Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 06.07.1999, Blaðsíða 3
PRIÐJUDAGU R 6. JIÍLÍ 1999 - 3 FRÉTTIR L Gríðarlegir mögu- leikar í Brasilm Fyrir nokkru fór fón Baldvin Hannibalsson, sendiherra, til Brasiiíu vegna afhendingar trúnaöarhréfs sem sendiherra íslands í Brasilíu. Að hans mati em gríðarlegir mögu- leikar fyrir í slendinga í Brasilíu. Aðspurður hvað hann hefið verið að gera þarna og hvað hefði kom- ið út úr ferðinni, sagði Jón Bald- vin: „Fyrir utan afhendingu trúnað- arbréfs átti ég ýmis viðtöl við all- marga ráðherra og háttsetta emb- ættismenn. Brasiliumenn hafa mikinn áhuga á samstarfi við Is- lendinga á sviði sjávarútvegs. Það var aðallega rætt um eftirfarandi mál; í fyrsta Iagi um haf- og fiski- rannsóknir í lögsögu Brasilíu. I annan stað var rætt um stofnun og starfsrækslu skóla fyrir skipstjórn- ar- og tæknimenn við fiskveiðar og horfðu þeir þá sérstaldega á sam- starf Islendinga og Namibíu- manna sem eins konar fyrirmynd. I þriðja Iagi eru þeir að leita að samstarfsaðila um stofnun og starfsrækslu fiskmarkaðar og dreifingarmiðstöðvar fyrir fiskaf- urðir í suðurfylkjunum og spurðu þeir um reynsluna á íslenskum fiskmörkuðum. I fjórða lagi voru hugmyndir um að leita sameigin- Iega til Alþjóða- bankans um að hann styrkti þetta samstarf og þá sérstaklega rann- sóknarþáttinn lokum var rætt um starfsáætlun tveggja íslenskra aðila um smábátaútgerð í Ríó fylki og lýstu Brasilíumenn áhuga á þessu.“ Stórveldi framtíðariimar? - Eru þá að þínu mati miklir möguleikar fyrir íslendinga í Bras- iltu? „Eg lærði í Iandafræðinni, þegar ég var níu ára, að Brasilía væri stórveldi framtíðarinnar og það má segja að það sé enn óbreytt. Möguleikarnir eru gríðarlega miklir. Sjávarútvegur þeirra er til dæmis ákaflega vanþróaður. Þetta eru strandveiðar á litlum skipum og uppfylla þeir þarfir markaðar- ins fyrir daginn. Þekking Islend- inga á sviði sjáv- arútvegs er gulls ígildi en það er fyrst og fremst þekking, sérhæf- ing og tælcni í bæði veiðum og vinnslu sem við íslendingar get- um Iagt fram á borðið. Þama er mikill markaður fyrir íslenskan saltfisk en Brasil- íumennirnir kvörtuðu yfir því að íslendingar vanræktu auglýsingar og markaðssetningu. Gæði vör- unnar hefðu batnað og varan væri áreiðanlegri, en þeir mátu það svo að það væri verulegur möguleiki á söluaukningu á markaðinum. Það eru einnig miklir möguleikar á sviði rannsókna, en Brasilía er með gríðarlega stóra lögsögu og staðreyndin er sú að Brasilíumenn milli Islendinga og Brasilíu- manna. Það gæti flokkast sem þró- unaraðstoð. Að JónBaldvinHannibalsson. stunda nánast engar kerfisbundn- ar rannsóknir hvorki í haf- né fiskifræði innan lögsögunnar. I raun vita þeir eiginlega ekkert um hvaða auðlindir eru faldar í lög- sögu sinni. Þeir hafa meira segja vanrækt þetta svo mikið að ef þeir efna ekki til þeirra lágmarksrann- sókna sem Hafréttarsáttmálinn kveður á um þá eiga þeir á hættu að glata fullri Iögsögu sinni yfir 200 mílunum og verða færðir aft- ur í 12 mílurnar.