Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 3
JDagur-®mtmn Miðvikudagur 15. janúar 1997 - 3 F R E T T I R Smábátar Takmarkanir á veiðum að drepa Grímseyinga Afla- og sóknratak- markanir í útgerð krókabáta tefla fram- tíð minnstu sjávar- plássanna í tvísýnu. íbúum í Grímsey fækkaði um 16 í fyrra og útlit fyrir ferkari fækkun í ár. Þetta er auðvitað gerræði við stað eins og Grímsey sem á ekki í neitt annað að vernda,“ segir Þorlák- ur Sigurðsson oddviti í Grímsey um vanda krókabáta. Hann ítrekar þá skoðun sína að það sem gæti einna helst stuðlað að því að eyjan færi í eyði séu stjórnvaldsaðgerðir og m.a. þær sem lúta að 100 manns með lögheimili í eynni og hafði þá fækkað um 16 frá fyrra ári. Þá er útlit fyrir að eyjarskeggjum muni jafnvel fækka eitthvað til viðbótar á þessu ári. Ástæðuna fyrir þess- ari fólksfækkun má að hluta til rekja til þeirra þrenginga sem orðið hafa í útgerð smábáta og almennrar vantrúar á framtíð mannlífs í eynni vegna einhæfs atvinnulífs. Svo kann að fara að margir krókabátar verði bundnir við bryggju á næsta fiskveiðiári ef ekkert lát verður á veiði þeirra á yfirstandandi fiskveiðiári. Gangi það eftir mun það bitna Þorlákur Sigurðsson oddviti í Grímsey: „Þetta er auðvitað gerrœði við stað eins og Grímsey sem á ekki í neitt annað að vernda. “ afla-og sóknartakmörkun í út- gerð smábáta. Þann 1. desember sl. voru harkalega á afkomu íbúa í minnstu sjávarplássunum sem nær eingöngu byggja afkomu Grímsey . sína á smábátaútgerð. Þarna er fyrst og fremst um að ræða krókabáta í sóknar- dagakerfi með heimild til línu- og handfæraveiða. Samkvæmt kvótalögum sem Alþingi sam- þykkti sl. vor getur sóknardög- um þeirra fækkað úr 84 dögum í nánast ekki neitt ef aflinn fer mikið umfram viðmiðunar- mörkin sem eru 1800 tonn í ár. Þetta kemur til viðbótar viðvar- andi skerðingum sem afla- marksbátar hafa orðið fyrir nær allar götur síðan 1991. Hinsvegar er talin minni hætta á að sóknardagsbátar með heimild til handfæraveiða verði fyrir skerðingum á næsta ári. Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeig- enda segir nauðsynlegt að kerf- inu verði breytt þannig að krókabátar í sóknarkerfi fái lágmarksdagaijölda, eða 84. Hann segir út í hött að hegna mönnum fyrir veiða eitthvað umfram á sama tíma og fiski sé hent í stórum stíl hjá stórút- gerðunum. Sérstaklega þegar haft er í huga að veiðarfæri krókabáta eru vistvæn, gæði aflans nær undantekningar- laust í hámarki og þetta skapar mikla vinnu. -grh Slysavarnir Blaðaútgáfa Víkurblaðið og Dagur-Tíminn saman Veðurfræði til fjalls og íjöru Dagur-Tíminn og Víkur- blaðið hafa ákveðið að hefla samstarf. Frá og með næstu viku fylgir Víkur- blaðið Degi-Tímanum sem sér- stakur blaðhluti einu sinni í viku. Hinn víðfrægi haus blaðs- ins: Blað alls mannkyns mun halda sér. Jóhannes Sigurjóns- son verður starfsmaður Dags- Tímans á Húsavík, tíðindamað- ur á staðnum og umsjónarmað- ur Víkurblaðsins. Með þessu eykst þjónusta Dags-Tímans í Þingeyjarsýslum til muna. Hús- víkingum og Þingeyingum verð- ur tryggð öll sú þjónusta hér- aðsfréttablaðs sem þeir hafa átt að venjast í 17 ár. Síðasta