dæma fyrirtækin í gjaldþrot," segir Kristinn H. Allt mun dragast saman Kristinn segir að gjaldþrot muni verða til þess að íbúum á Þing- eyri muni fækka verulega og allt dragast saman á staðnum. „Eg sé ekki að neinir aðilar séu tilbúnir til að vera með atvinnurekstur í sjávarútvegi á Þingeyri. Þeir sem eiga kvóta halda fast um hann og vilja ekkert láta af sínu til þess að deila með Þingeyringum. Menn voru aftur á móti fúsari að hirða af þeim þann kvóta sem þeir eitt sinn áttu,“ segir Kristinn. Kostaði rimmu Talað hefur verið um að Þingeyr- ingar og Bílddælingar fái af hin- um svo nefnda byggðakvóta, sem er 1500 tonn og ætlaður til að- stoðar verst settu byggðarlögun- um. „Byggðakvótinn er nú eina haldreipi Þingeyrar á þessari stundu. Eg spyr hvað menn hefðu ætlað að bjóða upp á ef þeir hefðu ekki haft hann í Ijósi þeirrar miklu baráttu sem við áttum í við að ná honum inn í löggjöfina í janúar sl. Þá lagði ég til að lögð yrðu 5 þúsund tonn í þetta en það náðust ekki nema 1500 lestir og kostaði rimmu,“ segir Kristinn H. Gunnarsson. Greiðslustöðvun Rauða hers- ins rennur út 13. júlí næstkom- andi. - S.DÓr/bþ Skammast minekkert Páll Pétursson: Hissa á ummæl- um framkvæmda- stjóra Áfengis- og vímuvarnarráðs. „Ég varð satt að segja verulega hissa á þessum skilningi, sem framkvæmda- stjóri Áfengis- og vímuvarnar- ráðs, lagði í okkar aðgerðir. Ég hélt að hún mætti vera feg- in hvaðan sem gott kæmi. Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir og vísa því algerlega til föðurhús- anna að ég hafi farið út fyrir valdsvið mitt eða gert eitthvað sem ég þarf að biðjast afsökunar á,“ segir Páll Pétursson, félags- málaráðherra, aðspurður um þau ummæli Þorgerðar Ragnars- dóttur, hjá ÁVR, að nýlega boð- aðar aðgerðir til að auka með- ferðarúrræði hefðu ekki verið bornar undir ráðið, þótt ráð sé gert lyrir slíku í lögum. Páll segir að samráð hafi verið haft við Barnaverndarstofu og að byggt hafí verið á tillögum sér- stakrar nefndar „um vandamál krakkanna og biðlistann á Stuðl- um,“ sem í voru landlæknir, að- stoðarmaður Páls og fulltrúi frá dómsmálaráðuneytinu. Hann segist ekki sjá eftir fé sem renni til meðferðarstarfs Byrgisins. „Byrgið stendur fyrir mjög mikil- vægri starfsemi, sem léttir mjög á ríkiskassanum. Það er engin ástæða til að vera að hnýta í það góða fólk sem leggur þetta á sig, á sama tíma og ríkið er vanbúið að takast á við þá skjólstæðinga sem Byrgið skýtur skjólshúsi yfir,“ segir Páll. - FÞG „Miög ljót aðkoma“ Hrottaleg árás í húsi í Vík þar sem eigin- maður lagði ítrekað til konu sinnar með hnifi auk harsmíða. Tvö höm vora á vett- vangi en era talin hafa sofið á meðan. Reykvísk kona um þrítugt liggur töluvert slösuð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir að eiginmaður- inn stakk hana ítrekað í andlit og útlimi í húsi í Vík aðfaranótt sunnudags. Tvö börn voru í bú- staðnum með hjónunum og voru þau í umsjá barnaverndarfull- trúa fyrst um sinn eftir árásina en eru nú komin til skyldmenna. Lögreglunni í Vík barst til- kynning frá Reykjavík á fimmta tímanum aðfaranótt sunnudags um að hugsanlega væri eitthvað að í fyrrnefndu húsi. Þá hafði árásarmaðurinn hringt til Reykjavíkur en óljóst þótti hvað væri að gerast í húsinu. Þar sem lögreglan var stödd á ballvakt á Kirkjubæjarklaustri um 70 km frá Vík og enginn lögreglumaður á staðnum, hringdi lögreglumað- ur fyrst frá Klaustri og náði þá að ræða við konuna. Lögreglan lagði samstundis af stað og kom skömmu síðar á staðinn ásamt sjúkrabíl. Ekkert gæsluvarðhald „Aðkoman var mjög ljót. Við fluttum konuna stra.x á Sjúkra- hús Reykjavíkur með sjúkrabíl. Maðurinn var handtekinn og fluttur í fangageymslur á Sel- fossi þar sem hann var yfirheyrð- ur daginn eftir. Þau voru bæði undir áhrifum," segir