Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 12
t Miðvikudagur 15. janúar 1997 Línuritin sýna ijögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súlm*itið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyr- ir neðan. Eftir norðanáhlaup liðinnar nætur hægir heldur um tímabundið, en í kvöld nálgast ný lægð landið með suðaustanátt og þíðu, en þó verður vindur áfram norðaustanstæður með frosti á Vestfjörðum og um landið norðvestanvert. Sögusagnir eru um að Ás- mundur Haraldsson, fram- herji KR-inga, sé á leiðinni til erkiíjenda Vesturbæjarveld- isins, Vals, og haíl reyndar þeg- ar gengið í þeirra raðir. Þegar blaðið bar þessa frétt undir Hauk Gunnarsson, formann meistaraflokksráðs KR, sagði hann að Ásmundur væri samn- ingsbundinn KR út árið 1997 og meðan svo væri yrði Ásmundur í herbúðum KR-inga. Fleiri fé- lög hafa verið á eftir Ásmundi, og er FH nefnt þar til sögunnar. En nú liggur það ljóst fyrir að Ásmundur Haraldsson er í KR og verður í KR meðan samning- ur hans er í gildi. Baldur Bjarnason í raðir Leifturs? Þá hefur blaðið einnig frétt að Baldur Bjarnason, miðvallar- leikmaður úr Stjörnunni, hafi átt í viðræðum við Leiftur í Ól- afsfirði. Ægir Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Leifturs, vildi ekki staðfesta þennan orðróm en vísaði á formanninn, Þor- stein Þorvaldsson. Ægir stað- festi þó að þeir hefðu verið í viðræðum við marga leikmenn en hann vildi ekki ræða þau mál að svo stöddu. Ekki náðist í Þorstein til að fá fréttina stað- festa. gþö Baldur Bjarnason, kann að vera á leið til Leifturs. Reykjavik 9 Fim Fös Lau Sun -10 - o ANA4 NA3 NNVS ASA3 SSA3 A3 N3 NNV4 SSV6 Stykkishólmur mm Fim Fos Lau Sun NA4 NAS NNV 7 SA4 A3 ANA 6 N7 NNV 6 SSV 8 Bolungarvík mm Sun h15 NAS NNA8 N7 SSA4 SSV3 ANA 7 NNA8 N4 S8 Blönduós ANA2 NA 3 NNV4 SSA2 SA2 ANA 3 N3 NNV4 S4 Akureyri 9 Fim Fös Lau Sun -10 - 5 --------------------------------L 0 A3 ASA 2 NV4 V2 SA3 ANA 4 V1 NV5 S5 Egilsstaðir A3 SSA4 NV3 NV5 S6 A5 SSA3 NV6 S5 Kirkjubæjarklaustur A3 SA3 NV3 NV3 SSV4 SSA2 ASA 2 NV3 SSV3 Stórhöfði ----------------------------------L o ANA7 A4 NV10 N4 SSV11 ASA 4 NV4 NNV10 SSV10 Einar Sveinbjörnsson veðurfrœðingur Kristim fyrstur í Valgardena Útsala áCandy heimilistækjum KAUPLAND KAUPANGI Sími 462 3665 • Fax 461 1829 Kristinn Björnsson, skíða- maður úr Leiftri í Ólafs- firði, gerði sér lítið fyrir og sigraði á Alþjóðlegu punkta- móti, sem haldið var í Valgar- dena á ítah'u í gærdag. Kristinn var í öðru sæti eftir fyrri ferð- ina, en keyrði mjög vel í þeirri síðari og komst uppfyrir heima- mann sem var í forystu og sigr- aði með einnar sekúndu mun. „Það gekk ekkert alltof vel í fyrri ferðinni. Það var frekar þétt brautin og erfið. Brautin var reyndar ekkert betri í síðari ferðinni, en mér heftn- yfirleitt gengið betur í síðari ferðinni og það var ekki nein breyting á því,“ sagði Kristinn, sem ekki hafði gengið vel það sem af er þessu ári. „Þetta var sjötta mót- ið sem ég tek þátt í, en það fyrsta þar sem ég kemst niður. Eg var búinn að keppa á fimm mótum, en hafði alltaf skíðað út úr brautinni í fyrri umferðinni, enda hafa aðstæður yfirleitt verið nokkuð erfiðar. Það má því segja að þessi sigur hafi verið kærkominn,“ sagði Krist- inn, sem tekið hefur þátt í al- þjóðlegum punktamótum í Sló- veníu og í Austurríki. Um 130 keppendur tóku þátt í svigmótinu í Valgardena, en innan við sextíu þeirra luku keppni. Að sögn Kristins var síðasti hiuti brautarinnar mjög varhugaverður og margir kepp- endur féllu úr á þeim kafla. Meðal þeirra var Arnór Gunn- Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði vann sinn fyrsta sigur á árinu, þegar hann kom fyrstur í mark á Alþjóðlegu punktamóti á Ítalíu í gser. Mynd: Gunnlaugur Rögnvaldsson arsson frá ísafirði, sem skíðaði út úr brautinni þegar hann átti um tíu hlið eftir. Þremur æf- ingafélögum þeirra Kristins og Arnórs, sem eru í finnska alpa- liðinu, hlekktist til að mynda öllum á og féllu úr keppni. Þeir Kristinn og Arnór hafa í vetur æft með finnska landslið- inu og lét Kristinn mjög vel af því. „Ég er ánægður með þjálf- arann og andinn er mjög góður í hópnum og reyndar þekkti ég nokkra þeirra fyrir. Ég hef þó lítið breyst á skíðunum, við fór- um seint að æfa og það hefur því ekki mikið verið gruflað í tækninni, heldur höfum við fyrst og fremst hugsað um að undirbúa okkur fyrir einstök mót,“ sagði Kristinn. íslendingarnir verða aftur í eldlínunni í dag, en þá fer ann- að svigmót fram í Valgardena, sem er nálægt austurrísku landamærunum. Ekki hefur ennþá verið ákveðið hvað tekur við að því loknu. KNATTSPYRNA • 1. deild karla ;mi SKIÐI • Alþjóölegt svigmót á Italíu

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.