hefð- bundna Víkurblaðið kemur út á morgun, fimmtudag. Samstarf Dags-Tímans og Víkurblaðsins hefst þar með. Dagur- Tíminn hefur lýst yfir vilja sínum til að ná samstarfi af þessu tagi við héraðsfréttablöð sem víðast um land. Þar með væri hægt að tryggja útgáfu þeirra og bjóða lesendum í hinum dreifðu byggðum flölbreytta þjónustu dagblaðs á landsvísu, og hér- aðsblaðs með sína kosti. Fyrst um sinn verður Víkur- blaðinu dreift með Norður- landsútgáfu Dags-Tímans líkt og Akureyrarblaðauka. Áskrift- argjald Dags-Tímans verður óbreytt. Jóhannes Sigurjónsson rítstjórí, gengur til samstarfs við Dag- Tím- ann. Þama era menn með víð- tæka reynslu. Þannig að það er ekki bara ég sem miðla þeim heldur er þetta á báða bóga,“ segir Einar Svein- bjömsson veðurfræðingur á Veð- in-stofu íslands. ———————— Undanfarin tvö ár hefur Ein- ar haldið nám- skeið víðs vegar mn landið á veg- um Björgunar- skóla Landsbjargar og Slysa- varaafélagsins inn veðurfræði til ijalla. Nýverið tók hann saman ít- arefiii fyrir sjóbjörgunarsveitír þar sem hann ijallar um öldur, ölduhæð, strandstrainna og rast- ir o-fl. Þessu efiii mun Einar gera Björgunarfólk á nám- skeiðum um veðurfar til fjalla og sjávar skil á námskeiðum sem haldin verða fyrir sjóbjörgunarsveitir. „Ég fæ fyrir þetta smá greiðslu frá björgunarsveitíminn,“ segir Einar. Hann leggur þó áherslu á að hann sé ekki í þessu til að ná sér í aukavinnu vegna þess að hann getur fengið nóg af henni á Veðurstofunni. Að- spurður segir hann að þetta aukastarf sitt njótí mikils skiln- ings hjá yfirmönnum Veðurstof- unnar, enda nýtíst það í starfi Einars að heyra það sem björg- unarsveitarfólk hefur fram að færa til lofs og lasts í starfsemi Veðurstofunnar. -grh Sjávarútvegur Kvóti á kvótann? Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp til að gera tillögur um hvernig hægt sé að tryggja sem dreifðasta eignaraðild í sjávar- útvegi. Hópurinn á m.a. að fjalla um hvort rétt sé að setja þak á kvótaeign einstakra fyrir- tækja. Einnig hvort gera eigi þá kröfu til fyrirtækja, sem eiga mikinn kvóta, að eignaraðild í þeim sé dreifð og þau opin, t.d. skráð á verðbréfaþingi. „Mark- miðið er að eignaraðildin sé sem dreifðust," segir Þorsteinn Pálsson. Eins og hefur komið fram í Degi- Tímanum ráða 10 stærstu útgerðirnar nú yfir um þriðjungi kvótans og það hefur verið mikið rætt undanfarið hvort hann sé farinn að safnast á hættulega fáar hendur. Þor- steinn segir starfshópana þó ekki hugsaða sem svar við gagnrýni af þeim toga. „Ég hef oft reifað hugmyndir af þessu tagi, en ég tel að það sé eðlilegt að setja þessa vinnu í gang núna. Ég held að það sé ekkert fyrirtæki of stórt í dag, en það gætu vaknað spurningamerki seinna. Þá held ég að það sé mjög gott að þessari vinnu sé lokið og hugsanlega búið að setja löggjöf þar um.“ Sjávarút- vegsráðherra hefur einnig ákveðið fela starfshópi að gera tillögur um reglur um viðskipti með kvóta og öðrum hópi að endurskoða reglur um endur- nýjun fiskiskipa. Þá er ætlunin að fela einum starfshópnum að Qalla um skattalega meðferð kvótaviðskipta.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.