aðstoðar- varðstjóri hjá lögreglunni í Vík. I kjölfarið var barnaverndarfull- trúi kallaður til en svo virðist sem börnin hafi sofið á meðan illdeilurnar stóðu sem hæst. í kjölfarið voru aðstandendur ræstir út sem náðu f börnin. Maðurinn játaði brot sitt og er málinu að mestu Iokið að sögn lögreglunnar. Því þótti ekki nauðsyn að fara fram á gæslu- varðhald yfír gerandanum sem er á fertugsaldri. Sex stungur Talið er að konan hafi verið stungin fimm til sex sinnum. Þá hafði hún orðið fyrir miklum barsmíðum og reyndst m.a. nef- brotin en missti aldrei meðvit- und. Hnífurinn sem notaður var kallast fyrirristuhnífur og er kúla á enda hnífsblaðsins en ekki oddur. Betur fór en á horfðist skv. upplýsingum lögreglunnar í Vík. Maðurinn hefur aldrei komið áður við sögu lögreglu og sam- kvæmt heimildum Dags hafa hjónin ekki komið við sögu barnaverndaryfirvalda áður. - BÞ Helga seld til Grænlands Útgerð Geira Péturs ÞH, á Húsavík, hefur fest kaup á nýjum rækjutogara frá Grænlandi, Luutivik, sem kemur í stað nú- verandi Geira Péturs ÞH, sem settur hefur verið á söluskrá. Hann var keyptur frá Færeyjum. Nýi togarinn er mun stærri en sá eldri, 46 metrar að lengd og 11 metrar að breidd en sá eldri er 40 metrar á lengd og 8,5 metrar á breidd. Frystigeta nýja skipsins er um 70% meiri. Kvóti Geira Péturs ÞH er 1.849 þorskígildis- tonn. Útgerð Luutivik, Polar Seafood, hefur fest kaup á ís- lenska rækjutogaranum, Helgu RE, af Ármanni Ármannssyni en skipið hefur aðallega stundað rækjuveiðar á Flæmingjagrunni, og er þar nú. Kvóti Helgu RE, sem smíðuð var í Noregi 1996, er 3.335 þorskígildistonn, en fyr- irhugað er að endurnýja skipa- kostinn þegar Helga RE hefur verið afhent í haust. Ekki liggur þó fyrir hvort keypt verður nýtt skip eða eldra. - GG Stórhækkun hjá strætó Stjórn SVR hefur ákveðið að bregðast við 5% farþegafækkun á árinu með 25% hækkun á almennum fargjöldum strætisvagna frá nk. fimmtudegi - nema á „Græna kortinu", sem hækkar um tæp 15%. Staðgreitt unglingafar- gjald fellur niður, sem í raun þýðir 150% hækkun, en afsláttarfargjöld unglinga (20 miða kort á 1.000 kr.) verða óbreytt. Stjórn SVR bendir á að gjaldskránni var síðast breytt í október 1995, fyrir nærri fjórum árum síðan. En hún bendir ekki á að síðan hefur vísitala neysluverðs einungis hækkað um tæp 8%. Hún samþykkti því fargjaldahækkun sem er ríflega þrefalt/tvöfalt meiri en vísitöluhækkanir frá síðustu gjaldskrárhækkun. - HEI Stefan hættir hjá Kongsvinger Norska úrvaldsdeildarliðið Kongsvinger sem Stefán Þórðarson og Steinar Adolfsson leika með, hefur ákveðið að reka 5-8 af núverandi leikmönnum Iiðsins, en Iiðinu hefur ekki gengið sem skyldi í deild- inni. „Hreinsanirnar“ hófust síðan í gær og varð Stefán Þórðarson fyrstur til að vera kvaddur á fund forráðamanna liðsins þar sem hon- um var tilkynnt að þjónustu hans myndi ekki verða óskað áfram. Stefán hefur sáralítið fengið að spreyta sig með liðinu upp á síðkast- ið, en Kongsvinger keypti hann frá Brann í fyrra og gerði þá við hann þriggja ára samning. Embætti prests á Akureyri laust Biskup íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, hefur auglýst laust til um- sóknar embætti prests í Akureyrarprestakalli frá 1. september nk. Sr. Svavar A. Jónsson, sem gegnt hefur því embætti frá því á árinu 1995 mun taka \ið embætti sóknarprests í Akureyrarprestakalli af sr. Birgi Snæbjörnssyni sem lætur af störfum 1. september nk. Skipað er í embættið til fimm ára. Valnefnd velur prest samkvæmt starfsreglum um presta, en biskup ákveður hvern hann skipar náist ekki samstaða í valnefnd. Flogið hefur fyrir að ýmsir hafi áhuga á þessu embætti, en það verður ljóst 15. júlí nk. þegar umsóknarfrestur rennur út. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.