Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 2
2 - Miðvikudagur 15. janúar 1997 ^Dagur-Símmtn m Heiti Potturinn Miklar og margar lofræður voru fluttar á hátíðarsam- komu Leikfélags Reykjavíkur á sunnudagskvöld og var öllum vel fagnað. Undantekningarlít- ið véku ræðumenn að fjár- hagsvanda Borgarleikhússins og lögðu til að bætt yrði úr bráðum vanda með ríflegum fjárframlögum. Einn ræðumanna skar sig þó úr. Stefán Baldursson, Þjóð- leikhústjóri, notaði tækifærið til að sýna og sanna, að hans leikhús fengi ekki nærri því eins mikla opinbera peninga og af væri látið. Taldi hann sig ekki fá neitt meira en Borgar- leikhúsið, þótt verið væri að halda öðru fram. Ekki var þessu í móti mælt en hátíðar- gestum þótti mörgum hverjum þetta tæpast vera staður né stund til að fara að mestast um hvort leikhúsið nyti aum- legri styrkja. Amundi er nú hættur á Al- þýðublaðinu að þvf er hermt er í pottinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn það gerist en nú hefur hann lýst því yfir að þetta verði í síðasta sinn, hann muni ekki koma aftur.... Iheita pottinum í Eyjum var sögð saga af hjónum á besta aldri sem fögnuðu silf- urbrúðkaupi sínu. Hjónin ákváðu að gera sér dagamun og gista á Hótel Örk og hafa það gott. Þau flugu til Reykja- víkur og óku svo sem leið lá til Hveragerðis. Á nýja hringtorg- inu við afleggjarann til Hvera- gerðis setti karlinn höndina á læri kerlingarinnar og strauk blíðlega. Já, aðeins lengra, sagði konan og karlinn gerði sér lítið fyrir og ók alla leið á Selfoss! Akureyri Beðið eftir póstinum Snjór þyngir göngu bréfbera á Akureyri um þessar mundir, enda nálgast sá tími ársins sem alla jafna er snjó- þyngstur. Það þýðir þó ekki að leggja árar í bát og var Sumarrós Guðjónsdóttir bréfberi brosmild þegar Ijós- myndara Dags-Tímans bar að garði í gær. Inni í hlýjunni fylgdist Bergur Ármann Eiríksson með, e.t.v. átti hann von á spennandi sendingu. sp/Mynd: jhf Fyrirtækjasamningar Kjarabætur með hagræðingu Hugmyndir VSI eru farvegur til að þróa ódýrari framleiðslu- aðferðir. Verkfall með tólf vikna fyrirvara eftir samningaþóf í átta mánuði. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ vonast til að nýjar hug- myndir sambandsins um gerð fyrirtækjasamninga muni losa um þá pattstöðu sem verið hef- ur um gerð kjarasamninga. Það skýrist þó ekki fyrr en á mánu- dag en þá er að vænta við- bragða verkalýðshreyfingar við þessum hugmyndum sem kynntar voru fulltrúum lands- sambanda ASÍ í fyrradag. „Þetta er farvegur til að þróa ódýrari framleiðsluaðferðir og láta þann sparnað koma fram í bættum kjörum starfsmanna og sterkari stöðu fyrirtækis," segir Þórarinn V. Hann hafnar því að þetta muni gefa starfsmönnum tækifæri til að krefjast beinna kauphækkana af hendi fyrir- tækja umfram það sem samið hefur verið um í aðalkjara- samningi. Samkvæmt útfærslu VSÍ geta starfsmenn hjá fyrirtæki sem þumbast við að gera samning við þá, farið í verkfall með tólf vikna fyrirvara til að þrýsta á um gerð samnings. VSÍ getur hinsvegar mótmælt því innan sex vikna ef ástæða þykir til. Ef upp koma deilur um verkfalls- boðun verður hægt að vísa henni til úrskurðarnefndar. I henni eiga sæti einn fulltrúi frá hvorum aðila sem síðan koma sér saman um skipan odda- manns í nefndina. Áður en að því kemur verða starfsmenn með trúnaðarmann í broddi fylkingar að vera búnir að reyna til þrautar að ná samningi við stjórnendur við- komandi fyrirtækis og hafa átta mánuði til þess. Eftir það geta starfsmenn óskað eftir því við sín stéttarfélög að þau tilnefni einn sameiginlegan fulltrúa til að taka þátt í viðræðunum ásamt einum frá samtökum at- vinnurekenda. -grh Vestmannaeyjar Lokun lögreglustöðvar afstýrt Ekki kemur til þess að loka þurfi lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum að nóttu til eins og allt stefndi í. Fengist hefur aukaíjárveiting til þess að halda stöðinni opinni út þetta ár. Sýslumaðurinn í Eyjum mót- mælti ítrekuðum niðurskurði til embættisins í Vestmannaeyjum. Hann sagðist ekki sjá fram á annað en að eina leiðin til að bregðast við niðurskurðinum væri að loka lögreglustöðinni að næturlagi, jafnframt um helgar, með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra staðfesti í sam- tali við blaðið að hann hefði gefið heimild fyrir aukaíjárveit- ingu til sýslumannsembættisins í Eyjum sem ætti að koma í veg fyrir næturlokunina. Danadrottning Fékk glerskálar s Itilefni af 25 ára drottningar- afmæli Margrétar II. Dana- drottningar færðu forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðrún Katrín Þorbergsdótt- ir henni að gjöf tvær glerskálar eftir glerlistakonuna Sigrúnu Ólöfu Einarsdóttur. Skálarnar bera heitið „Val- múaskálar", eru ópalhvítar með laxableikri blómaskreyt- ingu, úr munnblásnu og hand- mótuðu gleri. Sigrún Ólöf hefur hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar og verðlaun fyrir verk sín. Listmuni hennar má m.a. finna á þekktasta glerlistasafni Dan- merkur í Ebeltoft, en Dana- drottning er verndari þess safns. BÞ FRÉTTAVIÐTALIÐ Lengri vaktir eru ekki lausn í vinnuverndarmálum Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja Formaður Verkalýðsfé- lags Vestmannaeyja telur að þrefalda þurfi laun til að mœta ákvœðum um styttri vinnutíma. „Samkvæmt tilskipun Evrópusam- bandsins eigum við að fara að haga okkur eins og siðmenntað fólk og vinna átta tíma á dag. En eru atvinnurekend- ur tilbúnir til að mæta styttum vinnu- tíma? Til þess þarf einfaldlega að þre- falda launin. Ég sé enga von til þess að það takist í þessum samningum. En að lengja vaktirnar í bræðslunum úr átta klst. í 12 er engin lausn og felur ekki í sér neina vinnuvernd, aðeins verið að fara í kringum hlutina," segir Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. En hefur samningurinn mikil áhrif í Eyjum? „Samningur ASÍ og VSÍ um vinnu- tímatilskipun Evrópusambandsins hef- ur mikil áhrif á vaktavinnu í bræðslun- um í Vestmannaeyjum. Að öllum lík- indum verður sú leið farin til að byrja með í Eyjum að unnið verður á tveim- ur 12 tíma vöktum í stað tveggja átta tíma vakta. Þegar fram líða stundir gæti hins vegar lausnin orðið sú að hafa þrjár 8 tíma vaktir. Samkomulag- ið tekur gildi 1. apríl nk. og hefur því ekki áhrif til að byrja með en vaktir í bræðslunum hafa yfirleitt byrjað í febrúarbyrjun. Samkvæmt samningi ASÍ og VSÍ má meðalvinnutími á hverju sex mánaða tímabili ekki verða umfram 48 klst. á viku. Daglegur hvfldartími lengist úr 10 klst. á sólarhring í 11. Þá á hver starfsmaður að fá einn frídag á hverju sjö daga tímabili. Samkvæmt þessu munu starfsmenn almennt verða að taka allt sitt sumarfrí og á milli úthalda gæti þetta þýtt að menn vinni fyrst og fremst dagvinnuna." Er raunhœft að œtla að þetta náist? „Vinnutímatilskipun ESB kveður á um að lágmarkshvfldartími skuli vera 11 klst. á sólarhring og skuli hann vera samfelldur. Til að mæta þeirri kröfu telja atvinnurekendur að nóg sé að taka upp 12 klst. vaktir, þá náist 11 tíma samfelld hvfld. En þrátt fyrir að verkamennirnir fái að auki einn viku- legan frídag, koma þeir samt sem áður til með að skila 72 klst. á viku, sem er 24 klst. umfram meðaltalið. Eðlilegast væri að bræðslumenn vinni á þremur 8 klst. vökum, þ.e. skiluðu 38 klst. á viku. Til að ná einhverju sem nálgast kaupmátt verkafólks í nágrannalönd- um okkar hefur íslenskt verkafólk þurft að vinna óheyrilega langan vinnudag þar sem launin hér eru svo lág.“ ÞoGuÆyjum

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.