Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 10
10 - Miðvikudagur 15. janúar 1997 ÍDitgur-Œímhm KNATTSPYRNA ENGLAND Dalglish tH NewcasOe Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gærdag að Kenny Dalgl- ish, sem þjálfað hefur Li- verpool og Blackburn með góðum árangri, yrði eftirmað- ur Kevin Keegan hjá Newc- astle. Samningurinn mun verða til þriggja ára, en engin formleg tilkynning hafði þó borist frá félaginu í gær. Roma býður íRedknapp Þrátt fyrir að forráðamenn Liverpool hafi margsagt að landsliðsmaðurinn Jamie Redknapp sé ekki til sölu voru útsendarar ítalska liðs- ins Roma samt mættir í Li- verpool um helgina til að reyna að kaupa kappann til Ítalíu. Rómverjar höfðu áður boðið 4.5 milljónir punda í Redknapp en Roy Evans og félagar sögðu nei við því. Vit- að er að Jamie Redknapp getur vel hugsað sér að breyta til og yfirgefa Rauða herinn og þess vegna hverfa til meginlandsins. gþö Berg i raðir Man. UU.? Alex Ferguson, stjóri Manc- hester United, hefur áhuga á að kaupa Henning Berg, norska varnarmanninn hjá Blackburn. Fréttir herma að hann sé tilbúinn að borga allt að 5 milljónir punda fyrir Berg og helst vildi hann ganga frá samningum fyrir daginn í dag en þá rennur út frestur til að kaupa leikmenn sem löglegir eru í næstu leikj- um í meistaradeild Evrópu. HANDBOLTI íkvöld 1. deild karla: Stjarnan-Selfoss kl. 20 HK-FH kl. 20 Fram-UMFA kl. 20 Haukar-ÍR kl. 20 KA-Grótta kl. 20 ÍBV-Valur kl. 20 Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana.' Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080 KNATTSPYRNA Stefnan er að sanna sig / úrvalsdeildinni Lárus Orri Sigurðsson hefur leikið vel með 1. deildar- liðinu Stoke City í vetur og fréttir hafa verið af því ytra að stóru félögin í úrvalsdeildinni vilji fá hann til liðs við sig. Nýj- asta félagið til að sýna Lárusi Orra áhuga er Lundúnarliðið Chelsea. Sagt var frá því að Ruud Gullit, framkvæmdastjóri Chelsea, hefði áhuga á að næla í íslendinginn. Samkvæmt frétt sjónvarps- stöðvar er Chelsea tilbúið að greiða eina milljón fyrir Lárus Orra, auk framherjans Mark Stein, sem er samningsbundinn Chelsea, en hefur verið í láni hjá Stoke að undanförnu. Stein, sem er fyrrum leikmaður Stoke, hefur lítið fengið að reyna sig hjá Chelsea eftir að Gullit tók við stjórn liðsins. Hann er met- inn á hálfa milljón punda og kaupverðið á Lárusi Orra er því ein og hálf milljón punda, eða rúmlega 160 milljónir ísl. króna. „Ég væri ánægður ef ég ætti þessa upphæð í bankanum og það er vissulega hægt að segja að hlutirnir hafi breyst, frá því ég kom frá Þór fyrir nokkrum árum. Stefnan hjá mér er vissu- lega að sanna mig í úrvalsdeild- inni, hvort sem það verður með Stoke eða öðru hði. Ég get ekki neitað því, að ég er orðinn spenntur fyrir því að reyna mig þar og hvort ég eigi ekki mögu- leika gegn þessum mönnum sem leika þar. Ég er hins vegar mjög ánægður hjá Stoke og tel okkur eiga jafn mikla mögu- leika og önnur lið á að ná upp í úrvalsdeildina," sagði Lárus sem nýlega festi kaup á einbýl- ishúsi í einu úthverfa Stoke þar sem hann býr með eiginkon- unni og syninum Sigurði Lá- russyni. Lárus Orri sagðist ekki tilbú- inn til að meta hvað væri hæft í fréttinni um áhuga Chelsea. „Það er regla hjá framkvæmda- stjóranum okkar að segja ekki neitt nema máhn séu komin á hreint og það er út af fyrir sig ágæt regla að vera ekki að rugla leikmenn með allskonar fréttum, sem síðan eiga kannski ekki við nein rök að styðjast," sagði Lárus. Fyrr í vetur var sagt frá áhuga Newcastle, en ekkert gerðist í því máli og fyrir nokkrum vikum var greint frá Lárus Orri Sigurðsson. því að Southampton hefði Lárus irndir smásjánni. Lárusi Orra gefast hins vegar ekki mikil tækifæri til að velta fyrir sér áhuga annarra félaga, því framundan er erfið leikja- hrina. Stoke leikur í bikarnum gegn Stockport í kvöld og síðan leikur liðið tvo leiki á viku, út þennan mánuð. KARFA • Kærumál KFÍ á hendur UMFG Niðurstaða fengin