“ Reisa styttu af Leifí Eirikssyni - Þú hittir einnig afkomendur Brasilíufaranna, hvað er að frétta af þeim? „Það var stórkostlegt að hitta af- komendur hinna svo kölluðu Brasilíufara, en við hittum um 65 manns sem eru af íslenskum ætt- um. Þetta eru fjórar fjölskyldur sem við hittum og heita þær Sunddal, Reykdal, Laxdal og Jóns- son. Yfirleitt er þetta allt skóla- gengið fólk. Island er ofarlega í hugum þessa fólks og heimsótti hluti þess Island í fyrra. Þau ætla sér árið 2000 að fá torg í borginni Curitiba, sem hefur um 1,5 millj- ónir íbúa, nefnt í höfuðið á Islandi og ætla að reisa þar styttu af Leifi Eiríkssyni." - ÁÁ Tveir á sjukrahús Sjúkrabíllinn þurfti tvisvar að gera sér ferð upp á Þórssvæðið, þar sem Pollamót Þórs fór fram um helgina á Akureyri. I öðru tilfellinu var um alvarlegt slys að ræða, þar sem markmaður Tindastóls, Árni Stefánsson, fékk spark í höfuðið, þannig að hann missti tilfinningu í útlim- um um tíma. Betur fór þó en á horfðist og fór hann heim af sjúkrahúsinu áður en helginni lauk, með þeim orðum að hann kæmi aftur að ári. f hinu tilfell- inu, sem var ekki jafn alvarlegt, var um slitna hásin að ræða. Guðni Arinbjarnar, læknir á slysadeild FSA, sagði að það hafi komið mönnum á óvart þar á bæ, hversu lítið þeir fengu roskna fótboltamenn í heim- sókn. Annars var frekar mikið um heimsóknir á deildina yfir helgina, og skýrði Guðni það með öllum fólksljöldanum sem kom í bæinn síðustu daga. — AÞM Mótsagnakennd- ar yflrlýsingar Náttúnivemdarsamtök íslands og World Wide Fund em dsátt við svör Norsk Hydro og segja málflutning fyrírtækis- ins misvísandi. Náttúruvemdarsamtök íslands og World Wide Fund for Nature, WWF, hafa sent forráðamönnum Norsk Hydro svarbréf við erindi sem samtökin sendu norska fyrir- tækinu í byrjun júní sl. Finnst for- ráðamönnum samtakanna svör Norsk Hydro vera „fremur rýr í roðinu" og stangist um margt á við yfirlýsingar forráðamanna fyrir- tækisins í íslenskum Qölmiðlum. „Annars vegar hafa yfirmenn Norsk Hydro ítrekað hafnað að svara spurningum íslenskra fjöl- miðla um afstöðu fyrirtækisins Árni Finnsson. varðandi umhverfisáhrif Fljóts- dalsvirkjunar. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt að segja að virkj- unarframkvæmdir norðan Vatna- jökuls séu fyrirtækinu óviðkom- andi," segir m.a. í tilkynningu sam- takanna um leið og vitnað er í bréf Norsk Hydro þar sem annað sé upp á teningnum. Þar segja Norð- mennirnir að taka þurfi mið af um- hverfisáhrifum við virkjunarfram- kvæmdir. Árni Finnsson hjá Náttúru- verndarsamtökum Islands sagði við Dag að umhverfisstefna Norsk Hydro væri ekki trúverðug ef fyrir- tækið væri missaga eftir því við hvern væri verið að tala, íslenskan almenning eða ein stærstu um- hverfisverndarsamtök heims eins og WWF. Málflutningurinn væri misvísandi og trúverðugleiki um- hverfisstefnunnar muni skaðast, taki fyrirtækið ekki meiri ábyrgð á gerðum sínum. Jafnframt gagnrýnir Árni ís- Ienska samstarfsaðila Norsk Hydro og þá einhliðu upplýsingagjöf sem frá þeim komi. Upplýsingar þeirra til Norsk Hydro um umhverfisá- hrif vegna virkjunarinnar séu ófullnægjandi ogjafnvel villandi. - BJB 66 prósent Kópavogs- búa vinna í Reykjavik Um 2/3 Kópavogshúa sækja vinnu sína til Reykjavíkur en að- eins sjötti hver vinnur í sínum heimabæ. Um 70% Seltirninga, kringum 60% Garðbæinga og Mosfellinga og meira en helm- ingur Hafnfirðinga, Álftnesinga og Kjósverja vinna líka í höfuð- borginni, en