Dómstóh ÍSÍ hefur nú fellt endanlegan úrskurð í kærumáli KFÍ gegn Grindvíkingum frá því í 5. um- ferð DHL-deildarinnar. Gangur þessa máls hefur verið hreint með óhkindum og því fróðlegt að riíja hann h'til- lega upp. Upphafið er að flugvél sú er Flugleiðir tók á leigu og flytja átti meirihluta leikmanna UMFG tU ísafjarðar bUaði og komst ekki í loftið í tæka tíð svo hægt væri að lenda í björtu á ísafirði. Því voru aðeins fjórir leikmenn UMFG mættir til leiks ásamt þjálfara sínum og liðs- stjóranum, Dagbjarti Willards- syni. í þeirri stöðu báðu Grind- víkingar heimamenn um að þeir mættu sækja um frestun á leiknum sem þeir höfnuðu al- farið. Mótanefnd KKÍ fór Ulu heUIi að beiðni ísfirðinga og því neyddust Grindvíkingar til að hefja leik með aðeins 4 leik- menn + liðstjóra + grindvískan áhorfanda sem mættur var í heimsókn tU vinafólks á ísafirði og ljáði máls á því að styrkja lið þeirra. Svo fór að gestirnir sigr- uðu og það sættu heimamenn sig ekki við. Þeir ætluðu sér að ná í stigin hvernig sem þeir færu að því. Dæmt í héraði KFÍ-menn kærðu til íþrótta- dómstólsins í sinni heimabyggð sem tók málið fyrir og niður- staðan var sú að dómstóllinn dæmdi Dagbjart ólöglegan þar sem hann hafði einhvern tím- ann leikið sér í körfubolta með GG. Grindvíkingar sættu sig ekki við dóm dómstóls ÍBÍ og áfrýuðu málinu til dómstóls KKÍ. Sá dómstóll felldi rökstuddan dóm þar sem sigur Grindvíkinga í leiknum var staðfestur. Dóm- stóll KKÍ er æðsti dómstóll körfuknattleiksins hér á landi og því er ekki hægt að áfrýja málum sem hann hefur dæmt í nema það varði íþróttahreyfing- una í heild. Málið til ÍSÍ Þegar hér var komið sögu tóku ísfirðingar þá ákvörðun að senda máhð fyrir dómstól ÍSÍ. Verður að telja það furðulega ákvörðun af þeirra hálfu og ber þekkingarleysi þeirra vitni. Alla vega gerðu forráðmenn KFÍ sér ekki grein fyrir því að Dómstóll ÍSÍ tekur ekki kærumál ein- stakra félaga innan sérgreina- Fullkominn golfhermir á Akureyri Fyrir nokkru var settur upp á Akureyri svokallaður golfhermir, sem staðsettur er í æfingaaðstöðu kylfinga að Bjargi. Hægt er að leika marga af þekktustu golfvöllum heims í herminum og nokkuð er um að Dalvíkingar og Ólafsfirðingar keyri til Akureyrar til að taka átján holur og hermirinn er einnig notaður við kennslu. Á myndinni sést Hjalti Þór Þórólfsson, starfsmaður Netagerðar ÚA, reyna sig á Doral- veliinum. Mynd: jhf sambanda fyrir enda var ekkert annað að gera fyrir dóminn, en að vísa kærunni frá. Undir dóm- inn skrifuðu þeir Bergur Guðna- son, Magnús Óskarsson og Jón G Zoega. Að lokum Málatilbúnaður KFÍ hefur verið mörgum körfuknattleiksáhuga- mönnum aðhlátursefni allt frá því þeir töpuðu leiknum heima á ísafirði. Það verður að telja það ótrúlegan skort á íþrótta- anda af þeirra hálfu að kæra leikinn í upphafi vitandi það að forsendur kærunnar voru hæpnar í meira lagi. Kæran varð til að vekja enn meiri at- hygli á niðurlægingu þeirra sem nú væri eflaust flestum gleymd ef hún hefði ekki komið til. Til er íslenskt orðtak sem segir: „Reiður maður er heimskur maður". ísfirðingar hefðu betur haft þessi orð í huga áður en þeir ruddust fram með þessa kæru sína sem mun fylgja félag- inu svo lengi sem það leikur körfuknattleik. En ef græðgin eftir stigunum er það mikil að menn vilja allt til vinna að ná þeim er sjálfsagt að reyna kæruleiðina hvenær sem tæki- færi gefst. Því geta ísfirðingar reynt að kæra leik sinn við ung- lingalið Skallagríms úr 12. um- ferð á þeirri forsendu, að einn leikmaður þeirra, Emil Sigurðs- son, var of ungur til að flækjast fyrir vestan nema í fylgd með foreldrum. Að lokum er vert að minna á Heilræðavísur Hall- gríms sáluga Péturssonar þar sem hann segir m.a.: „en þurs- inn heimskur þegja hlýtur og þrjóskast við að læra“. Vonandi að ísfirðingar snúi sér nú af krafti að körfuboltanum og vinni stig sín á vellinum því til þess hafa þeir alla burði. Guðni Þ. Ölversson

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.