mikill minnihluti í sínum heimabæ, eða allt niður í 12-13% Seltirninga og Garðbæ- inga. Ný athugun Aflvaka staðfestir mikið flæði vinnuafls milli sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu og „undirstrikar þá staðreynd að svæðið er í reynd eitt atvinnu- svæði og einn vinnumarkaður11, eins og segir í nýrri skýrslu Afl- vaka. Samantekt Aflvaka byggist á upplýsingum frá Ríkisskattstjóra, um launauppgjör og skilaskyldu staðgreiðslu í októbermánuði í fyrra, þar sem stuðst var annars vegar \rið lögheimili vinnuveit- andans og hins vegar launþeg- ans. Ekki var þó hægt að stað- setja vinnustað þeirra átján þús- und launþega sem fengu laun sín greidd af Launaskrifstofu rík- isins, en af þeim hluta þess hóps sem búsettur er á suðvestur- horni landsins búa hátt í 70% í Reykjavík. — HEI Fékk 70 kilóa stein á sig Stúlka varð fyrir grjóthruni f Fljótavík á Vestfjörðum um helgina og slasaðist þar sem hún var að leik með fleiri börnum. Steinn sem valt á stúlkuna er talinn vega 70-80 kíló. Hún var flutt með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Sjúkrahús Reykjavíkur með heilahristing en er á góðum batavegi. Ottast var í fyrstu að stúlkan væri mjög alvarlega slösuð en svo reyndist ekki. — bþ Björguðust úr stórbruua Litlu mátti muna að stórslys yrði þegar einbýlishús brann á Reyðar- firði á sunnudagsmorgun. Reykskynjari vakti fimm manna Ijölskyldu og höfðu húsráðendur hröð handtök við að koma fjölskyldunni út. Ekki mátti tæpar standa því húsið brann til kaldra kola á svipstundu. Um er að ræða húseignina að Hafnarbraut 2. Engu varð bjargað í brunanum en tryggingar munu vera í lagi. Tveir ungir menn björguðu bíl frá eldinum með því að ýta honum burt frá húsinu. — BÞ Seglagerðin Ægir kaupir Skeliungsbúðiua Gengið Tiefur verið frá sölu á Skeljungsbúðinni að Suðurlandsbraut 4 til Seglagerðarinnar Ægis og tók kaupandi við rekstrinum 2. júlí sl. Skeljungsbúðin verður rekin með óbreyttu sniði í núverandi húsnæði að Suðurlandsbraut 4 fram í miðjan ágúst en verður þá sameinuð úti- vistarverslunum Seglagerðarinnar í Örfirisey og Everest í Skeifunni. Ekki kemur til uppsagna starfsfólks. Þróunin á þessum markaði undanfarið hefur verið sú að útivistar- verslanir hafa orðið stærri en færri og eru kaup SeglagerðarinnarÆgis á Skeljungsbúðinni liður í þeirri þróun. Seglagerðin Ægir var stofnuð 1913 og annaðst þá fyrst og fremst seglagerð fyTÍr skip og báta. A síð- ari árum hefur fyrirtækið sérhæft sig £ útivistar- og ferðavörum og er í dag með stærri verslunum landsins á þeim markaði. — GG Reynt að ná samkomulagi við Færeyinga Ekki liggur enn fyrir hver greiðir viðgerð á austurkanti Akureyrar- hafnar, sem stórskemmdist er færeyskt dýpkunarskip gróf undan þil- inu, þannig að þekjan féll nokkuð niður og er í lausu lofti. Ekki fæst uppgefið hversu mikið tjónið er. Hörður Blöndal, hafnarstjóri, segir að verið sé að semja við Færeyingana, og inn í þær umræður kemur try'ggingafélag skipsins. Hörður segist hjartsýnn á að samkomulag náist og þá verði strax ráðist í viðgerðir á kantinum. Á meðan nýtist hann ekkert, sem er mjög bagalegt, því um er að ræða einn helsta löndunarkant hafnar- innar. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.